Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 36

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 36
36 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 og frumkvöðlar „Ég hef verið í sambandi við sjúkrahúspresta. Þar hefur þessi hugmynd hlotið góðar við­ tökur og aðferðin við að koma skilaboðunum til skila er unnin í samráði við þá.“ Geta tölvur skapað framhaldslíf? Varla, en þær geta hjálpað til við að ná sambandi við fólk eftir dauðann. Allir geta núna skilið eftir sín „ævispor“ á netinu og komið þeim til skila eftir dauðann. Þetta er hugmyndin að baki sprotanum Ævisporum (e. When- Gone) sem gerir fólki nú kleift að teygja sig út fyrir eigin ævi. Sveinn Kristjánsson var við dauðans dyr árið 2009. Hann var með góðkynja æxli í höfði en það óx og læknar voru óvissir um árangur af uppskurði. Þetta var á vond­ um stað. En við sjúkrabeðinn sátu eiginkona, lítill sonur og annað barn á leiðinni. Svona áfall setur mark sitt á menn en getur líka orðið upphaf nýrra hluta. Sveinn segist hafa hugsað til þess hvernig börnin tvö gætu kynnst honum ef allt færi á versta veg. Hann langaði að senda skilaboð til þeirra inn í framtíðina. Á netinu er nær ótakmakað geymslupláss – og fer vaxandi. Af hverju ekki að geyma boðin þar? Sveinn náði heilsu og ákvað að gera þessa hugmynd að veruleika. Hann stofnaði sprota­ fyrirtækið WhenGone eða Ævi­ spor og nú er Stefanía Sigurðar­ dóttir, eiginkonan sem sat við sjúkrabeð dauðvona manns síns, einnig komin í fulla vinnu við að koma sprotanum á legg. „Stefanía sér um allt sem lýtur að rekstri og utanumhaldi, bæði á heimilinu og í fyrirtækinu,“ segir Sveinn. Þarna eru fleiri starfs menn og von á enn meiri starfskrafti sunnan frá Spáni. Mikið af vinnunni snýst um tölvufor ritun og að búa til að ­ gengilegt og öruggt viðmót á net inu fyrir notendur. Viðmótið á skján um og öryggið skipta öllu. „Við verðum að gera ráð fyrir að þeir sem hyggjast skilja eftir sín ævispor hjá okkur hafi ekki allir mikla tölvuþekkingu. Allt verður að vera einfalt og umfram allt öruggt,“ segir Sveinn. Fer varlega fram Tekjurnar koma af áskrift. Sá sem skilur eftir sín ævispor borg ar fyrir geymsluna. Eftir andlát, sem tilkynnt er Þjóðskrá, er mánuður látinn líða áður en haft er samband við ætlaðan við takanda með tölvupósti. Við takendur geta afþakkað eða sam þykkt að taka við upplýsing­ unum. Ef ekkert svar kemur er haft samband með bréfi í pósti tveimur vikum síðar og ef ekki er heldur áhugi fellur málið niður. „Ég hef verið í sambandi við sjúkrahúspresta. Þar hefur þessi hugmynd hlotið góðar við tökur og aðferðin við að koma skilaboðunum til skila er unnin í samráði við þá. Krabbameinsfé­ lagið á Íslandi hefur einnig verið okkur öflugur bakhjarl,“ segir Sveinn. Núna er verkefnið á lokastigi hönnunar og markaðssetning og dreifing næsta skref eftir það. Fjármagn hefur komið frá fjölskyldu og vinum og einnig var WhenGone valið eitt af tíu fyrirtækjum af rúmlega tvö hundruð til að komast í Startup Reykjavík (www.startupreykja­ vik.com) og fá litla fjárfestingu frá Arionbanka. Síðasta haust lagði Tækniþróunarsjóður fram fjármagn í verkefnið og nú hefur Arion banki ákveðið að fylgja eftir fyrri fjárfestingu og leggja aukið hlutafé í verkefnið. Ætlunin er að fara á erlendan markað, og er fyrst og fremst horft til Bandaríkjanna og Norður landanna. „Við hjón höfum alltaf verið spennt fyrir nýsköpun. Stefanía var ein þremenninganna sem stofnuðu Innovit og er málum kunnug. Ég var meistaranemi í matvælafræði og hafði skrifað átján síðna ritgerð um frosið grænmeti skömmu áður en hugmyndin að verkefninu kom upp. Mér þótti það ekki mjög áhugavert og því ekki erfitt að snúa sér að öðru,“ segir Sveinn Kristjánsson. Sveinn Kristjánsson, frumkvöðull hjá Ævispor.is: eigin æviteyGja siG út fyrir hjónin Stefanía Sigurðardóttir og Sveinn kristjánsson, frumkvöðlar hjá Ævisporum, ásamt forritaranum Simon tamman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.