Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 10

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 10
10 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 1950 og lauk prófi með A+ í einkunn. Hann var fullnuma í öryggisvik mörkum. Á fyrri námsstigum hafði komið í ljós að Buffett var sterkur í stærð­ fræði og hafði hug á að hagnýta hana til að verða ríkur. Hann þótti útsjónar samur í tekjuöflun þegar á náms árunum og hefur alltaf þótt einstaklega glúrinn í að afla sér smátekna. Það er til þess tekið að hann berst ekki á í einkaneyslu. Hann býr alltaf í sama gamla húsinu, reiknar sér hófleg laun en notar peningana til að verða enn ríkari. Þannig sameinar hann tvennt: Hann er sjálf hafinn, gamaldags auð ­ mað ur en líka vísindamaður. Þetta hefur gert hann að þjóð ­ sagnapersónu í lifanda lífi. Trúir ekki á skyndigróða Að loknu námi einbeitti Buff ett sér að verðbréfaviðskiptum frekar en fræðistörfum. Árið 1962 var hann búinn að eignast fyrstu milljónina. Hann fylgdi regl um læriföður síns um ör yggis ­ vikmörk til að draga úr áhættu. Hann keypti ekki eftirsótt, dýr hlutabréf því reglan sagði að þau væru ofmetin. Þess í stað leitaði hann uppi fyrirtæki sem voru vanmetin að hans mati, fyrirtæki þar sem verðmæti hluta fjár var minna en eignir og tekjur gáfu tilefni til. Graham lærifaðir hans vildi hafa öryggis­ vikmörk upp á 50 prósent. Hann vildi bara kaupa bréf á hálfvirði enda brenndur af ljótu tapi í kreppunni. Þetta þótti Buffett of var færnis­ legt svo hann slakaði á kröfun­ um en hefur samt alltaf leitast við að kaupa á undirverði. Vand­ inn felst í að meta raunveru­ legt verðmæti bréfanna, ekki markaðsverðið. Hann hefur fylgt þeirri einföldu reglu að verð er það sem er borgað; verðmæti er það sem fæst. Þetta er ekki alltaf það sama. Þetta leiðir líka af sér að Buff ett hefur sloppið við hluta bréfa bólur. Hann hefur kvar­ tað sáran í fjölmiðlum þegar mikil eftirspurn hefur valdið al menn um verðhækkunum á hlutabréf um. Og hann hefur glaðst við verðfall í kauphöll um. Hann vill helst kaupa þegar allt er hrunið. Hann kann best við sig á bruna útsölum. Tilfinning fyrir vanmati Í raun er þetta afar íhaldssamt viðhorf og krefst þolinmæði. Hann hefur forðast að kaupa bréf í nýjum og vinsælum tækni ­ fyrirtækjum og oft þurft að bíða lengi eftir að bréf í grónum fyrir ­ tækjum hækkuðu í verði. Hann gerir alltaf öfugt við það sem markaðurinn segir. En það er ekki nóg að kaupa bara verðlítil bréf, þau verða líka að fela í sér möguleika á hækkun. Galdurinn er að finna þessi bréf. Einu sinn var til dæm is kortafyrirtækið American Express í vanda og bréf þess féllu í verði. Buffett spurði sig hvort hann ætti þá að kaupa en hikaði og fór út og fékk sér að borða. Hann sá að fólk notaði kort American Express sem fyrr. Hann flýtti sér á skrifstofuna og keypti. Bréfin tóku að hækka skömmu síðar. Véfréttastíll Þetta er ein af mögum þjóð­ sög um um Buffett. Hann hef ur fengið viðurnefni eins og „Véfréttin frá Omaha“. Omaha í Nebraska er heimabær hans. Á tímabili var það svo að ef fréttist að Buffett hefði keypt bréf jókst eftirspurn eftir sömu bréfum. Hann var þannig orðinn sjálfstæður áhrifavaldur í kaup­ höllunum og gat ekki tapað! Það voru svo margir sem trúðu í blindni á að mat hans væri rétt. Það má líka kalla Buffett „véfrétt“ í þeim skilningi að hann spáir reglulega hruni og hörm ungum á mörkuðum. Slíkar spár rætast með reglulegu millibili. Og alveg frá árinu 2007 hefur hann verið svartsýnn og hefur ekki síðustu ár skilað þeim ofsa gróða sem var á gullaldar­ árunum fyrir aldamótin – enda er maðurinn tekinn að reskjast. FRUmkVöðULL „Vandinn felst í að meta raunveru legt verðmæti bréfanna, ekki markaðs verðið.“ Warren buffett á fundi með barack obama bandaríkjaforseta árið 2010. Warren Edward buffett er tíður álitsgjafi í sjónvarpi og á ráðstefnum. WWW.NASDAQOMXNORDIC.COM/ICELANDETF © COPYRIGHT 2013, THE NASDAQ OMX GROUP, INC. ALL RIGHTS RESERVED. Q13-1694.09-13 VILTU VITA HVERNIG KAUPHALLARSJÓÐUR VIRKAR? Kauphallarsjóður er sjóður sem átt er viðskipti með í kauphöll. „ Þú getur fjárfest á einu bretti í öllum fyrirtækjum í t.d. Úrvalsvísitölunni. „ Með því að fjárfesta í kauphallarsjóði geturðu dreift áhættu og minnkað kostnað viðskipta. Q13-1694 ETF Iceland Ad_210 x 297.indd 1 9/10/13 10:23 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.