Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 55

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 55
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 55 Vulcanol Koltvísýringur til framleiðslunnar er endurunninn úr útblæstri orku ­ versins í Svartsengi. Með því að nýta endurnýjanlega orku til þess að framleiða vetni sem hvarfað er við koltvísýringinn verður til fljótandi bílaeldsneyti. Þegar horft er á lífsferil elds neytis ins frá upphafi til enda dregur það úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90% samanborið við sama magn orku úr bensíni. Eldsneytið er kallað Vulcanol til aðgreiningar frá hefðbundnu metanóli sem unnið er úr jarðgasi eða kolum. Það er hægt að nota til að knýja bíla með sprengihreyfli, en einnig efnarafala sem og til framleiðslu á efnavöru svo sem plasti og gervi efnum eins og akrýl, næloni o.s.frv. Kostir Vulcanols eru þeir að það breytir rafmagni í fljótandi eldsneyti fyrir bíla, dregur úr losun koltvísýrings um 90% saman borið við bensín og dísilolíu. Vulcanol er samkeppnisfært við lífelds neyti, því má blanda við bensín eða nýta til framleiðslu á öðru eldsneyti í samræmi við evrópska eldsneytisstaðla. Þá er metanól eldsneyti með háa oktantölu, sem gefur bæði hraða og snerpu. Verksmiðja fyrirtækisins í Svarts engi á að geta framleitt um fimm milljónir lítra af endur ­ nýjanlegu metanóli á ári. Nú er framleiðslugetan um 1,7 milljónir lítra á ári sem ræðst af getu til fram leiðslu á vetni. Fyrirtækið selur framleiðslu sína hér á landi og á meginlandi Evrópu en í vor flutti það út fyrsta gáminn af Vulcanoli til Hollands. Með framleiðslu á grænu elds neyti úr koltvísýringi og endurnýjan ­ legum orkugjöfum sem eru ekki af líf rænum uppruna er stigið mikil ­ vægt skref í framþróun á grænni elds neytisframleiðslu. Fleiri verksmiðjur áformaðar Fastir starfsmenn fyrirtækisins eru 25. Á sumrin fjölgar þeim umtals ­ vert en fjöldi starfsnema sækir um sumarvinnu hjá Carbon Recycling International og koma þeir frá ýmsum bestu háskólum í heimi svo sem MIT, Harvard og Stanford í Bandaríkjunum og Oxford og Cambridge á Englandi. Í vor bættist við nýr hluthafi, kana díska orkufyrirtækið Metha ­ nex, sem lagði til hlutafé að verð mæti fimm milljónir banda ­ ríkja dala, eða 600 milljónir króna. Auk þess boðaði fyrirtækið frekari fjárfestingu til að styðja við vöxt Carbon Recycling Inter national. Með þessu varð Methanex í hópi stærri hluthafa í fyrirtækinu. „Methanex er stærsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu, dreifingu og viðskiptum með metanól. Með því að fá þá í hóp hluthafa höfum við öðlast sterkan samstarfsaðila við að auka hlut Vulcanols á markaði fyrir endurnýjanlegt eldsneyti. Við getum lagt meiri áherslu á að vaxa og verða leiðandi á þessu sviði.“ KC Tran er bjartsýnn og eru áform um að byggja stærri verk ­ smiðjur í framtíðinni, bæði hér á landi og erlendis, til að framleiða endur nýjanlegt metanól. Meðal annars hefur fyrirtækið kynnt Orku ­ veitu Reykavíkur þá hug mynd að reisa verksmiðju sem myndi fram leiða verðmætar vörur úr kol ­ tvísýrings­ og brenni steins vetnis ­ mengun frá Hellis heiðar virkjun. Gert er ráð fyrir að útflutnings verð ­ mæti Vulcanols og brenni steinssýru frá slíkri verk smiðju yrði um fjórir milljarðar króna á ári. „Carbon Recycling International er fyrsta fyrirtækið sinn­ ar tegundar en það fram leiðir endur­ nýjanlegt metanól úr útblæstri, vatni og raforku í verksmiðju sinni í Svartsengi.“ kC tran flutti til Íslands árið 2006 og er einn af upphafsmönnum Carbon Recycling international. KC Tran
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.