Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 77
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Hjá konum með meðgönguháþrýsting og meðgöngueitrun jókst endurtekningaráhættan með greiningu snemma á lokaþriðjungi meðgöngu og auknum alvarleika háþrýstingsins í fyrstu með- göngu (meðgönguháþrýstingur = OR 1,9; meðgöngueitrun = OR 5,55). Ofþyngd og þyngdaraukning >2 þyngdarstuðulseiningar (BMI) tvöfaldaði áhættu í næstu meðgöngu (OR 2,14 og 2,39) ef meðgönguháþrýstingur var í þeirri fyrstu. Alyktanir: Meðal kvenna með ættartengsl varðandi háþrýsting í meðgöngu eru endurtekin háþrýstingsvandamál algeng, einkum ef þau urðu snemma í fyrri þungun. Ofþyngd og mikil þyngdar- aukning milli þungana eru áhættuþættir hjá konum sem fengu meðgönguháþrýsting í fyrstu þungun. V 17 Breytingar á sómatíska geninu p53 í legslímuflakki með magnbundinni PCR raunaðferð Jón Torfi Gylfason1-2, Reynir Tómas Geirsson1-2, Vigdís Pétursdóttir3, Kristrún Benediktsdóttir1-3, Dianne Dang4, Joe Leigh Simpson4, Farideh Z. Bischoff4 'Læknadeild HÍ, 2kvennadeild og 3meinafræðideild Landspítala, 4Department of Obstetrics and Gynecology, Baylor College of Medicine, Houston, Texas, USA reynirg@landspilali. is Inngangur: Legslímuflakk einkennist af tilvist legslímuvefs, bæði kirtla og grunnvefs, utan við leghol og legvöðva. Sjúkdómurinn er góðkynja, en hefur ýmsa áþekka eiginleika og illkynja vefur. Tíðni sómatískra kjarnasýrubreytinga í æxlisbæligeninu p53 (17pl3;exon 1) voru metnar til að reyna að skýra slíka eiginleika nánar. Efniviður og aðferðir: Vefjasýni frá íslenskum (n=26) og banda- rískum (n=45) konum með legslímuflakk voru notuð. Islensku sýnin voru paraffínsneiðar frá 19 konum með sjúkdóminn (affect- ed matched cases) og sjö heilbrigðum konum. Bandarísku sýnin voru fersk sýni frá 17 konum með sjúkdóminn (matched cases) og 28 heilbrigðum konum. DNA einangrun og PCR greining var gerð til að magnákvarða fjölda afrita, bæði af p53 æxlisbæligeninu og GAPDH geninu (16p, viðmiðunargen). Niðurstöður: í legslímuflakksvefnum reyndist meðaltalsgildi afrita/tilraun 1,16 fyrir p53 í íslensku konunum og 3,46 í þeim bandarísku. Marktækur munur sást milli p53 gilda í viðmiðablóð- sýnum og í sjúkdómsvef í bandarískum konum (p=0,008), milli íslenskra og bandarískra sýna (p=0,007), en ekki í eðlilegum leg- slímuvef, hvorki í íslensku né bandarísku sýnunum (p=0,7). Alyktanir: Eins og áður hefur verið sýnt fram á virðast breytingar eða óstöðugleiki í p53 geninu á litningi 17 geta verið þáttur í mein- gerð legslímuflakks, líkt og í sumum krabbameinum. Mismunur milli þýðanna tveggja bendir til að skýra megi tilurð sjúkdómsins út frá þeim áhrifum sem umhverfísþættir geta haft á erfðaþætti. V18 Faraldsfræði legslímuflakks á íslandi yfir 20 ára tímabil Jón Torfi Gylfason1-2, Kristín Jónsdóttir. Guðlaug Sverrisdóttir1. Kristján Andri Kristjánsson1. ReynirTómas Geirsson1 'Kvennadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ reynirg@landspitali.is Inngangur: Algengi legslímuflakks er ekki þekkt með vissu. Greining byggir á skurðaðgerð (kviðarholsspeglun og/eða opinni aðgerð) og reynir á hæfni skurðlæknis í að greina vefjaskemmdir sem geta verið afar