Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 54

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 iNNFLÆði FRUmkVöðLa KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International, segir að áætlað sé að byggja fleiri verksmiðjur bæði hér á landi og erlendis. Kanadíska fyrir tækið Methanex lagði í sumar fimm mill­ jónir bandaríkjadala í fyrir tækið, um 600 milljónir króna, og er með því orðið einn af stærri hlut höfum. Hann heitir Kim­Chinh Tran, en er oftast nefndur KC. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Víetnam til Bandaríkjanna snemma á tán ­ ingsaldri. Öðlaðist fjölskyldan bandarískan ríkisborgararétt en þau komu þangað sem flóttamenn í kjölfar Víetnamstríðsins. Þau bjuggu í New York en KC stundaði síðan nám við Dartmouth­ háskóla og lauk meistaraprófi í tæknistjórnun frá MIT í Boston árið 1986. „Lokaritgerðin fjallaði um árangursþætti í tæknifyrirtækjum. Þá þarf að hafa markmiðin á hreinu og skilja hvaða leiðir geta skilað manni að settu marki. Mikil vægast er að skilja þarfir fólks og markaðarins, byggja upp og skipuleggja fyrirtæki og fá nauðsynlegan stuðning frá fjár ­ festum,“ segir KC. Hann starfaði síðan um ára ­ bil sem verkfræðingur á sviði kjarnorkueldsneytis hjá Westing ­ house Electric og síðar sem for ­ stjóri Thermo Gamma Metrics í San Diego í Kaliforníu. Tækifærð beið Systir KC Trans flutti til Íslands fyrir fjörutíu árum. Fyrsta heim ­ sókn hans til Íslands var hins vegar árið 1995. „Þetta var í nóvem ber, það var dimmt og jörð ­ in var svört,“ segir hann og hugsar til baka til hraunbreiðunnar á Reykja nesi í sortanum; þar sem verk smiðja hans stendur nú. „Ég sá fyrir mér ýmsa möguleika hér á landi; mér fannst Íslendingar einstakir og þeir eru sérfræðingar í að nota auðlindir landsins.“ Það var svo tíu árum síðar, eða árið 2005, sem KC Tran kynntist Frið riki Jónssyni sem ásamt honum er einn af stofnendum Carbon Recycling International. Þeir ákváðu síðan ásamt Oddi Ingólfs ­ syni prófessor og Art Shulen ­ berger frumkvöðli að byggja upp fyrirtæki í framleiðslu á grænu eldsneyti. Síðan eru liðin átta ár og mikið vatn runnið til sjávar. Efnahagskreppa lagðist yfir landið og mun víðar, en nú hefur rofað til og KC og félagar horfa björtum augum til framtíðar. Upphafsmennirnir eiga hlut í fyrirtækinu en KC er sá eini sem enn starfar við það. Í hópi um 60 hluthafa eru meðal annars Titan, fjárfestingafyrirtæki Skúla Mogensen, Guðmundur Jónsson í Sjóla, Sindri Sindrason, Auður Capital og Methanex. Metanól og bensín „Það togaði mikið í mig að nota hreina orku til að búa til eitthvað sem kæmi víða til góða því ég gat séð möguleika á að hafa áhrif í heiminum; ég er heillaður af þessu. Þetta er ástæðan fyrir því að ég flutti til Íslands: Möguleikinn á að framleiða eitthvað sem gæti breytt heiminum og haft áhrif á hann.“ Gróðurhúsalofttegundir og loft ­ slagshlýnun hafa víða áhrif og vildu KC Tran og félagar vinna að því að draga úr losun gróður ­ húsa lofttegunda sem og að nýta endurnýjanlega orkugjafa. „Það varð brýnt viðfangsefni í huga okkar að draga úr losun koltvísýrings. Við félagarnir höfð­ um allir trú á að geta gert eitt hvað sem gæti haft áhrif á andrúms ­ loftið og heiminn í viss um skiln ­ ingi. Hugmyndin var að nýta kol ­ tvísýring til að búa til eitthvað sem kæmi heiminum til góða. Þegar við höfðum spurt okkur þessarar spurningar fórum við að velta því fyrir okkur hvernig við ættum að fara að því, hvaða efnaferlum við ættum að beita og hvaða efnaverkfræði þyrfti til að búa til vöruna. Þegar við vorum komnir að niðurstöðu í því máli þurftum við að sýna fram á að þetta gæti gengið til að fá fjármagn.“ KC Tran flutti síðan til Íslands ásamt fjölskyldu sinni árið 2006 og hefur búið hér síðan. Á síðasta ári öðlaðist hann íslenskan ríkisborgararétt. KC byggði upp sterkt teymi sérfræðinga og lagði þannig grunninn að vax ­ andi fyrirtæki sem er einstakt í heiminum. Á árunum 2007­2010 fóru fram rannsóknir og þróun á framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti en á árinu 2011 hófst smíði eldsneytisverksmiðju í Svartsengi sem fjármögnuð var með hlutafé frá íslenskum fjárfestum. Verksmiðjan var vígð vorið 2012. Sala til lífdísil ­ framleiðslu hófst það ár og starfs menn fyrirtækisins unnu í samstarfi við innlend olíufélög að prófunum á blöndu metanóls og bensíns. TexTi: svava jónsdóTTir Mynd: Geir ólafsson KC Tran flutti til Íslands árið 2006 og er einn af upphafsmönnum Carbon Recycling International. Fyrrirtækið er fyrsta sinnar tegundar en það framleiðir endurnýjanlegt metanól úr útblæstri, vatni og raforku í verksmiðju sinni í Svarts- engi. Tilgangurinn er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. metHanex stóR HlutHafi Kanadíska fyrirtækið Methanex lagði í sumar fimm milljónir bandaríkjadala í Carbon Recycl­ ing International eða um 600 milljónir króna, og er með því orðið einn af stærri hluthöfum. KC Tran, forstjóri fyrirtækisins, segir að áætlað sé að byggja fleiri verksmiðjur bæði hér á landi og erlendis. tilnefnt til nÁtÚRu- veRðlauna Carbon Recycling International er í hópi tíu aðila á Norðurlönd­ um sem tilnefndir hafa verið til náttúru­ og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða veitt fyrir­ tæki, samtökum eða einstakl­ ingi sem hefur þróað vöru, uppfinningu eða með öðrum hætti aukið skilvirka nýtingu auðlinda og þar með stuðlað að minni neikvæðum áhrifum mannsins á náttúruna. Kunngert verður hver hlýtur verðlaunin við sérstaka athöfn á þingi Norðurlandaráðs sem haldin verður í óperunni í Ósló hinn 30. október. KC Tran
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.