Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 72

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 72
72 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Okkur fannst athyglis­vert hversu miklu af kísli er veitt aftur út í sjó án þess að nokkuð sé gert við hann og sá um fljótt að við vildum geta þróað verkefnið okkar lengra áfram,“ segir Fida en upphaflega viðskiptahugmyndin var sú að skapa verðmæti úr affallsvatni jarð varmavirkjana og leggja sérstaka áherslu á nýtingu jarð hitakísilsins sem finnst í jarð hitavökvanum. Síðar kom í ljós að langhæsta kílóverð fyrir kísil fæst ef hann er notaður sem fæðubótarefni eða í heilsuvör ur. Því var ákveðið að hefja vöru þróun á fæðubótarefni í formi kísilsvif­ vökva frekar en að fram leiða kísil til iðnaðarnota, en Fida segir slíkan markað vera ört stækk andi. „Við vöruframleiðslu fyrirtækis­ ins eru notuð steinefni í jarðhita­ vökva og vökvinn sjálfur til að búa til vörur til inntöku en ekki til notkunar útvortis, sem er nýjung í slíkri framleiðslu. Einnig höfum við bætt við nýrri vöru sem verð ur kísilríkt og steinefnaríkt drykkjar vatn unnið úr affallsvatni Hellisheiðarvirkjunar með því að hreinsa arsen úr því og blanda það með ferskvatni,“ segir Fida. Stuðningur nýsköpunar­ samfélags Síðastliðið haust hlutu þau Fida og Burkni verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði sem mun tryggja fyrirtækinu fjármagn næstu þrjú árin og segir Fida miklu muna að hljóta slíkan styrk til að stíga fyrstu skrefin. Fyrirtækið er til húsa í frumkvöðla setrinu Eldey, sem er hluti nýsköpunarsamfé­ lagsins í Ásbrú, og segir Fida þau Burkna einnig hafa notið mikil stuðnings þaðan. „Í Eldey er ýmis þjónusta í boði fyrir frumkvöðla. Þar fengum við t.d. aðstoð við að sækja um aðra styrki og sóttum fyrirlestur um það að stofna fyrirtæki. Slíkur stuðningur er nauðsynlegur í frum kvöðlastarfi,“ segir Fida og bætir við að í slíku starfi verði fólk að taka áhættu til að byrja með, trúa á hugmyndina og að eitthvað verði úr henni. Hún mælir með að fólk geri eitthvað úr góðum hugmyndum því þann­ ig megi í raun byggja upp betri framtíð fyrir Ísland en skyldi hún telja sprotaumhverfið hagkvæmt á Íslandi í dag? „Já, ég tel að umhverfið í dag sé frekar hagstætt fyrir frum­ kvöðla enda töluvert af nýsköp­ unarstyrkjum í boði og má þar sérstaklega nefna Tækniþróunar­ sjóð, auk bankanna og Ný­ sköpunarmiðstöðvar Íslands. Sumt mætti þó bæta töluvert, t.a.m. mætti ríkisstjórnin íhuga að afnema tryggingargjaldið fyrir sprotafyrirtæki sem eru að mestu rekin með styrkjum,“ segir Fida. „síðastliðið haust hlutu þau Fida og Burkni verkefnisstyrk frá tækniþróunar­ sjóði sem mun tryggja fyrirtækinu fjár magn næstu þrjú árin.“ Lokaverkefni varð að sprotafyrirtæki Fida abu libdeh og Burkni Pálsson stofnuðu ásamt Ögnum ehf. fyrirtækið geosilica iceland ehf. í framhaldi af námi í orku­ og umhverfistæknifræði hjá keili. G e o S i l i c a stofnár: 2012. stofnendur: Fida abu libdeh og Burkni Pálsson ásamt Ögnum ehf. viðskiptahugmyndin: að nýta kísilríkt affallsvatn jarðvarmavirkj­ ana til að framleiða hágæða kísilheilsuvörur úr 100% náttúrulegum íslenskum jarðhitakísli án aukaefna. markmið fyrirtækisins: að verða arðbært fyrirtæki með algjöra sérstöðu á markaðnum með kísiltengdar heilsuvörur. Texti: María Ólafsdóttir Mynd: Geir Ólafsson Fida abu Libdeh stofnaði geoSilica ásamt burkna pálssyni og ögnum ehf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.