Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 63
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
ar gulu og kernicterus hjá nýburum á Vesturlöndum. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna áhættuþætti alvarlegrar gulu hjá
nýburum hér á landi. Einn megintilgangur hennar var að kanna
þá tilgátu að þegar mæður fara snemma heim með börn sín eftir
fæðingu aukist líkur á því að þau fái alvarlega gulu.
Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr sjúkraskrám
þeirra barna sem fæddust á Landspítala á tímabilinu 1994-2003
eftir >37 vikna meðgöngu og mældust með bilirubin þéttni í blóði
>350 pmól/L á fyrstu 10 dögum lífsins. Næsta barn sem fæddist á
eftir barni í rannsóknarhópi og fékk ekki gulu var notað sem við-
mið. Hliðstæðra upplýsinga var aflað um þau börn.
Niðurstöður: Sextíu og fjögur börn uppfylltu rannsóknarskilyrð-
in. Miðgildi bilirubins var 372 pmól/L (dreifing 350-630 pmól/L).
Orsakir gulunnar voru aukið niðurbrot rauðra blóðkorna af völd-
um spherocytosis hjá tveimur börnum, Rh blóðflokkamisræmi
hjá tveimur og ABO blóðflokkamisræmi hjá tveimur. Önnur börn
höfðu ekki þekkta áhættuþætti fyrir alvarlega gulu.
Hyperbilirubinemia (n=64) Viómió(n=64) p-gildi
Meðgöngulengd (vikur) f 38,6±0,2 40,3±0,2 <0,001
Fæðingarþyngd (g) f 3599±62 3779±72 0,06
Þyngdartap (g) f 105±7 96±0,5 0,2
Kyn(kk/kvk) 41/23 33/31 0,09
Útskrift snemma* 44 nýburar 26 nýburar 0,002
Inngrip** 19 nýburar 9 nýburar 0,02
fMeöaltal ± SEM. *Útskrift < 24 tímum eftir fæóingu.
** Framköllun fasöingar, tangarfæöing eöa fasöing meö sogklukku.
Alyktanir: Útskrift heim snemma eftir fæðingu, meðgöngulengd
<40 vikur og inngrip í fæðingu auka líkur á alvarlegri gulu hjá
nýburum. Leggja verður áherslu á mikilvægi þess að fylgst sé náið
með gulu hjá nýburum fyrstu dagana eftir fæðingu, ekki síst hjá
þeim sem útskrifast hafa heim snemma eftir fæðingu.
E 114 Er munur á þroska og heilsufari tæknifrjóvgaðra og
eðlilega getinna tvíbura?
Olöf Kristjana Bjarnadóttir', ReynirTómas Geirsson'-2,SveinnKjartansson3,
Asgeir Haraldsson1-3
'Læknadeild HI, 2kvennasvið og -’Barnaspítali Hringsins
reynirg@landspitali.is
Inngangur: Með tæknifrjóvgunum (TF) hafa vaknað spurn-
ingar um heilbrigði barnanna. Þar sem tvíburameðgöngur eru
áhættumeiri og börnin viðkvæmari fyrir áföllum í móðurkviði
og á nýburaskeiði ætti hugsanlegur munur á börnum eftir frjóvg-
unarmáta að vera skýrari þar. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna mun á þroska og heilsufari 10-13 ára tvíburabarna eftir því
hvort þau urðu til við tæknifrjóvgun eða ekki.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti um þroska- og heilsufars-
atriði var sendur til foreldra tvíbura sem fæddust 1990-1993. Af
254 tvíburapörum voru 216 með lögheimili á Islandi og bæði
börnin lifandi. Allir foreldrar sem svöruðu samþykktu þátt-
töku. Úrvinnsla var í SPSS forriti. Upplýsingar um tilurð barn-
anna voru fengnar úr gagnagrunni fyrri rannsóknar* með leyfi
Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.
