Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 60

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 60
60 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Jeffrey Wieland, þróunarstjóri hjá Facebook Íslendingar eru óhrædd­ ir. Að trúa að þú getir gert eitthvað og hætta ekki fyrr en þú gerir það er viðhorf sem getur komið manni langt. Mesti kostur og ókostur Íslands er hversu fámenn þjóðin er. Þjóðin veður að vinna hörðum höndum til þess að draga að fólk með hæfileika og verkfræðireynslu vegna þess að það er ekki hægt að búa til alla hæfni innan frá. En Ísland er einstætt hvað varðar möguleika frumkvöðla á að deila þekkingu. Mín von er að landið búi til netverk aðila í nýsköpun sem geta hjálpað hver öðrum. Ef allir eru eyland mun það taka lang an tíma fyrir Ísland að rækta tæknigeirann. Mikkel Draebye, forstöðumaður MBA­náms við Bocconi­háskólann í Mílanó Stór fyrirtæki þurfa að hugsa um nýsköpun og nýmarkaði vegna þess að þar eru pen ingarnir. Ef fyrirtæki hafa ekki sterk einkaleyfi, eins og lyfjafyrirtæki, er álagning á núverandi vörulínur alltaf undir mikilli pressu. Ef fyrir­ tæki vilja komast upp úr „rauða sjónum“ yfir í þann „bláa“ verða þau að hugsa eins og frumkvöðlar. Það þarf að hlusta á markaðinn og bregðast hratt við. … Í grundvallaratriðum er verðmætasköpun frumkvöðulsins hugarfar – það felst í menn­ ingu fyrirtækisins. Það byggist á hvatn ingu, ábyrgð, frjálsræði og þolinmæði gagnvart mistökum. Þetta eru ekki þættir sem eru byggðir upp á einni nóttu. Brad Feld, fjárfestir og hluthafi í framtaksfjár­ festingarsjóðnum Foundry Group Það eru fjögur grundvall­ aratriði sem árangursríkt frumkvöðlaumhverfi verður að hafa: 1. Leið­ togarnir verða að vera frumkvöðlar. 2. Leiðtog­ arnir verða að horfa til tuttugu ára og vera hluti af samfélaginu yfir þann tíma. 3. Allir í frumkvöðlasamfélaginu verða að hleypa öll um þeim að sem vilja vera með. Og 4. Það verða að vera atburðir eins og viðskipta­ smiðjur, frumkvöðlahelgar og fundir sem leiða fólk í frumkvöðlaumhverfinu til aðgerða. … Orkan í kringum sprotafyrirtæki á Íslandi er ótrúleg og það er raunverulegur áhugi á að búa til sjálfbært frumkvöðlaumhverfi. Núna er tíminn til þess að gera það að veruleika. Brad Burnham, hluthafi í framtaksfjárfestingar­ sjóðnum Union Square Ventures Ég er mjög upprifinn af frumkvöðlum á Íslandi. Ísland er eyja og Ís­ lendingar hafa marga eiginleika sem tengjast því að búa afskekkt. Íslendingar eru sjálfstæðir og sjálfum sér nægir og ég held að fólki finnist ekkert óþægilegt að taka áhættu. Þeir hafa einnig, allavega þeir sem ég hef hitt, alþjóðlega sýn, sem er sennilega vegna þess að þeir ferðast mikið og fara utan í nám en koma svo aftur til baka. Ný tækni og netið hafa opnað gríðarmikla möguleika fyrir Íslend­ inga og gert það mögulegt að komast inn á hinn alþjóðlega markað. … Ég er í raun mjög bjartsýnn á möguleika íslenskra sprota fyrirtækja. Dr. Norris Krueger, prófessor við Northwest­háskólann í Bandaríkjunum Ég var á Íslandi þegar fjármálabólan blés út – af hverju voru svona margir nemendur að taka fjármálaverkfræði? Ég vildi óska þess að ég gæti tekið tímavél og fengið bankana til að láta mig hafa eitthvað af peningunum til þess að fjárfesta í viðskiptaenglum og framtakssjóðum (og jafnvel byggja upp íslenska frumkvöðlaumhverfið). Skandi­ na vísku löndin geta kennt okkur margt – fjárfesting hins opinbera í Svíþjóð myndi líta vel út í Bandaríkjunum, Danir eru að setja frumkvöðlakennslu í alla skóla, í stuttu máli; frumkvöðlaandinn er að springa út á Norðurlöndunum. Kannski segir landið ykkar allt sem segja þarf eða ICE­parturinn í nafninu. ICE => nýsköpun (innovation) = frumleiki (creativity) + frumkvæði (entre­ preneurship). Það er málið, til þess að fá nýsköpun (I) þarf hugmynd (C) og frum­ kvæði (E). Hver er hin takmarkaða auðlind? Frumkvæði! Meira að segja í Kísildalnum eru fleiri góðar hugmyndir en fólk til þess að framkvæma þær. Andrew Zolli, framkvæmdastjóri PopTech­ ráðstefnunnar Hönnuðir gera tækni að­ gengilega að einhverju leyti og magna og efla mannkynið. Hönnuðir eru færir um að taka okkur út úr ákveðnu sam hengi. Hönnun spyr spurninga um eðli þeirra kerfa sem hún er í. … Reykjavík gæti verið alþjóðlegur höfuðstaður frumleikans. Það sem við höfum gert er að koma með fólk frá ölllum heimshornum til þess að velta fyrir sér mikilvægum spurningum um þolgæði. Það er mikilvægt og tímabært umræðuefni. Það sem við teljum mikil­ vægt er að Ísland getur orðið að miðstöð al þjóðlegrar nýsköpunar. Ísland er staður fyrir fólk til þess að skilja hvaða nýsköpun verður mikilvæg fyrir framtíðina. Brian Singerman, – hluthafi í framtaksfjárfestingar­ sjóðnum Founders Fund Spurningin um af hverju fjárfestar ættu að fjár­ festa í sprotafyrirtækjum er réttlát og ég fæ hana oft. Fjárfestar ættu að fjárfesta í teymi og framtíðarsýn sem þeir trúa á. Ef þeir gera það getur þeim ekki mistekist. Ef þú fjár­ festir í sprotafyrirtæki einungis til þess að verða ríkur á einni nóttu mun þér mistakast. Ef fjárfestingin leiðir hins vegar til einhvers sem skiptir þig virkilega miklu máli, eins og að lækna krabbamein, mun þér ekki mis­ takast. Að gera hluti sem þú virkilega trúir á er meginástæðan fyrir árangri í þessum geira. Fjárfesting í sprotafyrirtækjum er allt of áhættusöm ef þú trúir ekki á teymið og framtíðarsýnina og þú ert einungis að fjár­ festa til þess að fjárfesta. Ég vona að þetta sé skýrt, þetta er meginástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri. … Það er svo mikilvægt fyrir frumkvöðla að trúa á sjálfa sig og teymið þegar enginn annar gerir það. Það getur verið einmanalegt að vera frumkvöðull. En bestu fyrirtækin eru alltaf þau sem aðrir segja um „það er engin leið að þú getir gert þetta!“ og svo sýna þau að gagnrýnendurnir hafa rangt fyrir sér. ERLENdiR FRUmkVöðLaR Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Kringlunni 7, 3. hæð 103 Reykjavík www.nsa.is nsa@nsa.is Nýsköpunarsjóður tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.