Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 20
AGRIP GESTAFYRIRLESTRA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl ÁGRIP GESTAFYRIRLESTRA G 1 Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Niðurstöður á rann- sókn fyrstu 2300 þátttakendanna Vilniiinclur Guðnason Rannsóknastöð Hjartaverndar v.gudnason@hjarta.is Öldrunarrannsókn Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar banda- ríska heilbrigðisráðuneytisins (National Institute on Aging) er rannsókn á þeim þátttakendum í Reykjavíkurrannsókn Hjarta- verndar sem enn eru á lífi. Rannsóknin hefur hlotið nafnið AGES Reykjavik Study en AGES stendur fyrir Age, Gene/Environment Susceptibility. Alls hafa um 20 þúsund einstaklingar verið skoðaðir í Reykja- víkurrannsókn Hjartaverndar frá árinu 1967 og er áætlað að um átta þúsund verði teknir til rannsóknar í þessum áfanga. Innköllun þátttakenda hófst í september 2002 og í dag hafa hátt í fimm þúsund einstaklingar komið til rannsóknar. Itarleg úrvinnsla á gögnum frá 2300 fyrstu þátttakendunum stendur nú yfir og hafa ýmsar verulega áhugaverðar niðurstöður fengist. Kynntar verða niðurstöður frá flestum þátlum rannsóknar- innar: hjarta- og æðakerfi, heila og stoðkerfi. G 2 Viðgerð á tvíþátta DNA rofi með endurröðun Stefán Sigurðsson'. Patrick Sung: ’Dpt. of Molecular Medicine/Institute of Biotechnology, University of Texas Health Science Center at San Antonio, núverandi aðsetur: Cancer Research UK, London Research Institute, Clare Hall Laboratories, 2Dpt. of Molecular Biophysics and Biochemistry, Yale University Stefan. Sigurdsson@cancer. org. uk Allar frumur eru stöðugt undir ýmiss konar áreiti sem getur valdið skemmdum á erfðaefninu. Til þess að viðhalda stöðugleika erfðaefnisins er nauðsynlegt fyrir frumur að geta fjarlægt slíkar skemmdir. Þess vegna hafa frumur þróað mismunandi viðgerðar- leiðir til þess að fjarlægja mismunandi tegundir DNA skemmda. Sú DNA skemmd sem er ef til vill alvarlegust fyrir frumuna er tvíþátta rof þar sem báðir þættir DNA eru rofnir. Ef slíkt brot er látið óáreitt getur það leitt til frumudauða, getur valdið tapi á litningum, orsakað litningayfirfærslur og leitt til myndunar á krabbameinum. Tvær viðgerðarleiðir eru þekktar sem gera við brot af þessu tagi, DNA endurröðun (homologous recombina- tion) og endasamruni (non-homologous end joining). Genin sem taka þátt í DNA endurröðunarferlinu eru meðlimir RAD52 genafjölskyldunnar sem inniheldur meðal annars Rad50, Rad51, Rad51B, Rad51C Rad51D, XRCC2, XRCC3, Rad52, Rad54, Rad54B, Mrell og Nbsl. Auk þess hefur verið sýnt fram á að krabbameinsbæligenin BRCAl og BRCA2 taka þátt í þessu ferli, sem undirstrikar mikilvægi þess að rannsaka endurröðunarferlið og prótein sem taka þátt í því. Ég mun fjalla um lífefnafræðilegar rannsóknir sem leitast við að auka skilning okkar á þeim próteinum sem taka þátt í DNA endurröðun. Sérstaklega verður fjallað um lífefnafræðilega eigin- leika endurröðunarpróteinsins Rad51 auk annarra próteina sem taka þátt í ferlinu. G 3 Kæling sjúklinga eftir súrefnisþurrð í heila Felix Valsson G 4 Náttúruefni af norðurhjara. Lífvirk efni í fléttum, lyngi og sjávardýrum Kristín Ingóil'sdóttir Lyfjafræöideild HÍ kríng@hi.is Lífverur af norðlægum land- og hafsvæðum hafa lítið verið rann- sakaðar við leit að nýjum lyfjavirkum efnum. Lífverur sem lifa við erfið umhverfisskilyrði mynda hins vegar oft sérhæfð efni til vaxtar og verndar og geta slík efni haft eiginleika sem gera þau áhugaverð til skoðunar sem lyfjavirk efni. Þriðjungur lyfseðils- skyldra lyfja á rætur að rekja til náttúrunnar, einkum til lífvera sem lifa á suðlægum slóðum. Hlutur náttúruefna er misjafn eftir lyfjaflokkum, en sem dæmi má nefna að um 60% krabbameins- lyfja og 75% sýklalyfja eru unnin úr náttúruefnum. Fléttur, sem myndast við sambýli sveppa og þörunga mynda einstök efni sem ekki finnast í öðrum lífverum. Rannsóknir sem fram hafa farið við lyfjafræðideild Háskóla Islands, í samvinnu við innlenda og erlenda samstarfsaðila, hafa leitt í ljós að í íslenskum fléttum er að finna efni sem hindra vöxt sýkla, veira og illkynja frumna. Veiruhemjandi efni hafa til að mynda fundist sem liafa jafn öfluga verkun á RS (respiratory syncytial) veiru og veirulyfið ríbavírín, sem einkum er notað til meðhöndlunar á öndunarfærasýkingum af völdum veirunnar. Efni hafa jafnframt fundist sem hafa öflug áhrif á vöxt krabbameinsfrumna úr brjóstum, briskirtli og blöðruhálskirtli. Fléttuefni hafa fundist í íslensku lífríki sem hafa áhrif á frumur ónæmiskerfisins og önnur sem hindra virkni ensímanna 5- og 12-lípoxygenasa in vitro. Verið er að kanna hvort slík efni geta haft samlegðaráhrif á bólgusjúkdóma í dýrum. Vegna smæðar, hægfara vaxtar og umhverfissjónarmiða, henta fléttur sem villtvaxandi lífverur ekki til vinnslu nytjaefna í stórum stíl. Á undanförnum árum hafa hins vegar orðið mikilvægar framfarir á sviði frumu- og vefjaræktunar, erfðatækni og efnafræði sem skapa grundvöll til að hægt verði að vinna fléttuefni með hagkvæmum hætti í framtíðinni. Ofangreindar niðurstöður um virkni eru því ótvíræður hvati áframhaldandi rannsókna á þessu sviði. Að vítamínum undanskildum er tiltölulega lítið vitað um innihaldsefni íslenskra nytjaplantna. Við rannsókn á annars stigs efnum (secondary metabolites) í krækilyngi voru einangruð efni úr berjum og laufblöðum sem sýna bakteríuhemjandi virkni. Efnin voru prófuð gegn átta sjúkdómsvaldandi örverutegundum. Pau sýndu mesta virkni gegn Gram jákvæðum bakteríum, þar á meðal methicillín-ónæmum Staphylococcus aureus (MOSA) og 20 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað (01.12.2004)
https://timarit.is/issue/379554

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Tólfta ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991001275589706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað (01.12.2004)

Aðgerðir: