Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 63

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 63
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 63 Árlega fjárfestir Marel sem samsvarar 5­7% af veltu fyrirtækisins í rannsóknar­ og þró unarstarfi, sem er hæsta hlutfall sem fyrir finnst í greininni Með nýsköpun í genunum heim allan og af þeim fjölda starfa um 500 manns við rann ­ sóknir og þróun. Nýsköpun sprett ur úr samstarfi við við ­ skipta vini og markmið Marels er að tryggja að nýjar vörur og lausnir fyrirtækisins uppfylli síbreytileg ar þarfir þeirra. Þetta segir Sigsteinn hafa reynst afar vel og sem dæmi hlaut Marel nýverið verðlaun í nýsköpunar­ keppni fyrir nýtt vinnslukerfi sem eykur sjálfvirkni í framleiðslu á laxabitum fyrir smásölupakkn­ ingar. Var kerfið þróað í sam­ starfi við norsku laxavinnsluna Nordlaks Pro ducter AS. „Þá höfum við einnig þróað okkar eigin hugbúnað, Innova, sem nýtist vel í tengslum við tækjabúnaðinn. Áhersla á nýsköpun og vöruþróun hefur reynst vel og skapað okkur samkeppnisforskot á krefjandi markaði,“ segir Sigsteinn. Margvíslegar nýjungar og tæknilegar lausnir Eldar Ástþórsson: eve valkyrie leikurinn hófst sem tilraunaverkefni nokkurra starfsmanna okkar, þar sem tilgangurinn í fyrstu var að búa til skemmtilega upplifun fyrir gesti á eve fanfest-hátíð okkar í Reykjavík. Eldar Ástþórsson, upp­lýs ingafulltrúi tölvuleikja­fyrirtækisins CCP, sem stofnað var árið 1997, segir nýsköpun og þróun nýrra hug ­ mynda lykilþátt í starfsemi fyrir ­ tækisins og vöruþróun. Fyrsti tölvuleikur CCP, fjölspilunarleik­ urinn EVE Online, hefur t.a.m. verið í stöðugri þróun allt frá því að hann kom út árið 2003. „Reglulegar nýjungar og við­ bætur sem við höfum þró að og gefið út fyrir leikinn eru helsta ástæða þess að EVE Online er í dag, tíu árum eftir útgáfu, enn að stækka og eflast. Í ár eru áskrifendur leiksins fleiri en nokkru sinni fyrr, eða um 500.000 talsins. Við framleiðum heima sem eru vettvangur fólks til upplifunar, afþreyingar og samskipta. Viðbæturnar við EVE Online fela vissulega í sér ýmsar lagfæringar sem nauðsynlegt er að ráðast í frá ári til árs – en líka margvíslegar nýjungar, tækni legar lausnir og byltingar kenndar hugmynd­ ir. Útgáfa ann ars tölvuleiks okkar, DUST 514, sem kom út núna í maí, er dæmi um nýja hugmynd sem ekki hefði verið hægt að koma í framkvæmd nema með nýjum tæknilegum lausnum,“ segir Eldar. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi tölvuleikjafyrirtækisins CCp, segir mikilvægt að stunda tilraunastarfsemi. CCP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.