Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 50

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 iNNFLÆði FRUmkVöðLa Skúli hagnaðist verulega þegar hann seldi fyrirtæki sitt í Kanada til Nokia og eftir það hefur hann komið með nokkra milljarða inn til landsins til fjárfestinga. Hann kemur við sögu í mörgum félögum en er líklegast þekktastur fyrir fjárfestingar sínar í Wow air og MP banka. Sagt var frá því í fjölmiðlum í fyrrasumar eftir að skattskráin kom út að hrein eigna Skúla og Margrétar næmi 7,5 milljörðum króna og voru þau efst á lista Viðskiptablaðsins yfir 170 íslenska auðmenn. Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu að eftir að þau skildu hafi Margrét eignast hlut þeirra í Securitas. Skúli hefur ekki ráðist í neinar nýjar fjárfestingar síðustu misseri og segist aðspurður ekki hyggja á slíkt að svo stöddu. Öll hans orka fari þessa stundina í að byggja upp rekstur Wow air sem var stofnað í lok árs 2011. Félagið yfirtók rekstur Iceland Express í lok október í fyrra og hefur aukið starfsemi sína umtalsvert. Wow air skilaði 184 milljóna króna rekstrarhagnaði fyrstu sjö mánuði ársins og námu rekstrartekjur félagsins 5,5 milljörðum samkvæmt upplýsingum sem fengust frá félaginu. Markmið Títans var kynnt þannig í upphafi að það væri að fjárfesta og taka þátt í endurreisn atvinnulífsins á Íslandi. Títan hefur fjárfest fyrir um tvo milljarða á Íslandi, aðallega í þekkingar­ og nýsköpunarfélögum og MP banka. Einnig keypti félagið 5% hlut í Advania 2012 í byrjun ársins 2012. Á meðal annarra fyrirtækja sem Títan hefur fjárfest í eru Carbon Recycling International, Securitas, Thor DataCenter, tölvumyndafyrirtækið CAOZ, Tindar Verðbréf og Datamarket. Títan er virkur langtímafjárfestir sem telur að langtímavelgengni byggist á því að tryggja að hagsmunir hluthafa, starfsfólks, viðskiptavina og samfélagsins fari saman. Skúli og Margrét voru búsett í Kanada á árunum 2002­ 2010 þar sem hann stýrði OZ þar til það var selt til Nokia 2008. Skúli hefur tekið þátt í að stofna og fjárfesta í fjölda fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, svo sem OZ hf., Íslandssíma og Arctic Ventures. Skúli situr einnig í stjórn Redline Communications í Kanada. Seldi OZ til Nokia á metfé Í ítarlegu viðtali við Frjálsa verslun í byrjun árins 2012 var rifjað upp að Skúli hefði horfið með eftir ­ hreytur ævintýrafyrirtækisins Oz úr landi eftir að það var lagt niður árið 2002 eftir að Landsbankinn hafði tekið starfsemi þess yfir. Nokkrum árum síðar var félagið komið í hagnað í Kanada og síðan selt fyrir metfé til Nokia árið 2008. Hin mikla breyting sem varð á Oz skýrist hugsanlega best á því að árið 2002 voru starfsmenn félagsins komnir niður í 20 og veltan aðeins um hálf milljón Banda ríkjadala. Þegar félagið var selt sex árum síðar til Nokia störfuðu rúmlega 200 manns hjá því og veltan komin yfir 35 milljónir dala. Jafnframt hafði Oz tekist að fá inn rúmlega 60 milljónir dala í áhættufjármögnun frá stórum áhættusjóðum (e. venture capital) í Norður­Ameríku og víðar. Þar má nefna Vantage Point­sjóðinn í Bandaríkjunum, kanadíska fjárfesta eins og CDP og evrópska eins og T­Mobile Ventures. Fram kom hjá Skúla að án þessa áhættufjármagns hefði félaginu aldrei tekist að snúa við blaðinu eins og raunin varð. En um leið og salan var um garð gengin hóf Skúli að skipuleggja endurkomu sína inn í íslenskt viðskiptalíf og hóf undirbúning að stofnun fjárfestingafélags sem fékk nafnið Títan, sem er reyndar ekki ókunnugt í íslenskri viðskiptasögu. Stórskáldið Einar Benediktsson skírði fossafélag sitt þessu nafni og svo má geta þess að tunglið Títan, sem sveimar um Satúrnus, er draumastaður TexTi: jón G. HauKson / Mynd: Geir ólafsson Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow air, er einn umsvifa mesti fjárfestir landsins í gegnum Títan, fjárfestingafélag sitt. Hann og fyrrverandi kona hans, Margrét Ásgeirsdóttir læknir, eru gott dæmi um innflæði frumkvöðla til landsins. Þau komu eins og stormsveipur inn í íslenskt atvinnu líf á árinu 2009. Sagt var frá því í fjölmiðlum í fyrrasumar eftir að skatt­ skráin kom út að hrein eigna Skúla og Margrétar næmi 7,5 milljörðum króna og voru þau efst á lista Viðskiptablaðsins yfir 170 íslenska auðmenn. Skúli Mogensen
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.