Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 63
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 63
Árlega fjárfestir Marel sem samsvarar
57% af veltu fyrirtækisins í rannsóknar
og þró unarstarfi, sem er hæsta hlutfall sem
fyrir finnst í greininni
Með nýsköpun
í genunum
heim allan og af þeim fjölda
starfa um 500 manns við rann
sóknir og þróun. Nýsköpun
sprett ur úr samstarfi við við
skipta vini og markmið Marels
er að tryggja að nýjar vörur
og lausnir fyrirtækisins uppfylli
síbreytileg ar þarfir þeirra. Þetta
segir Sigsteinn hafa reynst afar
vel og sem dæmi hlaut Marel
nýverið verðlaun í nýsköpunar
keppni fyrir nýtt vinnslukerfi
sem eykur sjálfvirkni í framleiðslu
á laxabitum fyrir smásölupakkn
ingar. Var kerfið þróað í sam
starfi við norsku laxavinnsluna
Nordlaks Pro ducter AS.
„Þá höfum við einnig þróað
okkar eigin hugbúnað, Innova,
sem nýtist vel í tengslum við
tækjabúnaðinn. Áhersla á
nýsköpun og vöruþróun hefur
reynst vel og skapað okkur
samkeppnisforskot á krefjandi
markaði,“ segir Sigsteinn.
Margvíslegar nýjungar
og tæknilegar lausnir
Eldar Ástþórsson:
eve valkyrie leikurinn hófst sem tilraunaverkefni
nokkurra starfsmanna okkar, þar sem tilgangurinn
í fyrstu var að búa til skemmtilega upplifun fyrir
gesti á eve fanfest-hátíð okkar í Reykjavík.
Eldar Ástþórsson, upplýs ingafulltrúi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem
stofnað var árið 1997, segir
nýsköpun og þróun nýrra hug
mynda lykilþátt í starfsemi fyrir
tækisins og vöruþróun. Fyrsti
tölvuleikur CCP, fjölspilunarleik
urinn EVE Online, hefur t.a.m.
verið í stöðugri þróun allt frá
því að hann kom út árið 2003.
„Reglulegar nýjungar og við
bætur sem við höfum þró að og
gefið út fyrir leikinn eru helsta
ástæða þess að EVE Online
er í dag, tíu árum eftir útgáfu,
enn að stækka og eflast. Í ár
eru áskrifendur leiksins fleiri
en nokkru sinni fyrr, eða um
500.000 talsins. Við framleiðum
heima sem eru vettvangur
fólks til upplifunar, afþreyingar
og samskipta. Viðbæturnar
við EVE Online fela vissulega
í sér ýmsar lagfæringar sem
nauðsynlegt er að ráðast í frá
ári til árs – en líka margvíslegar
nýjungar, tækni legar lausnir og
byltingar kenndar hugmynd
ir. Útgáfa ann ars tölvuleiks
okkar, DUST 514, sem kom út
núna í maí, er dæmi um nýja
hugmynd sem ekki hefði verið
hægt að koma í framkvæmd
nema með nýjum tæknilegum
lausnum,“ segir Eldar.
Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi tölvuleikjafyrirtækisins CCp, segir mikilvægt að stunda tilraunastarfsemi.
CCP