Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 41

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 41
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 41 út fyrir höftin Rakel Sölvadóttir er flutt með áhugaverðan sprota til Seattle í Bandaríkjunum. Ástæðan er að það er erfitt að láta sprota vaxa úr grasi í lokuðu efnahagsumhverfi á Íslandi. Það eru ekki margir tilbúnir að flytja vaxtarfé inn fyrir gjaldeyrishöft. flutti Rakel vill rekja upp ­haf þessa sprota til þess að for eldrar hennar gáfu henni Sinclair Spectr um­ tölvu níu ára gamalli. Merkilegt tæki það og hún þakkar tölvunni það að hún yfirleitt komst áfram í formlegu og stöðnuðu skóla­ kerfi. Það var þarna sem hún byrjaði að forrita, forrita sína eigin tölvuleiki. Tölvunarfræði varð hennar grein og núna hefur hún komið upp fyrirtæki sem stuðlar að uppbyggingu á menntun í takt við tækniþróun. Fyrirtækið býður meðal annars upp á námskeið fyrir nemendur og kennara í for­ ritun og nýtingu á spjaldtölvum í skólastarfi. „Þetta er vanræktur þáttur í menntun okkar. Þegar borðtölvur komu fyrst fram var lögð áhersla á að kenna börnum undirstöðu­ atriði forritunar en svo úreltust kennsluaðferðir í hinni hröðu þróun og ekkert tók við. Þarna viljum við byrja að nýju,“ segir Rakel. Hún segir að skilningur á for ritun eigi að vera hluti af al mennri menntun. Þetta snýst ekki síst um að fólk viti hvaða mögu leika tölvur bjóða upp á. Forritun á ekki að vera svið fárra sérfræðinga: Börnin eiga að vita hvernig tölvuleikir eru búnir til. Skema býður upp á námskeið frá fyrsta bekk grunnskóla. Vöxtur út fyrir land­ steinana Fyrirtækið er þegar komið á legg á Íslandi og er á www.skema.is. Starfsmenn eru sjö ásamt verk­ tökum og aðstoðarkennurum á aldrinum átta til sextán ára. Rakel segir að vöxtur fyrirtæki­ sins byggist á sókn á erlendan markað. Það er að hennar mati ekki hægt með höfuðstöðvar á Íslandi eins og staðan er núna. Það er lítið vaxtarfé að fá og jafnvel minniháttar yfirfærslur á fé þurfa heimild úr Seðlabanka. Þetta hefur leitt til þess að nýtt fyrirtæki er orðið til í Seattle í Bandaríkjunum. Það heitir re ­ Kode Education (www.reKode. com) og ætlunin er að opna fyrsta reKode­setrið þar vestra í febrúar á næsta ári. Einnig er unnið að uppsetningu í Slóveníu, Svíþjóð, Danmörku og á Spáni. „Bara það að fá gjaldeyrisyfir­ færslu fyrir 75,6 Bandaríkja ­ dölum hefur kostað mikið fé og fyrirhöfn. Það var peningurinn sem fór í að skrá nýja fyrirtækið vestra. Síðan er lítið vaxtarfé að fá á Íslandi og innkoma ís lenskra fjárfesta hefur gert næstu vaxtarskref erfiðari fyrir marga sprotana,“ segir Rakel. Hún segir að mikill munur sé á tækniumhverfi og skilningi fjárfesta á Íslandi og í Bandaríkj­ unum. Seattle varð fyrir valinu vegna þess að þar er öflugt tækniumhverfi og fjölskyldu­ vænt svæði. Svæðið hentaði því fjölskyldunni og fyrirtækinu mjög vel. „Fyrsti stuðningur við nýsköpun er góður á Íslandi og virðist enn vera að eflast. Tækniþróunar­ sjóður Rannís er stór stoð í þeim efnum og merkilegt að það sé verið að íhuga að draga úr þeim stuðningi. En til að sprotakraft­ urinn sem leystist úr læðingi í kjölfar kreppu flytjist ekki allur úr landi þarf að taka til í kerfinu. Þótt það hafi ekki gerst í tæka tíð fyrir okkur hef ég fulla trú á að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar­ og viðskiptaráðherra, sé tilbúin að taka jákvæð skref í þessum málum,“ segir Rakel Sölvadóttir. Rakel Sölvadóttir hjá kennslusprotanum Skema: Rakel Sölvadóttir. „Síðan er lítið vaxtarfé að fá á Íslandi og innkoma ís lenskra fjárfesta hefur gert næstu vaxtarskref erfiðari fyrir marga sprotana.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.