Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 59
AGRIP ERINDA / XI
VISINDARAÐSTEFNA Hl
en hámarkssvörun í styrknum 10'5 M. Sértækir (3 virkjarar gáfu
enga marktæka svörun (ísóproterenól, terbútalín og rídodrín).
Nærvera ósértækra (3 hindra (própranólól og tímólól) leiddu
að meðaltali til 60% slökunar á samdráttarsvari noradrenalíns.
Osértækur a hindri (fentólamín) gaf að meðaltali 80% slökun.
Ályktanir: Ofangreindar niðurstöður benda til að (3 viðtakar séu
ekki til staðar í sléttum vöðvafrumum sjónhimnuæða. Einnig að
sú slökun sem (3 hindrar orsaka komi fram í gegnum einhvern
annan mekanisma heldur en hindrun (3 viðtaka. Alitið er að þeir
geti dregið úr virkni Ca+ ganga. Þar sem a hindri veldur mikilli
slökun á noradrenalínsvari bendir það til að noradrenalín valdi
samdrætti í æðum í gegnunt a viðtaka. Frekari rannsókna er þörf
til að kanna sértæka a virkjara og sértæka a hindra.
E 102 Áhrif mónókapríns og hjálparefna á eiginleika karbo-
merhlaupa
Þórunn Ó. Þorgeirsdóttir', Anna-Lena Kjöniksen2, Kenneth D. Knudsen’,
Þórdís Kristmundsdóttir1. Bo Nyström2
'Lyfjafræðideild HÍ, 2Dept. of Chemistry Oslóarháskóla, 3Dept. of Physics
Institute for Energy Transfer, Noregi
thordisk@hi.is
Inngangur: Vatnssækin hlaup þykja heppileg lyfjaform til lyfja-
gjafar á húð og slímhúð. Hlaup eru gerð úr fjölliðum sem loða vel
við slímhimnur en sá eiginleiki leyfir ekki einungis betri snertingu
við vefinn sem bætir frásogið til muna heldur einnig mun lengri
viðveru hlaupsins á frásogsstað. Þær fjölliður sem einna algengast
er að nota í vatnssækin hlaup eru karbomerar en það eru akrýl-
sýrufjölliður sem eru krosstengdar með allýlsúkrósu. Markmið
verkefnisins var að kanna áhrif mónóglýseríðsins mónókapríns
svo og hjálparefna, á seigju og teygjanleika karbomerhlaupa.
Efniviður og aðferðir: Framleidd voru hlaup úr karbomer (Carbo-
pol 974P®) en breyturnar við samsetningu hlaupanna voru: magn
mónókapríns, tegund yfirborðsvirks efnis og sýrustig hlaupsins
en það var stillt á bilinu 4 til 7. Áhrif þessara breytna á eiginleika
hlaupanna voru könnuð með oscillatory shear, seigjustigs- og
SANS (small angle neutron scattering) mælingum.
Niðurstöður: Hækkun á pH gildi frá 4 til 5-7 hafði mikil áhrif á
seigju og teygjanleika hlaupsins. Við pH 4 hafði magn mónókapr-
íns svo og yfirborðsvirka efnið töluverð áhrif á byggingu hlaups-
ins og þar með á seigju og teygjanleika þess en áhrifin voru minni
við hærra pH. Niðurstöður benda til þess að við pH 4 myndi fjöl-
liðan þéttari tengsl en að við hærra sýrustig sé minni tilhneiging
til tengslamyndunar vegna jónunar fjölliðunnar.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að við lágt pH eru áhrif mónó-
kapríns svo og hjálparefna á eiginleika hlaupanna mun meiri
heldur en við hærra pH.
E 103 Mannan bindilektín bindur lágþéttni lípóprótein
Katrín Þórarinsdóttir', Sædís Sævarsdóttir1-2, Þóra Víkingsdóttir2. Bergljót
Magnadóttir3, Arna Guðmundsdóttir4, Helgi Valdimarsson12
'Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítaia, 3Rannsóknastofa HÍ í
meinafræði, Jlyflækningadeild Landspítala
saedis@landspitali. is
Inngangur: Niðurstöður úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar
benda til að sermispróteinið mannan bindilektín (MBL) verndi
sjúklinga með sykursýki eða hátt kólesteról fyrir kransæðastíflu.