smáar. Greining er staðfest með vefjasýni. Algengi hjá íslenskum konum á frjósemisaldri (15-49 ára) var metið á 20 ára tímabili. Efniviöur og aðferðir: Gögnum var safnað um allar greiningar sjúkdómsins 1981-2000 á íslandi, á öllum sjúkrastofnunum þar sem skurðaðgerðir fóru fram, en einnig úr skrám um meinafræði- svör. Upplýsingar komu úr tölvugrunni um sjúkdómsgreiningar á stærri stofnunum, en á öðrum var leitað í aðgerðaskrám. Allar sjúkraskrár voru skoðaðar. Stigun jákvæðra vefjasvara var gerð af sama aðila (JTG) með alþjóðlegu kerfi (ASRM) í stig I-II (vægari sjúkdómsform) eða stig III-IV (þyngri sjúkdómsform). Staðsetning og magn vefjaskemmda og tegundir aðgerða voru skráð. Algengi var reikpað út frá mannfjöldatölum. Niðurstöðup: Alls greindust 1383 konur (klínískar og vefjafræði- legar greinjpgar). Algengi var 2,12% og vefjpfræðilega staðfest a|gengj 1,24%. Greining var með opinni skurðaðgerð í 589, kvið- arholsspeglun í 778 og öðrum hætti í 16 konum; 380 undirgengust brottnám legs. Eggjastokkar voru fjarlægðir úr 481. Vefjasvar staðfesti greiningu í 806 konum. Stig I-II greindist í 298 og stig III-IV í 508 tilfellum. Meðalgreiningaraldur var 35 ár. Konur fóru í 1-9 aðgerðir vegna sjúkdómsins, að meðaltali 1,5. Aukning varð í jákvæðum vefjasvörum á seinni hluta tímabilsins. Alyktanir: Algengi þessa sjúkdóms, sem veldur verulegum og áralöngum þjáningum, hefur ekki áður verið kannað í heilu og einsleitu samfélagi með tvenns konar nálgun við upplýsingaöflun. Ein af hverjum fimmtíu konum fær sjúkdóm sem leiðir til endur- tekinna skurðaðgerða og brottnáms líffæra. V 19 Áhrif 5- og 12-lipoxygenasahindra á vöxt og lifun hvít- blæðisfrumna Marlies Roessink1,23, Guðleif Harðardóttir234, Sigurdís Haraldsdóttir2-3, Kristín Ingólfsdóttir4, Helga M. Ögmundsdóttir2-3 ‘GISH-T, International School of Hepatology and Tropical Medicine, Groningen, Holland, 2rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabba- meinsfélagi íslands, 'læknadeild HÍ. 4lyfjafræðideild HÍ gudleif@hUs Inngangur: Afurðir 5-lipoxygenasa (LOX) gegna mikilvægu hlut- verki í bólgusvörun. Einnig hefur komið í ljós að tjáning 5- og 12-LOX er aukin í ýmsum tegundum krabbameina og afurðir 5- og 12-LOX hafa áhrif á fjölgun og lifun krabbameinsfrumna. Hlutdeild þeirra í hvítblæði hefur þó verið umdeild. Við höfum áður lýst vaxtarhemjandi verkun 5-LOX hindra úr fléttum á krabbameinsfrumur. Fléttuefnin eru protolichesterinsýa (PS) úr fjallagrösum, lobarínsýra (LS) úr grábreyskju og bæomycesínsýra (BS) úr ormagrösum. PS eru tvíþættir LOX hindrar, hindra bæði 5- og 12-LOX, en BS er sértækur 5-LOX hindri. Efniviður og aðferðir: Prófuð var vaxtarhemjandi og frumu- drepandi verkun PS, LS og BS gegn sex frumulínum úr mismun- andi tegundum hvítblæðis; HL-60 og K-562 af mýelóíð uppruna, JURKAT, CCRF-CEM og CCRF-SB af eitilfrumuuppruna og RPMI-8226 úr mergfrumuæxli (niutliple myeloma). Til saman- burðar var prófað lyfið zileuton sem er sértækur 5-LOX hindri. Notað var thymidinupptökupróf til að meta frumufjölgun og stýrður frumudauði var mældur með TUNEL prófi. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 77 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.