Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 58

Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 glöggt er gests augað tilvitnanir í nokkra útlendinga sem tengjast íslandi TexTi: eyþór ívar jónsson Paul Bennett, framkvæmdastjóri hjá hönn unar ­ ráð gjafar fyrirtækinu IDEO Þjóðir verða að bregð­ ast við hratt, sér stak ­ lega þegar hagkerfi eru í frjálsu falli eins og Ís­ lands var. Það er enginn tími fyrir flækju stig, akademíska fræðimennsku eða flókna ferla sem miða ekki að því að ýta hlutum úr vör strax. Stjórnar hættir, hvort sem er fyrirtækja eða stjórnvalda, þurfa að vera algerlega gagnsæir; ef fólk er að missa heimili sín og vinnu er mikilvægt að segja því frá hvað er verið að gera, hvetja til þátttöku þess og skapa verðmæti fyrir fólk til skemmri tíma. Þegar tíminn tifar er hraði og tilfinning fyrir því að hlutirnir séu að þróast áfram svarið. Og enn sem fyrr er það hræðslan við mistök sem er stóra hindr unin í vegi framkvæmda. Roberto Verganti, prófessor við Politecnico di Milano Nýsköpun er mikilvæg vegna þess að hún er drifkraftur breytinga, drifkraftur þess að gera hluti öðruvísi. Á Vestur­ löndum er þetta það eina sem við getum keppt í nú á dögum. Við getum ekki keppt á grunni kostnaðar þannig að við verðum að keppa á grunni nýsköpunar. Nýsköpun og hönnun eru nátengd þar sem hönnun snýst um að breyta þýðingu hluta, að gera eitthvað verðmætt. Við þurfum líka nýsköpun þegar kemur að viðskiptamódelum. Nýsköpun viðskiptamódela er möguleg og mikilvæg vegna breytinga á tækni. Við sjáum t.d. breytingar vegna netsins. Nýsköpun snýst ekki einungis um vörur og þjónustu; hún er miklu víðtækara hugtak sem inniheldur viðskiptamódel líka. Apple var ekki bara í nýsköpun á vörum og þjónustu varðandi t.d. iTunes og tónlist. Apple breytti því hvernig við hlustum og spilum tónlist, nýsköpunin fólst í viðskiptamódelinu sem breytti jafnframt tónlistarbransanum. ERLENdiR FRUmkVöðLaR Viðskiptasmiðjunni Startup Reykjavík er nú lokið í annað sinn. Tuttugu teymi með spennandi hugmyndir hafa farið í gegnum ferlið og eru komin á fulla ferð með að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Arion banka, Innovit og Klak og hefur það markmið að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi með sérfræðiaðstoð og hlutafé. Á næsta ári bætast tíu ný sprotafyrirtæki í hópinn. Framtíðin er björt. „Ógleymanlegt sumar, bæði árangursríkt og skemmtilegt.“ Stefán Baxter, Flaumur ehf. „Á tíu vikum náðum við að þróa fyrirtækið jafnlangt og við annars hefðum gert á rúmu ári.“ Arnar Laufdal, Cloud Engineering „Að fá inn sterkan hluhafa á upphafsstigum samhliða ráð- gjöf og aðgang að tengslaneti frá ólíkum mentorum var ómetanlegt.“ Ingunn Guðbrandsdóttir, EskiTech. „Hver einasti jarðarbúi er með a.m.k. eina góða hugmynd. Þess vegna er mikilvægt að til sé umhverfi þar sem þessar hugmyndir fá að verða að veruleika. Startup Reykjavík skapar slíkt umhverfi." Birgir Þór Sigurðsson, Þoran Distillery „Án efa besta frumkvöðlaumhverfi sem völ er á.“ Ýr Þrastardóttir, YZ Creation Roberto Verganti, prófessor við politecnico di milano: Nýsköpun snýst ekki einungis um vörur og þjónustu; hún er miklu víðtækara hugtak sem inniheldur viðskiptamódel líka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.