Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 98
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
sækin og varla uppleysanleg í vatni. Út frá byggingu þeirra og
niðurstöðum octanol/vatns hlutfalls tilraunanna má ætla að efnin
muni dreifast hratt og auðveldlega um vefi líkamans. Pau munu
væntanlega setjast að í fituríkum vefjum og líffærum eins og lifur,
lungum og heila.
Alyktanir: Próuð hefur verið aðferð lil að greina lyfjaefnin
alnumycín og heliomycín í lyfjaformum og verið er að fullgera
greiningaraðferðir fyrir þessi efni úr blóði. Niðurstöður benda til
að fituleysar verði notaðir í til að búa til fljótandi lyfjaform.
V 76 Bakteríuhemjandi efni úr krækilyngi
Ragnheiður Gunnarsdóttir', Ingibjörg Hilmarsdóttir2, Helga Erlendsdóttir2,
Rannveig Thoroddsen’, Kristín Ingólfsdóttir1
‘Lyfjafræðideild HÍ, 2sýklafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala Bar-
ónsstíg, ’Líffræðistofnun HI
kríng@hi,is
Inngangur: Krækilyng (Empetrum nigrum) er ein af fáum nytja-
plöntum sem vex villt á íslandi. Innihaldsefni plöntunnar, önnur
en vítamín, hafa ekki verið skilgreind. Markmið verkefnisins var
að rannsaka annars stigs efni (secondary metabolites) laufa og
berja krækilyngs og skima fyrir bakteríu- og sveppahemjandi
virkni in vitro.
Efniviður og aðferðir: Krækilyng flokkast í tvær deilitegundir,
ssp. hermaphroditum og ssp. nigrum, og var sú fyrrnefnda efni-
viður rannsóknarinnar. Útdrættir voru gerðir úr frostþurrkuðum
berjum og laufum og fornæmispróf síðan gerð á útdráttum til að
meta bakteríu- og sveppahemjandi virkni gegn fimrn sjúkdóms-
valdandi örverutegundum með þynningarprófum í fljótandi æti.
Lífvirknileidd einangrun (bioguided fractionation) var notuð til
að staðsetja bakteríuhemjandi efni í útdráttum og til að stýra ein-
angrun þeirra.
Niðurstöður: Tvö virk efni af flokki tríterpena voru einangruð,
annað úr laufi, hitt úr berjum. Efnin voru prófuð fyrir virkni gegn
átta örverutegundum (fjórum Gram jákvæðum-, þremur Gram
neikvæðum- bakteríum, einum gersvepp) og sýndu mesta virkni
gegn Gram jákvæðum bakteríum, þar á meðal methicillín-ónæm-
um Staphylococcus aureus (MÓSA). MIC (minimal inhibitory
concentration) gildi voru á bilinu 8-32 pg/ml. Blanda 5 náskyldra
litarefna af flokki anthocyanína var jafnframt einangruð úr kræki-
berjum, sem og þriðja efnið af tríterpen flokki sem ekki sýndi
virkni.
Alyktanir: Frumrannsóknir á innihaldsefnum íslensks krækilyngs
hafa sýnt fram á tilvist bakteríuhemjandi efna. Þessi efni hafa ekki
verið greind í erlendu krækilyngi, og væri áhugavert að rannsaka
deilitegundina ssp. nigrum sem einnig vex á Islandi. Niðurstöður
gefa jafnframt tilefni til frekari rannsókna á sambandi milli efna-
byggingar og örveruhemjandi virkni tríterpena.
V 77 Lyfjavirk efni úr sjávardýrum
Sandra Steingrímsdóttir1, Jörundur Svavarsson2, Helga M. Ögmundsdóttir’,
Gordon M. Cragg4, Kristín Ingólfsdóttir1
'Lyfjafræöideild HÍ, 2Líffræðistofnun HÍ, ’læknadeild HÍ, ’Natural Products
Branch, Division of Cancer Treatment and Diagnosis, National Cancer
Institute, Bethesda, Maryland, USA
kring@hi.is
Inngangur: Prátt fyrir árangur við leit að lyfjavirkum efnum úr
sjávarlífverum frá suðlægum hafsvæðum, hafa lífverur frá norð-
lægum slóðum lítið verið skoðaðar. Innan íslenskrar efnahagslög-
sögu lifa að líkindum 6000-8000 tegundir sjávardýra. Verkefnið
felst í leit að lyfjavirkum efnum í íslenskum sjávardýrum, svo sem
svömpum, holdýrum, lindýrum, liðormum, krabbadýrum, mosa-
dýrum, skrápdýrum og fiskum. Markmið er jafnframt að afla upp-
lýsinga um efnafræðieiginleika innihaldsefna sjávardýranna.
Efniviður og aðferðir: Prjátíu og fimm tegundum sjávardýra
var safnað í fjöru, við köfun og við veiðar á dragnótabátum
við strendur Islands. Skeljar voru fjarlægðar af lindýrunum og
útdrættir (extracts) unnir úr hökkuðum vef þeirra og vaxtarhindr-
andi virkni þeirra á eftirfarandi illkynja frumulínur mæld hjá
bandarísku krabbameinsstofnuninni (National Cancer Institute);
lungnakrabbameinsfrumur (NCI-H460), miðtaugakerfiskrabba-
meinsfrumur (SF-268) og brjóstakrabbameinsfrumur (MCF-7).
SPE (solid phase extraction) súluskiljun var notuð við einangrun
virkra efna. Við lífvirknileidda einangrun (bioguided fractiona-
tion) var notuð lungnakrabbameinslínan NCI-N917.
Niðurstöður: Niðurstöður sýndu marktæka og mjög áhugaverða
virkni hjá fjórum tegundum sjávardýra, þar á meðal sniglinum
klettadoppu (Littorina saxatilis), en útdráttur úr sniglinum sýndi
öfluga virkni gegn lungnakrabbameinsfrumulínunni. Tekist hefur
að staðsetja virka efnið með því að skilja virka útdráttinn í þrjá
þætti, en einn þeirra sýnir vaxtarhindrandi virkni gegn lungna-
krabbameinsfrumum í rækt.
Alyktanir: Fullhreinsun á virku efni fer nú fram, og eru næstu
skref að staðfesta hreinleika, sameindabyggingu og virkni.
Niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsókna á lyfjavirkum efnum
í íslenskum sjávarlífverum.
V 78 Einangrun (+)- og (-)-úsnínsýru úr íslenskum fléttum
og virkniprófanir gegn ýmsum örverum
W. Peter Holbrook'. Þórey V. Þorgeirsdóttir2, Kristín Ingólfsdóttir2
'Tannlæknadeild HÍ, ’lyfjafræðideild HÍ
kring@hi.is
Inngangur: Úsnínsýra er algengt fléttuefni og finnst í sumum
tegundum sem (+)-handhverfan (enantiomer), en í öðrum sem
(-)-handhverfan. Úsnínsýra hefur sýnt áhugaverða lífvirkni og
í sumum tilfellum hefur verið munur á virkni handhverfanna.
Tilgangur rannsóknarinnar var þríþættur; i) skima hemjandi
virkni handhverfanna in vitro gegn örverum, sérstaklega örverum
úr munnholi, ii) kanna hvort munur sé á virkni handhverfanna,
iii) kanna hvort munur sé á virkni þegar næmispróf eru gerð í
fljótandi örverurækt annars vegar og örveruþekjurækt hins vegar.
Örverur í munni til dæmis vaxa yfirleitt á formi örveruþekju.
98 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90