Frjáls verslun - 01.07.2013, Side 66
66 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013
ingimar guðjón bjarnason, framkvæmdastjóri applicon.
Sigurinn er árangur af því sem við höfum ver ið að gera og þeirri framtíðarsýn sem við
höfum. Lausnin sem við lögðum
fram fyrir dómnefnd SAP er að
nota nýja tegund gagnagrunns
sem er settur undir bankakerfi
SAP. Gagnagrunnurinn geymir
öll gögn í minni og getur því
náð 10.000 sinnum meiri hraða
ásamt því að einfalda kerfis
hög un og lækka kostnað. Þessi
lausn þróaðist út frá vinnu okkar
við nýjan gagnagrunn sem kall ast
SAP HANA en einnig tengj
um við lausnina við sérhæfð
skýrslu gerðartól frá SAP Busines
Objects. Gagnagrunnar sem
þess ir eru nú að ryðja sér til
rúms og telja fagaðilar á borð
við Gartner að eftir áratug verði
þeir allsráðandi og hefðbundnir
gagnagrunnar verði horfnir,“
segir Ingimar Guðjón Bjarnason,
framkvæmdastjóri Applicon.
Alls tóku fjörutíu fyrirtæki þátt
í keppninni að þessu sinni frá
löndum víðs vegar um Evrópu,
MiðAusturlönd, Asíu og Afríku.
Framundan hjá Applicon er nú
að vinna úr og afhenda lausnina
en auk 80.000 evra í vinningsfé
hlýtur fyrirtækið aðstoð frá sér
fræðingum og markaðsfólki SAP
sem Ingimar segir jafndýrmætt
og fjárhagslega stuðninginn.
Kraftur í nýsköpun
„Okkar viðskipti ganga út á að
sinna stöðugri nýsköpun enda
örar og spennandi breytingar
á okkar starfssviði. Síðastliðin
tvö ár höfum við sett sérstak
lega mikinn kraft í nýsköpun og
verjum í dag um 20% af veltu
okkar í nýja þróun og þekkingar
öflun. Upp úr þessu hefur orðið
til nýyrðið „fagdjörf“ sem lýsir
því að við störfum á faglegan og
djarfan hátt hvað varðar nýjungar
en án þess að taka óþarfa
áhættu. Fagdjörf er eitt af gildum
fyrirtækisins í dag auk þess sem
það að vera hluti af Nýherja og
TM Software gerir okkur „sam
sterk“. Þá keppum við einnig að
því að veita yfirburðaþjónustu
sem við köllum „þjónustufram
sýni“. Þessar áherslur gera
samstarfið okkar á milli gríðar
lega verðmætt og skemmtilegt,“
segir Ingimar.
Telur þú sprotaumhverfið
hagkvæmt í dag?
„Það er tiltölulega gott fyrir
upplýsingatæknifyrirtæki enda
eru Íslendingar nýjungagjarnir
og starfsfólk reiðubúið að takast
á við nýjungar. Þótt markaðurinn
sé lítill og örli á skorti á djúpri
þekkingu tel ég þó ekkert eiga
að standa í vegi fyrir þeim frum
kvöðlum sem leggja sig fram
af krafti og ástríðu. Eins hafa
minni fyrirtæki á þessu sviði notið
stuðnings t.a.m. frá Rannís,“
segir Ingimar.
„síðastliðin tvö ár
höfum við sett sér
staklega mikinn kraft
í nýsköpun og verj
um í dag um 20%
af veltu okkar í nýja
þróun og þekkingar
öflun.“
Fagdjörf, samsterk og
þjónustuframsýn
applicon ehf. bar nýverið sigur úr býtum í alþjóðlegri nýsköpunarsamkeppni saP í Þýska
landi. saP er leiðandi framleiðandi á viðskiptahugbúnaði en applicon sérhæfir sig í ráðgjöf,
þjónustu og þróun lausna fyrir saP, vigor og microsofthugbúnað.
A p p l i c o n e h f .
stofnár: 2005
stofnendur: nýherji hf.
viðskiptahugmyndin: Bylting á uppbyggingu kjarnakerfa banka
sem býður upp á meiri hraða, einfaldari kerfishögun og öflugri
skýrslugerð.
markmið fyrirtækisins: að efla viðskiptavini til að ná markmiðum
sínum með viðskiptahugbúnaði í fremstu röð, faglegri ráðgjöf og
þjónustu.
Texti: María Ólafsdóttir Mynd: Geir Ólafsson
í rótgrónum fyrirtækum
Nýsköpun