Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 67

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 67
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 67 Öflugt nýsköpunar­umhverfi þrífst á þátt töku margra, t.d. fræði manna, frum­ kvöðla og stjórnenda fyrirtækja,“ segir Margrét Ormslev Ás geirs ­ dóttir sérfræðingur ný sköp unar ­ þjónustu Lands bank ans. „Við vildum tefla þessum hóp um saman og gerðum það haustið 2012 á ráðstefnunni Ice­ land Innovation UnConference í samstarfi við Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership Council. Þar tókst að leiða saman um 200 manns, fólk sem ekki á alla jafna kost á að ræða saman um hugmyndir sem orðið geta kveikja að nýjum fyrirtækj um í framtíðinni. Við vorum mjög ánægð með hvernig til tókst á síðasta ári og ætlum að endurtaka leikinn 9. nóvember. Á ráðstefnunni ráða þátt takendur sjálfir umræðuefn­ unum og allir sem mæta eiga þess kost að fá svör við þeim spurningum sem helst brenna á þeim, hvort sem er í umræðu­ hópum eða einkaviðtölum við sérfræðinga. Í ár verður að auki hægt að hefja umræðuna og kynnast öðrum þátttakendum eða leiðbeinend um á Facebook áður en að viðburðinum sjálfum kemur.“ Gerum „eitthvað annað“ Þetta er eitthvað annað er verðlaunasamkeppni Matís og Lands bankans á sviði matvæla­ og líft0ækni sem haldin er í fyrsta sinn í haust. Aðstandendur binda miklar vonir við þessa keppni,“ segir Margrét. Höfundar bestu hugmyndanna fá fjölbreytta fræðslu og þjálfun í áætlana­ gerð og innsýn í þróunar­ og framleiðsluferla í matvæla­ og líf tækniiðnaði. Sigurvegarinn fær síðan vegleg peningaverðlaun auk aðstoðar frá Matís við áfram haldandi þróunar sinnar hug myndar. Þróunarsjóður í ferðaþjón ustu Margrét bendir einnig á að Lands bankinn og atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneyti standi saman að Þróunarsjóði til að hvetja og styrkja ný verkefni og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Til gangurinn sé að auka við af þreyingu um allt land og á öll um árstímum þannig að arð ­ semi ferðaþjónustunnar aukist. Þróunarsjóðurinn hefur þegar styrkt 32 verkefni um 70 milljónir króna og næst verður úthlutað 35 milljónum króna úr sjóðn­ um. Umsóknarfrestur er til 23. október. Fjölbreyttur stuðningur „Við leggjum áherslu á fjölbreytni, á grasrótina og fræðslu,“ segir Margrét. „Við teljum að þessi hug myndafræði okkar hafi þegar skilað árangri og það hefur verið virkilega ánægjulegt að sjá hugmyndir, sem eiga upphaf sitt í viðburðum eða styrkjum á vegum bankans, eflast og verða að veruleika.“ Önnur stór verkefni: Samfélagssjóður hefur á síð ustu tveimur árum veitt 30 millj ónir króna í nýsköpunarstyrki til 53 verkefna. Í nóvember verður úthlutað 15 milljónum til viðbótar. Landsbankinn styrkir ÚTÓN og tekur þátt í nokkrum verkefnum til að styðja útflutning á íslenskri tónlist. Lánatryggingasjóðurinn Svanni, sem ætlað er að styðja við hugmyndir kvenna, var endur­ reistur í samstarfi við Landsbank­ ann. Lánað hefur verið í tíu verkefni. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun október. Landsbankinn hélt, ásamt Klak ­Innovit, Atvinnu­ og ný ­ sköp unarhelgar um allt land á árunum 2011­2013. Hundruð einstaklinga og fyrirtækja tóku þátt í þeim og tæplega 200 nýjar hugmyndir litu dagsins ljós. Framhaldsverkefni eru stærri vinnusmiðjur sem bera nafnið Startup Weekend, sú næsta í október. Landsbankinn er meðal bak ­ hjarla Nýsköpunarkeppni grunn skólanna og býður fram­ halds skólum upp á frumkvöðla ­ fræðslu. Landsbankinn hefur frá árinu 2008 verið einn aðalbakhjarl Gulleggsins – frumkvöðla keppni Klaks­Innovit. Landsbankinn heldur úti fræðslu vef og nýsköpunar ­ þjón ustu. Hátt í hundrað frum kvöðl ar hafa notið beinnar að stoðar sérfræðings nýsköp­ unar þjón ustu og enn fleiri fengið aðstoð í gegnum netfangið nyskopun@landsbank inn.is eða á vefnum. Yfir 5.000 heimsóknir eru skráðar frá opnun. Landsbankinn styrkir fram úr ­ skar andi frumkvæði á þessu sviði, t.d. gerð heimilda myndar­ innar The Startup Kids. „við teljum að þessi hugmyndafræði okk­ ar hafi þegar skilað árangri.“ Stuðningur við nýsköpun hefur stóraukist stuðningur við nýjar hugmyndir og þróun þeirra er hluti af stefnu landsbankans. Ákveðið var árið 2010 að styðja sérstaklega við bakið á frumkvöðlum og nýsköpun í takt við nýja stefnu og frá þeim tíma hefur stuðningur við nýsköpun verið stóraukinn. L a n d s b a n k i n n Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson Leggjum áherslu á fjölbreytni, segir margrét ormslev Ásgeirs- dóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.