Lágþéttni lípóprótein (low-density lipoprotein, LDL) þessara
sjúklinga er gjarnan umbreytt, þannig að sykrur sem MBL bind-
ur vel verða aðgengilegri. MBL er sermisprótein og stuðlar að
útrýmingu sumra sýkla og óeðlilegra sjálfsagna. Tilgátan er sú
að MBL hjálpi við hreinsun umbreytts LDL úr blóði, einkum í
sykursjúkum.
Efniviður og aðferðir: Aðferðafræði var þróuð til að meta
bindingu MBL við LDL. Átján sjúklingar með slæma sykur-
sýki (HbAlc>8,5) eldri en 35 ára voru paraðir fyrir kólesteról-
magni, aldri og kyni við 18 einstaklinga af hjartaþræðingadeild.
Upplýsingar um sykursýki og fylgikvilla hennar, hjartasjúkdóma
og áhættuþætti þeirra, þyngd og kólesteról voru fengnar með
spurningalista og úr sjúkraskrám auk þess sem teknir voru 40
mL af bláæðablóði. ELISA plötur voru húðaðar með LDL ein-
angruðu úr sermi. MBL var sett ofan á og binding þess við LDL
athuguð. Einnig var binding MBL við oxað LDL athuguð með
sértækum mótefnum gegn oxuðu LDL.
Niðurstöður: MBL batt LDL in vitro. Þetta var staðfest í rann-
sóknarhópunum þar sem MBL í fýsíólógískum styrk batt LDL
allra þátttakenda við pH 7,4 og var bindingin í réttu hlutfalli við
MBL styrk. Hins vegar bast MBL jafnvel við LDL sykursjúkra
og viðmiða.
Ályktanir: MBL bindur LDL. MBL gæti þannig verndað gegn
kransæðastíflu með því að hjálpa til við hreinsun á blóðfitum.
Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna
og Vísindasjóði Landspítala.
E 104 Getur mannan bindilektín gagnast við áhættumat á
kransæðastíflu?
Sædís Sævarsdóttir12, Óskar Örn Óskarsson2, Thor Aspelund3, Þóra Vík-
ingsdóttir2, Guðný Eiríksdóttir3, Vilmundur Guðnason1-3, Helgi Valdimars-
son12
'Læknadeild HI, 2ónæmisfræðideild LSH, 3Hjartavernd
saedis@landspitali. is
Inngangur: Mannan bindilektín (MBL) er sermisprótein sem
getur hjálpað við hreinsun bólguvaldandi agna úr líkamanum.
Lágur styrkur MBL er algengur, erfðafræðilega vel skilgreindur
og virðist geta stuðlað að sýkingum, langvinnum bólgusjúkdóm-
um og æðakölkun. Bólguvirkni er talin auka áhættu á kransæða-
stíflu (myocardial infarction, MI) en forspárgildi MBL magns
fyrir MI helur ekki verið athugað áður.
Efniviður og aðferðir: Tveir tilfellaviðmiða hópar, annars vegar
þversniðshópur eldri einstaklinga (457 með sögu um MI og 530
viðmið) og hins vegar frantvirkur hópur (867 sem síðar fengu MI
og 442 viðmið) voru valdir af handahófi úr hópi 19.381 þátttak-
anda í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar, þýði sem fylgt hefur
verið eftir frá árinu 1967. MBL styrkur þeirra var mældur í sýnum
sem tekin voru við inngöngu í rannsóknina og athugaður bæði
sem samfelld og tvíþátta með fjölþátta aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Langtímastöðugleiki MBL styrks var mjög góður
(fylgnistuðull 0,86). Hátt MBL (yfir 1000 p.g/L) tengdist lægri
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 59