Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 53

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 53
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 53 en alltaf verið fjármagnaður upp á nýtt. Bankamenn þess tíma hafi séð að það bæri að styðja við menn eins og Óskar sem ávallt reyndi að gera upp sínar skuldir á milli gjaldþrota. Róbert segist dást að manninum fyrir að hafa stöðugt reynt að skapa og framkvæma. Þetta sjái hann í Bandaríkjunum, sérstaklega Kísildalnum fræga. Þar séu frumkvöðlar endurreistir aftur og aftur og eini glæpurinn sem menn geti framið sé sá að gera ekki neitt. Um leið segist Róbert undrast þá leið sem Íslendingar hafi farið eftir bankahrunið að setja upp sérstök rannsóknarembætti og láta ríflega 300 manns fá stöðu grunaðs manns. „Ég hef unnið með bankamönnum um allan heim og ég fullyrði að margir af þessum íslensku bankamönnum eru þeir bestu í heimi. Þeir voru svo bara settir til hliðar eftir hrunið. Það er nánast eins og þeir séu með smitsjúkdóm. Þetta er út í hött, mistök í starfi virðast hvergi vera refsiverð nema á Íslandi. En þetta getur haft þau áhrif að við forðumst að taka áhættu og fara í nýsköpun.“ Auk ferðaþjónustuupp­byggingu hefur Róbert fjár fest í líftæknifyrir tæk ­ inu Genís ehf. ásamt viðskipta ­ fé laga sínum Vilhelm Má Guð ­ munds syni. Félagið vinnur að verkefni með framleiðslu á kítín­ a fleiðum sem unnar eru úr rækju ­ skel. Þróun verkefnisins miðar að gerð vöru til notkunar við bækl ­ unarskurðlækningar með ígræðslu í beinvef og er þess vonandi ekki langt að bíða að fyrstu vörurnar komi á markað. Róbert segir þetta gríðar lega spennandi verkefni en áhættusamt. Fyrirhugað er að byggja lífefnaverksmiðju sem mun fram leiða fæðubótarefni og lyf til manneldis og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Róbert segist gjalda varhug við því ef menn ætla að fara þá leið að hvetja menn til að taka ekki áhættu. Það gangi illa upp á Íslandi. Við séum frumkvöðlar og við verðum að varðveita það. „Ég tel að það sé ekkert verra að byggja upp á Íslandi en í öðrum löndum. Sérstaklega fyrir þá sem þekkja til hérna.“ „Ég óttast að þessi endurskoðunar­ og uppgjörsstemning sem heltekur þjóð ­ félagið dragi kjark ­ inn úr fólki og leiði til þess að menn þori ekki að taka áhættu eða sýna djörfung. Og að umbunin verði til þeirra sem enga áhættu taka.“ „Sú krafa sem menn gera um endur­ greiðslu á fjárfest­ ingu gengur ekki upp og sérstaklega ekki áhættufjárfestingu.“ Róbert Guðfinnsson Róbert guðfinnsson athafnamaður hefur fjárfest myndarlega á Siglufirði eftir hrun: „Við Íslendingar erum frumkvöðlar og við verðum að varðveita þann eiginleika.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.