Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 101

Frjáls verslun - 01.07.2013, Síða 101
FRJÁLS VERSLUN 7. 2013 101 Starfsmenn fyrirtækisins hafa skilning á að varan­legur hagvöxtur og sveigjanlegt hagkerfi með fjölbreytt sérfræðistörf verð­ ur ekki til án þess að hlúð sé að nýsköpun. „Á Íslandi eru of fáir framtaks­ sjóðir sem fjárfesta í fyrirtækjum sem enn eru á uppbyggingar­ stigi en hafa mikla möguleika á vexti síðar meir. Helst ber að nefna Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Frumtak en fjárfestingageta þeirra annar ekki þeim fjölmörgu verkefnum sem hagkerfið þarf á að halda til að markmiðum um hagvöxt í framtíðinni verði náð,“ segja þeir Sigþór Jónsson fram­ kvæmdastjóri og Helgi Júlíusson sjóðstjóri hjá Landsbréfum. „Fjárfestingar í sprotafyrirtækj­ um eru um margt ólíkar hefð ­ bundnum fjárfestingum og því annast oft sérhæfðir framtaks­ sjóð ir nýsköpunarfjárfestingar. Þar er að finna sérfræðinga með reynslu bæði úr heimi sprota ­ fyrir tækja og haldgóða fjár mála ­ þekkingu. Í rekstri sprotafyrirtækja skiptast oft á skin og skúrir og því mikilvægt að fjárfestar fylgi fjárfestingum í sprota fyrir tækjum með virkum hætti.“ Sigþór og Helgi benda á að stuðn ingur við nýsköpun frá hinu opinbera sé allnokkur og fyrir tæki hafi í auknum mæli lagt sitt af mörkum. „Umhverfi ný sköp unar þarf ekki bara að ýta undir skapandi hugsun og frum kvæði. Hlúa verður vel að góðum viðskiptahugmyndum og veita þeim nauðsynlegt aðgengi að fjármagni á öllum stigum. Þar kemur sérfræðiþekking og frum­ kvæði Landsbréfa sér vel.“ Landsbréf Icelandic Tour­ ism Fund I Á fyrri hluta ársins 2013 stofnuðu og fjármögnuðu Landsbréf fram ­ takssjóð sem ber nafnið Icelandic Tourism Fund I. Sjóðurinn er rúmlega tveir milljarðar króna að stærð og fjárfestir í verkefnum sem enn eru á upphafsstigum en eingöngu á sviði ferðaþjón ­ ustu. Fyrstu mánuðir í rekstri sjóðsins lofa góðu um framhaldið enda viðurkennt að mikil þörf er á stuðningi við uppbyggingu afþreyingar í ferðaþjónustu. Brunnur I „Landsbréf vinna nú að stofnun nýs sjóðs sem fengið hefur heit ið Brunnur I og er ætlað að taka virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum sprota­ og nýsköpunarfyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum. Til greina kemur að fjárfesta bæði í fyrirtækjum á klakstigi og þeim sem komin eru lengra og teljast vænleg til vaxtar og útrásar. Brunnur I hefur það markmið að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði þannig að þau skili ekki aðeins góðri ávöxtun til fjárfesta heldur leggi einnig sitt af mörkum til að bæta það sam ­ félag sem þau starfa í.“ Brunnur I mun fyrst og fremst fjárfesta á Íslandi en er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem nauðsynlegt er vegna útrás ar eða sóknar fyrirtækja í eigu sjóðsins á erlenda markaði. Sjóð urinn leggur áherslu á fjárfestingar þar sem líkur eru á miklum vexti en sérhæfir sig ekki í einstökum greinum. „Brunnur I á að gegna mikil­ vægu hlutverki við að miðla fjár magni inn í sprotafyrirtæki. Þó er ljóst, vilji menn tryggja betra aðgengi að fjármagni fyrir sprota ­ fyrirtæki, að fleiri aðgerðir þurfa að koma til. Má þar nefna eflingu og áframhald fyrirliggjandi sjóða en einnig stofnun nýrra sjóða til að fjölga þeim sem sjá hag í að fjárfesta í sprotafyrirtækjum.“ „Á íslandi eru of fáir framtaks sjóðir sem fjárfesta í fyrir­ tækjum sem enn eru á uppbygging ar­ stigi.“ Auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni landsbréf er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem leggur sig fram við að brúa bilið milli sparn aðar og fjármögnunar á öllum stigum íslensks samfélags. landsbréf hafa á stefnu skrá sinni að styðja með öflugum hætti við bakið á sprotafyrirtækjum og nýsköpun í landinu. Texti: Svava Jónsdóttir L a n d s b r é f Sigþór Jónsson framkvæmdastjóri og helgi Júlíusson sjóðstjóri hjá Landsbréfum. „með stofnun brunns i eru Landsbréf að ná því markmiði að vera hreyfiafl sem með virkri eignastýringu brúar bilið milli sparnaðar og fjármögnunar á öllum stigum íslensks samfélags.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.