Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 100

Frjáls verslun - 01.07.2013, Page 100
100 FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 Einstaklingur vinnur eina milljón í lottói. Hvernig væri vænlegt fyrir hann að ávaxta vinninginn? Ekki er til nein örugg formúla fyrir því. En Frjáls verslun stillir hér upp lauslegum og almennum dæmum, án þess þó að fara mjög djúpt í umræðuna. Hafa þarf í huga á hvaða aldri vinningshaf­ inn er og hver sé vilji hans og geta til að taka áhættu. Myndi það t.d. hafa einhver keðju­ verkandi áhrif á fjárhagsstöðu hans að tapa þessum peningum? Þá þyrfti að hafa í huga hvort markmiðið sé að ávaxta vinninginn eða varðveita hann. Ef vinningshafinn skuldar talsvert gæti verið hagkvæmt fyrir hann að greiða niður lán – svo ekki sé talað um ef hann er með lausaskuldir eins og yfirdrátt. Óskráða reglan er sú að eftir því sem fólk er eldra þeim mun líklegra er að það greiði niður skuldir. Við gefum okkur að vinningshafinn sé um fimmtugt og sæmilega stæður fjárhagslega, hann lendi ekki í slæmum fjárhagsvandræð­ um ef hann tapar peningunum og hann segi ráðgjafa sínum að markmið hans sé fyrst og fremst að ávaxta þessa peninga skynsam­ lega til þriggja ára eða lengur – en lágmarks­ binditími á verðbréfareikningum bankanna er 36 mánuðir. Nokkrar umræður hafa orðið um það hvort eignabóla sé á hlutabréfamarkaði og hvort ekki sé orðið of seint að fara inn á þann markað núna þar sem hækkanir á gengi hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum séu orðnar of miklar. Með öðrumn orðum að menn séu búnir að missa af lestinni. Um þetta eru skiptar skoðanir. Margir telja að íslenski hluta­ bréfamarkaðurinn eigi eftir að styrkjast með komu nýrra skráðra félaga inn á markaðinn á meðan aðrir óttast að einhvern tíma taki að eftirspurn í heiminum aukist að einhverju ráði, en íslenskt atvinnulíf tekur mið af því. Vilji vinningshafinn okkar skoða allt búðar­ borðið í bönkunum stæðu honum eftirfarandi kostir í boði: Innlán, lausafjársjóðir, ríkisskulda­ bréf, hlutabréf, skuldabréfasjóðir, hlutabréfa­ sjóðir eða blandaðir sjóðir sem fjárfesta í öllum fyrrgreindum kostum eftir því sem sjóðstjórar telja vænlegast hverju sinni. Vinningshafinn okkar vinnur eina milljón í lottói. hvernig á hann að ávaxta féð? FJÁRmÁL Einstaklingur vinnur eina milljón í lottói. Hvernig væri vænlegt fyrir hann að ávaxta vinninginn? ef þú ynnir eina milljón í lottói? TILBúINN TIL Að BINDA Féð Í ÞRJú TIL FJÖGuR áR TexTi: jón G. HauKsson VArFærINN Til dæmis: 1. um 300 þús. kr. í blandaða sjóði sem þó eru með meirihluta eignasafns í hlutabréfum. Ath. eins og áður að vægi hlutabréfa í blönduðum sjóðum getur breyst á milli mánaða eftir eignastýringu þeirra. Þeir hafa skilað 6 til 8% raunávöxtun á ári undanfarin þrjú ár. 2. um 300 þús. kr. í ríkisskuldabréfasjóði til nokkurra ára. Ávöxtun hefur verið góð síðustu ár en hefur þó verið minni það sem af er ári. Áxtunarkrafa íbúðabréfa til langs tíma er um þessar mundir 2,5 til 2,8% raunávöxtun. 3. um 300 þús kr. inn á bundna verðtryggða reikninga bank­ anna. Þeir bera um 1,7% raunvexti á ári m.v. 36 mánaða binditíma og upp í 1,9% miðað við lengri binditíma. 4. um 100 þús kr. inn á venjulegan sparireikning til að hafa borð fyrir báru komi einhver óvæntur kostnaður upp á. Reikningar bankanna eru óverðtryggðir en geta verið bundnir við nokkra daga og bera nafnvexti en bestu kjör fyrir upphæðir undir milljón eru í kringum 4% þessa dagana. ÁHæTTuSæKINN Til dæmis: 1. um 350 þús. kr. í blandaða sjóði sem fjárfesta bæði í hlutabréfum og ríkisskuldabréfum og eru t.d. með 55% til 60% af eignasafni sínu í hlutabréfum í dag. Hlutur hluta­ bréfa í blönduðum sjóðum getur breyst á milli mánaða eftir því sem sjóðstjórar telja vænlegast. Þeir hafa skilað 6 til 8% raunávöxtun á ári undanfarin ár, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, og kemur það ekki síst til af hækkun hlutabréfa á undanförnum þremur árum. 2. um 300 þús. kr. í hlutabréfasjóði sem fjárfesta ein­ göngu í hlutabréfum. Ávöxtun þar hefur verið góð upp á síðkastið. Vinningshafinn er þá með dreift eignarhald á flestum skráðum hlutabréfum á Íslandi. 3. um 350 þús. kr. inn á verðtryggða bankareikninga, sem bundnir eru til 36 mánaða. Verðtryggðir reikningar til 36 mánaðaa bera 1,7% raunvexti á ári. Nú, eða þá að kaupa í ríkisbréfasjóðum fyrir fjárhæðina en í því felst þó meiri áhætta vegna verðsveiflna á markaði vegna breyt­ inga á ávöxtunarkröfu bréfanna. Ávöxtun ríkisskulda­ bréfasjóða síðustu ára hefur verið mjög fín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.