Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 42

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 42
42 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Við hjá Nýsköpunarsjóði viljum rækta óskráðu fyrirtækin svo hægt sé að skrá þau og koma á markað annaðhvort í Kauphöllinni eða í beina sölu,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Ný ­ sköp unarsjóðs atvinnulífsins. Hlut verk sjóðsins er að kaupa hlutafé í líklegum nýsköpunar ­ fyrir tækjum. Sjóðurinn er orðinn fimmtán ára gamall. Hann varð til þegar Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóður voru sameinaðir. Meginhluti þeirra varð að Fjárfestingabanka atvinnulífsins – FBA – en hluti varð að Nýsköpunarsjóði – NSA. Við þessa uppstokkun hinna gömlu fjárfestingasjóða ríkisins komu fjórir milljarðar í hlut NSA og það fé hefur síðan verið ávaxtað með hlutafjárkaupum í nýjum fyrirtækjum. Þetta eru áhættufjárfestingar og í sumum tilvikum hefur féð tapast. Samt hefur eigið fé sjóðsins vaxið í ríflega fimm milljarða. „Þetta er ásættanleg ávöxtun mið að við það að sjóðurinn er bú ­ inn að ganga í gegnum netbólu og hrun heils fjármálakerfis,“ segir Helga. Arðbær útganga Og hún hefur fleiri tölur á takteinum. Heildarveltan hjá þeim þrjátíu og fjórum nýsköpunar fyrir ­ tækjum sem NSA á hlut í er um fimm milljarðar og þar starfa um fimm hundruð manns. Þetta eru fyrirtæki sem lofa góðu og eiga eftir að vaxa. Ávöxtun sjóðsins felst í því sem kallað er „arðbær útganga“. Það þýðir einfaldlega að sjóðurinn stefnir að því að selja hlutafé sitt með hagnaði eftir að hafa verið meðeigandi í fyrirtækinu. Yfirleitt er stefnt að sölu innan tíu ára frá því keypt var. „Við höfum lagt fé í yfir hundrað fyrirtæki frá upphafi. Nítján af þessum fyrirtækjum hafa verið seld með hagnaði, sum hafa verið seld með tapi og öðrum hefur verið lokað. Núna síðast keyptu erlendir fjárfestar hlut sjóðsins í hugbúnaðarfyrirtækinu Clöru. Það var vel heppnuð fjárfesting,“ segir Helga. Hún nefnir einnig Marorku, þar sem þýskt fyrirtæki keypti 30% af NSA og tengir nú íslenska fyrirtækið markaðskerfi sínu ytra. Það er líka vel heppnuð áhættufjárfesting. Aðrar vel lukk aðar fjárfestingar eru t.d. fyrirtækið Gavia/Hafmynd og Bláa lónið. „Við höfum þegar fjárfest í tveim ur fyrirtækjum það sem af er árinu. Þau eru Oz, sem er með nýsköpun í dreifingu sjón ­ varpsefnis, og Admittor, sem hefur þróað hugbúnað fyrir háskóla og MIT í Boston er þeirra fyrsti viðskiptavinur,“ segir Helga. Vogun vinnur, vogun tapar „Hlutafé hefur líka tapast og fyrir­ tæki farið í þrot. Það er áhætta að leggja fé í nýsköpun en ágóðinn getur líka orðið mikill ef vel tekst til,“ segir Helga. „Draumurinn virðist oft vera að fá erlenda fjárfesta en það skiptir ekki miklu hvers lenskur kaupandinn er, aðalatriðið er að hann sé góð ur fyrir fyrirtækið, hafi vit á rekstr ­ inum og markaðnum og hafi fjár­ magn til að hjálpa fyrirtækinu til að halda áfram að vaxa og dafna.“ NSA kemur inn sem fjárfestir á milli þess að frumkvöðlar þróa nýja hugmynd og þess að komast í rekstur og framleiðslu. Sjóðurinn leggur firma til fé og aðstoðar við stjórnun en lætur frumkvöðlunum þróunarstarfið eftir. Á fyrstu skref um nýsköpunar er fé sótt í styrktar sjóði – eða bara eigin vasa – og síðan er sótt um hjá NSA. „Hjá sjóðnum eru það alls tíu manns sem taka ákvörðun um hvort af kaupum á hlutafé verður,“ segir Helga. Þetta er fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu í fjár ­ málum og tækni. Fyrst er fimm TexTi: Gísli KrisTjánsson / Mynd: Geir ólafsson Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins – NSA – gegnir mikilvægu hlutverki í að koma sprot- um á legg. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem ávaxtað hefur eigið fé sitt í nýjum fyrirtækjum og sýnt að það er hægt að hagnast á nýsköpun. Sjóðurinn vex á erfiðum tímum. Rækta óskráð fyrirtæki Helga Valfells, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunar sjóði atvinnulífsins: FJÁRmögNUN SpRota
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.