Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 97

Frjáls verslun - 01.07.2013, Qupperneq 97
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 97 Kauphöllin sýnir mátt sinn: Reginn leggur fram yfirtökutilboð Segja má að nú fyrstu daga september hafi Kauphöllin sýnt mátt sinn og megin og markaðurinn fengið að sjá að það skiptir máli að vera með skráð félag. Fasteignafélagið Reginn hf. lagði þá fram tilboð í 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi hf. Tilboðið nær til allra hlut hafa, þó þarf að lágmarki samþykki 68% eigenda hlutafjár í félaginu. Kauptilboðið miðast við að greitt verði fyrir allt hlutafé í fé ­ laginu með nýju hlutafé í Regin hf., að nafnverði 603 milljónir króna. Gangi viðskiptin eftir og allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. verði keypt mun það þýða að nýir eignarhlutir í Regin hf. sem gefnir verða út vegna kaupanna munu nema u.þ.b. 32% af heildar hluta­ fé félagsins. Eftir bankahrun hafa öll fast­ eignafélög landsins verið í endur skipulagningu sem að mestu gekk út á að sníða skuldir að rekstrarhæfi þeirra. Um leið var ljóst að samþjöppun var væntanleg því hvergi á hagræði stærðarinnar betur við en í fasteignafélögum. Og nú sjáum við Regin nýta kosti þess að vera fyrst fasteignafélaga til að ná skráningu í Kauphöllina. Grein­ ingardeild Íslandsbanka benti á að það hefur verið „vandamál“ Regins hversu lítið það er og hlutfallslegur rekstrarkostnaður verið hærri en stjórnendur hafa sætt sig við. Með kaupum á hlutafé Eikar, sem og betri nýt­ ingu fasts kostnaðar, mun stærð félagsins ná þeim viðmiðum sem stjórnendur þess hafa sett fram, sem er um 300 þúsund fermetrar. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvernig hluthafar Eikar bregðast við en það hlýtur að móta hug þeirra að þeir fá til þess að gera seljanleg verðmæti með því að taka við skráðum hlutabréfum sem greiðslueyri. Nú sjáum við Regin nýta kosti þess að vera fyrst fasteigna­ félaga til að ná skráningu í Kaup­ höllina. Eimskip: Uppgjör það sem Eimskip sýndi á fyrri helmingi ársins hefur farið illa í fjárfesta og bréf félagsins hafa lækkað hratt. Þau eru farin að nálgast ískyggilega mikið skrán­ ingargengi félagsins en Eimskip var skráð á markað á genginu 208 síðasta haust. Margt bendir þó til þess að rekstur félagsins sé í lagi. Fjármagnsuppbygging þess er að stórum hluta byggð á eigin fé, sem þýðir að félagið er betur í stakk búið til að takast á við verulegar efnahagsþreng­ ingar. Það eru einfaldlega gríðarlegar væntingar um gengi hlutabréfa félagsins. Um uppgjörið er það að segja að þó að Eimskip næði að auka veltu samanborið við síðasta ár, þrátt fyrir almennan samdrátt, dróst framlegð saman, eða um 20%. Hagnaður var ekki nema um það bil fjórðungur af hagn­ aði annars ársfjórðungs ársins 2012. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld dregst þó ekki jafnmikið saman, eða um fjórðung. Af því leiða menn rök að því að grunnrekstur félagsins sé í lagi. Það vantar bara meira að gera á Íslandi en þaðan fær félagið um 50% af sínum tekjum. Már Wolfgang Mixa, fjármála­ fræðingur og doktorsnemi, hefur lengi rýnt í rekstur Eim skipafélagsins. Már segir skoðun sína ekki hafa breyst varðandi gengi á hlutabréfum Eimskips. „Þau eru að mínu mati enn hátt metin. Ef ytri aðstæður lagast gæti mat mitt breyst en fram að því held ég mig við fyrra mat. Það er því ekki rekstur Eimskips sem er í ólagi, ef ólag mætti kalla, heldur einfaldlega það að of miklar væntingar eru innbyggðar í gengi hlutabréfa þess.“ „Of miklar væntingar eru innbyggðar í gengi hlutabréfa Eimskips.“ – Már Wolfang Mixa. Óskabarn í ólgusjó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.