Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 51

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 51
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 51 Skúli Mogensen stjörnulíffræðinga! Ennfremur sagði í viðtali Frjálsr­ ar verslunar við Skúla: „Fjárfest ­ inga félagið Títan tók til starfa hér á landi 1. október 2009. Sama kvöld sat Skúli og hlustaði á Kast ljósþátt þar sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra til kynnti að það ætti að hækka skatta upp úr öllu valdi, ekki síst fjár magnstekjuskatta. Tveimur dögum seinna, þegar Skúli var að keyra í vinnuna, var skollinn á snjó stormur. Hann játaði á opnum fyrirlestri, sem hann hélt skömmu seinna, að þá hefði hann hugsað með sér því í ósköpunum hann væri að koma hingað á „klakann“, eins óvistlegur og hann virtist vera. En Skúli segist hafa litið svo á að hér á landi leyndust marg ­ vísleg tækifæri. Við sama tilefni benti hann á að Steve Jobs, stofn ­ andi Apple, hefði áður orðið að þola útskúfun og fyrirlitningu en væri nú dáður af öllum. Apple hefði verið nálægt gjaldþroti og hon um hefði verið hent út þaðan. „Síðan snýr hann aftur og nær frábærri endurkomu,“ sagði Skúli við fundarmenn og bætti við á ensku: „What doesn‘t kill you makes you stronger,“ og brýnir um leið fyrir fundarmönnum að lands menn verði að fara úr þeirri neikvæðu umræðu sem hér virtist stýra öllu.“ Ennfremur var sagt frá því í við ­ talinu að Skúli Mogensen hefði alltaf haft orð á sér fyrir að vera góð ur sölumaður eigin hug mynda. „Það vakti athygli á sínum tíma hve auðvelt hann átti með að byggja upp samskipti við stjórnendur Ericsson og síðar átti það sama við um æðstu stjórn endur Nokia. Í Oz­sam starf ­ inu á sínum tíma var það hann sem var diplómatinn og samn ­ inga maðurinn á meðan Guðjón Már sá um sköpunarkraftinn, jafn vel svo að undan sveið segja sam starfsmenn. Skúli hefur sýnt mikla þrautseigju í gegnum tíðina og er að uppskera sem slíkur nú. Hann er keppnismaður og líklega sá fjárfestir á Íslandi sem er í hvað bestu formi, hafi menn áhuga á að vita það! Skúli æfir fyrir þríþraut sem einnig er kölluð Járnkarlinn (e. Ironman) og hentar þeim sem telja maraþonhlaupið ekki næga áskorun! Kunnir segja að þar sé ekkert hálfkák á ferðinni heldur, Skúli sé alvörukeppnismaður og leggi sig allan fram og jafnvel svo að hann sprengdi sig í síðustu þraut.“ Þá sagði: „Það var djörf ákvörð­ un að fara með félagið til Kanada en þar fékk það hins vegar fyrir ­ greiðslu og stuðning frá þar lend­ um yfirvöldum enda umhverfi sprotafyrirtækja mun hagstæðara en hér á landi. Til að skilja tækifæri félagsins betur verður að skoða það sem Oz starfaði við undir það síðasta. Þá var félagið að hanna viðmót milli netsins og far ­ síma og hafði góða samninga við sænska farsímarisann Ericsson um þróun á slíku. Var svo komið að Oz hafði fengið tilkynningu um að bandaríski fjarskiptarisinn AT&T hygðist taka búnaðinn í reynsluprófanir. Daginn eftir að tilkynning um það barst kom áfallið. Skelfilegt uppgjör hjá Erics son hafði knúið stjórnendur félagsins til að endurskoða starf ­ semi sína. Deildin sem hafði verið í samstarfi við Oz var lögð niður. Tekjur félagsins hurfu og ástandið á fjárfestingamörkuðum, í kjölfar þess að netbólan sprakk, gerði það að verkum að nýir fjárfestar fengust ekki að félaginu. Ævintýrið um Oz virtist búið spil. Tíminn í Kanada reyndist hins vegar gjöfull og að lokum tókst að leiða finnska fjarskiptarisann Nokia að borðinu og keypti hann félagið með húð og hári. Ná kvæmar sölutölur hafa ekki legið fyrir en þeir sem til þekkja hafa áætlað að salan hafi verið einhvers staðar á bilinu 130 til 180 milljónir dala (16 til 22 milljarðar kr. M.v. gengi 120 kr. á dollara).“ Þess má geta að Skúli fékk Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að gegna stjórnar formennsku í MP banka en augljóst er að aðrir hlut hafar líta svo á að Skúli leiði verkefnið. Áður en Skúli fékk að kaupa kjölfestuhlut í bank anum þurfti hann að fara í gegn um harða rannsókn af hálfu Fjár málaeftirlitsins. Það að standast slíka skoðun þóttu sterk með mæli fyrir manninn sem hagnaðist í Kanada og kom eins og storm­ sveipur inn í íslenskt atvinnulíf á árinu 2009. „Fram kom að hrein eign Skúla og Mar­ grétar næmi 7,5 mill ­ jörðum króna og voru þau efst á lista yfir 170 íslenska auðmenn.” Skúli mogensen kom eins og stormsveipur inn í íslenskt atvinnulíf og fjárfesti í sprotafyrirtækjum. Wow air kemst á lista Eyþórs Ívars um áhugavert sprotafyrirtæki undir fyrirsögninni: „gleðiflug á fjólubláum klæðum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.