Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 44

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 „Jú, það er rétt. Það má segja að ég sé að flytja afraksturinn af 17 ára vinnu minni hjá Óperu til Íslands,“ segir Jón. Hann er núna búsettur í Boston í Bandaríkjunum og er orðinn fjárfestir í fullri vinnu. Áhug inn beinist þó að Íslandi. Boston varð fyrir valinu vegna þess að þar er mjög frjótt tækni um ­ hverfi og einnig „að þaðan er styst til Íslands ef menn ætla á annað borð að búa í Bandaríkjunum“, segir Jón. Þar vestra ganga börnin í skóla og þar heldur fjölskyldan heimili. 2,5 til 3 milljarðar Jón hefur jafnframt þessum flutn ingum vestur um haf verið áberandi í nýsköpunarfréttum á Íslandi, meðal annars vegna þess að hann hefur lagt fé í nýja nýsköpunarmiðstöð og áhugaverð íslensk sprotafyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöðin er rekin í samvinnu við Klak og Jón segir að eftirspurnin eftir vinnuaðstöðu þar sýni að áhuginn á nýsköpun sé mikill og jarðvegurinn frjór. Flutningar Jóns á fé til landsins eru umtalsverðir á íslenskan mæli kvarða; hátt í þrír milljarðar. Jafnframt er hann hættur afskipt ­ um af Óperu, sem hann byggði upp í Osló, og hefur hlutur hans í fyrirtækinu minkað. Leggur fé á botninn Fjárfestingar Jóns á Íslandi vekja líka athygli í ljósi þess að fáir virðast veðja á íslenskan efnahag. Í nýlegu mati World Economic Forum er Ísland í fimmta neðsta sæti meðal þjóða heims þegar metinn er sá kostur að festa fé sitt á Íslandi. Gjaldeyrishöftin ein sér nægja til að hrapa um hundrað sæti á þessum lista. Síðan bætist að sögn við heldur bág borið reglu verk og frumstæður fjármála ­ markaður. Hvernig dettur reyndum manni eins og Jóni í hug að vaða á móti straumn­ um, þegar allir vilja helst koma fé úr landi, og flytja peninga sína heim? Hann fæddist á Íslandi, er alinn upp á Seltjarnarnesinu en fór um tvítugt út til náms og er norskur ríkisborgari. Jón segir að fárfestingar á Íslandi séu góður kostur þrátt fyrir að ­ stæður í efnahagslífinu. „Það skiptir mig ekki miklu þótt ég sé bundinn af að hafa þessa fjármuni á Íslandi í minnst fimm ár,“ segir Jón. „Það er einfaldlega svo að ég hafði ekki hugsað mér að vera á stöðugu flakki með eigur mínar.“ Höftin hræða En það er fleira en þessi binding sem hræðir. Gjaldeyrishöft hræða sem slík. Ókunnugir menn flytja ekki fé sitt inn fyrir höft án þess að hafa nokkra reynslu af gjald ­ eyrishöftum og ekki hug mynd um hvenær þau verði leyst. „Ég geri mér vonir um að þessi mál verði leyst. Gjaldeyrishöftin verða ekki að eilífu. Færir menn munu finna lausn á þessu vanda ­ máli þótt ég viti núna ekki hver sú lausn er,“ segir Jón. „Þetta er bara áhætta sem ég tek vegna þess að ég er þess fullviss að höftin verði leyst fyrr en síðar.“ Jón óttast því ekki að þetta haft á efnahagslífnu herðist stöðugt eins og höftum er gjarnt að gera: Að innan skamms verði að sækja um innflutningsleyfi á bomsum eins og einu sinni var. „Það er vissulega margt ógert í endurreisn eftir hrunið. Skulda ­ málin, bæði heimila og ríkis, eru óleyst vandamál og svo að sjálf ­ sögðu gjaldeyrishöftin en ég hef „Það skiptir mig ekki miklu þótt ég sé bund inn af að hafa þessa fjármuni á Íslandi í minnst fimm ár.“ Í 17 ár var Jón Stefánsson von Tetzchner einn aðaleigandi Opera Soft- ware í Noregi og forstjóri þar. Hann hefur komið með um 2,7 milljarða króna til Íslands og fjárfest fyrir um 2 milljarða í fasteignum og atvinnu hús- næði og sett um 300 milljónir í minni fyrirtæki, eins og nýsköpunar fyrirtæki. Af fyrir tækj um sem hann hefur fjár fest í má t.d. nefna OZ.com, Spyr.is, Hringdu.is, SmartMedia.is og Budin.is. Jón von Tetzchner hræðist ekki gjaldeyrishöft og krónu: iNNFLÆði FRUmkVöðLa Jón von Tetzchner TexTi: Gísli KrisTjánsson / Myndir: Geir ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.