Niðurstöður: Alls bárust svör um 32 TF tvíburapör (32/48 = 67%
svarhlutfall) og 112 eðlilega getin (EG) tvíburapör (112/168
= 67% svarhlutfall). Ekki var marktækur rnunur milli fyrri og
seinni tvíbura eða TF og EG hópanna í upphafi tals og gangs,
heimsóknir til heimilis- eða sérfræðilækna, röraísetningu, háls- og
nefkirtlatöku, gleraugnanotkun, bólusetningu, sýklalyfja- eða
aðra lyfjanotkun, þroskafrávik eða séraðstoð í skóla. Marktækur
munur var í notkun asmalyfja (TF 51,6%; EG 34,2%; p<0,013).
Kynjamunur var milli tvíbura í hópi svarforeldra og þeirra sem
ekki svöruðu.
Alyktanir: Þroski og heilsufar tvíbura fyrstu 10-13 árin virðisl
að mestu leyti óháður getnaðarmáta. Ytri aðstæður gætu skýrt
mun á asmalyfjanotkun. Mat á heilsufari þeirra sem ekki svöruðu
þarfnast athugunar.
* Agústsson t>, Geirsson RT. Athugun á tvíburafæðingum eftir eðlilegan getnað og
glasafrjóvgun. Læknablaðið 1995; 81:242-7.
E 115 Árangur hátíðniöndunarvélameðferðar á nýburum
Sólrún B. Rúnarsdóttir'. Höröur Bergsteinsson2, Gestur I. Pálsson2, Sveinn
Kjartansson2, Atli Dagbjartsson2, Þórður Þórkelsson2
'Læknadeild HÍ, 2vökudeild Barnaspítala Hringsins
gigja@hi.is
Inngangur: Meðferð með hátíðniöndunarvél (HTÖ) er talin
í sumum tilfellum geta gefið betri árangur en meðferð með
hefðbundinni öndunarvél, einkum þegar um mjög alvarlegan
lungnasjúkdóm er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna árangur meðferðar með hátíðniöndunarvél á vökudeild
Barnaspítala Hringsins frá því sú meðferð hófst þar fyrir 10 árum.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám
allra þeirra nýbura sem á árunum 1994-2003 voru meðhöndlaðir
með HTÖ eftir að meðferð með hefðbundinni öndunarvél hafði
ekki borið tilætlaðan árangur. Skráðar voru stillingar á öndunar-
vélinni, pH og blóðgös rétt áður og tveimur og fjórum klukku-
stundum eftir að HTÖ meðferð var hafin. Niðurstöður eru gefnar
upp sem meðalgildi + SEM.
Niðurstöður: 64 börn uppfylltu rannsóknarskilyrði. Sjúkdóms-
greiningar voru glærhimnusjúkdómur (46), vanvöxtur lungna (4),
lungnabólga (3), barnabikssvelging (3) og aðrir sjúkdómar (8).
Tveimur klst. eftir að HTÖ meðferð var hafin var blóðildun orðin
marktækt betri (slagæða-lungnablöðru súrefnisþrýstings hlutfall
(a/Ap02) 0,12+0,01 vs. 0,16+0,01; p=0,005), einnig loftun (pC02
49+1,0 mmHg vs. 38,6±0,4 mmHg; p<0,001) og sýru-basajafnvægi
(pH 7,28+0,01 vs. 7,36+0,01; p<0,001). Það var ekki marktæk
breyting á þessum gildum milli 2 og 4 klst. á HTÖ. Hjá börnun-
um sem lifðu (n=46) var marktæk hækkun á a/Ap02 eftir tvær
klukkustundir á HTÖ (0,12+0,01 vs. 0,18+0,02; p=0,002), en ekki
hjá börnunum sem létust (n=8) (0,11+0,01 vs. 0,10+0,01; p=0,3).
Alyktanir: Meðferð með HTÖ bætir blóðildun, loftun og sýru-
basavægi flestra nýbura með mjög alvarlegan lungnasjúkdóm.
Svörun við HTÖ meðferð mjög fljótlega eftir að hún er hafin
hefur visst forspárgildi um lífslíkur þeirra.
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 63