Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 84

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Marel og Hampiðjan eru sem fyrr stærstu tæknifyrirtæki sjávarklasans á Íslandi. Marel er þekktasta dæmið um fyrir tæki sem sprottið hefur upp í tengslum við sjávarútveginn hér á landi og með tíman um vaxið mikið, breikkað vöruúrval sitt veru lega og hafið útflutning og vöxt á erlendri grundu. Samanlögð hlutdeild í heildarveltu Marels og Hampiðjunnar sem rekja má til sjávarútvegs og fiskeldis hér á landi nam alls um 58% af þeim 66 milljörðum sem tæknigeiri sjávarklasans velti á árinu 2012. Í töflu 1 má sjá lista yfir 20 stærstu tækni ­ fyrirtækin í sjávarklasanum á Íslandi 20 stæRstu tæknifyRiRtækin í sjÁvaRklasanum Á íslandi: 1. Marel hf. 2. Hampiðjan hf. 3. Skaginn hf. 4. Ísfell ehf. 5. Héðinn hf. 6. Kælismiðjan Frost ehf. 7. Prentsmiðjan Oddi hf. 8. Promens Dalvík ehf. 9. Samhentir kassagerð ehf. 10. Wise ehf. 11. Trefjar ehf. 12. Naust Marine ehf. 13. Vaki Fiskeldiskerfi hf. 14. PromensTempra ehf. 15. 3X technology ehf. 16. Baader Ísland ehf. 17. Samey ehf. 18. Marorka ehf. 19. Valka ehf. 20. Sjóvélar ehf. Í tæknigeira sjávarklasans eru einnig mörg lítil og ung fyrirtæki. 13% veltuaukning milli ára er athyglisverð og til marks um talsverða grósku á þessu sviði hérlendis. Tæknigeira sjávarklasans tekst þannig að vaxa langt umfram sjávarútveginn sjálfan hér á landi og er vöxtur þeirra í aðra rönd­ ina knúinn af auknum útflutningi, einkum til nærmarkaða. Tækifæri til sóknar virðast mikil en smæð fyrirtækjanna og takmörkuð þekking á markaðs­ og sölumálum á erlendum mörk ­ uðum aftrar þeim talsvert auk þess sem svig ­ rúm til nýrra fjárfestinga og áhættusamra þróunarverkefna hefur einnig staðið nokkr um þeirra fyrir þrifum. Klasa sam ­ starf tæknifyrirtækja sjávarklasans getur skapað grundvöll fyrir frekari vexti, stór ­ tækari þróunarverkefnum og samstarfi í markaðssetningu erlendis, en öflugt sam starf við útgerðir og fiskvinnslur er einnig afar mikilvægt í þessu samhengi. Sterk tengsl tæknifyrirtækja við einstaka útgerðir og fiskvinnslur hafa oft á tíðum reynst mörgum þeirra sérstaklega vel í uppbyggingu sinni og vöruþróun. Vísir að öflugu klasasamstarfi nokkurra tæknifyrirtækja sjávarklasans er nú starf ­ ræktur undir nafninu Green Marine Technology. Markmið verkefnisins er að kynna umhverfisvænar, orkusparandi og hagkvæmar nýjungar tæknifyrirtækjanna og vinna sameiginlega að markaðssetningu þeirra. Markmið verkefnisins er ennfrem­ ur að fá útgerðir og vinnslur til að taka meiri þátt í þróun og prófunum á um ­ hverfisvænum og orkusparandi tækninýj­ ungum í veiðum og vinnslu. Tæknifyrirtæki sjávarklasans í líftækni og annarri fullvinnslu Þar sem sjávarútvegurinn býr við náttúru­ legar auðlindatakmarkanir felst eitt helsta vaxtartækifæri sjávarklasans í bættri nýt­ ingu hráefna og vinnslu aukaafurða. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs, en úr umræddu hráefni er oft á tíðum hægt að framleiða verðmætar vörur. Sem dæmi um framleiðslumöguleika aukaafurða má nefna lyf og lækningarvörur, snyrtivörur, bragðefni, prótein og önnur fæðubótarefni, dýrafóður og áburð. Fyrir framtíð og þróun sjávarútvegs á Íslandi er mikilvægt að auka framleiðslu verðmætra vara úr aukaafurðum. Líftækni og rannsóknir gegna lykilhlut verki í bættri nýtingu aukaafurða og hámörkun virðis veidds afla. Undanfarið hefur orðið mikil vitundarvakning á þeim tækifærum sem felast á þessum svið um og út frá þeim hafa margs konar líftæknifyrirtæki orðið til. Umrædd fyrir tæki nota sérþekkingu sína til að einangra lífvirk efni úr sjávarlífverum og framleiða úr þeim verðmætar afurðir. Með líftæknirannsóknum má þannig skapa fjölmörg tækifæri til vöruþróunar og verð ­ mæta sköpunar. Í dag eru vel á annan tug líftæknifyrirtækja í sjávarklasanum á Íslandi. Starfsemi þeirra er fjölbreytt og má þar nefna framleiðslu ýmissa lyfja og lækningavara, snyrtivara og fæðubótarefna. Greining Íslenska sjávar ­ klasans sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012, sem samsvarar um 4% vexti frá árinu áður. Taka skal fram að í tilfelli Lýsis hf er eingöngu meðtekinn sá hluti veltu fyrir ­ tækisins sem viðkemur starfsemi sem fellur undir líftækni samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, en hinn hluti veltu fyrirtæki ­ sins kemur til vegna starfsemi sem fellur utan við líftæknisviðið. Í töflu 2 má sjá lista yfir fimm stærstu líftæknifyrirtæki sjávarklasans á Íslandi. fimm stæRstu líftæknifyRiRtæki sjÁvaRklasans Á íslandi: 1. Lýsi 2. Stofnfiskur 3. Primex 4. BioPol 5. Zymetech Verð Magn LYF HEILSuFæðI SNYrTIVÖrur FæðuBÓTAEFNI MATVæLI dýrAFÓður HrÁEFNI SJÁVaRkLaSiNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.