Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 24
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ÁGRIP ERINDA E 01 Algengi Helicobacter pylori og Cag-A mótefna í sermi E 02 ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A, í Svíþjóð, íslandi og Eistlandi samantekt frá 1975-2002 Hulda Ásbjörnsdóttir', Rúna Björg Sigurjónsdóttir', Davíð Gíslason2, Christer Jansson4, ísleifur Ólafsson3, Þórarinn Gíslason2, Rain Jogi5, Bjarni Þjóðleifsson2 'Læknadeild HÍ, 2LYF-1 LSH, 3rannsóknasvið LSH, 4Respiratory Medicine and Allergology, Akademiska sjukhuset Uppsala, 5Lung Clinic, Tartu University Clinics, Eistlandi bjan@mi.is % algengi jákvæðra H. pylori og Cag-A mótefna 70 HP+ Inngungur: Sýkillinn Helicobacter pylori er meginorsakavaldur ætisára, sérstaklega CagA stofnar. Um 50% jarðarbúa eru sýkt- ir. Algengi sýkinga er misjafnt milli landa og fellur með efna- hagslegri þróun og auknu hreinlæti. Smitleiðir eru ekki að fullu þekktar. Tilgangur: Faraldsfræðileg rannsókn á algengi H. pylori og Cag-A á íslandi, í Svíþjóð og Eistlandi og könnun á helstu smitleiðum. Efniviður og aðferðir: Evrópurannsóknin Lungu og heilsa 11 er fjölþjóðleg rannsókn á astma og ofnæmi, sem endurtekin var á árunum 1999-2001 meðal einstaklinga 28-53 ára sem voru valdir af handahófi átta árum áður. IgG mótefni gegn /7. pylori og CagA voru mæld í sermissýnum með ELISA aðferð hjá 447 einstak- lingum í Reykjavík, 359 í Uppsölum og 240 í Tartu Eistlandi. Staðtöluútreikningar gerðir í STATA. Niðurstöður: Algengi H. pylori mótefna var marktækt algeng- ara í Tartu en í Reykjavík (p< 0,0001) og í Reykjavík miðað við Uppsali (p< 0,0001). Mynd 1. Marktæk aldursbundin aukning H. pylori mótefna fannst í Reykjavík (p<0,001)ogUpp- sölum (p<0,03) en ekki í Tartu (p=0,25). Algengi Cag-A hjá ein- staklingum nteð jákvæð H. pyl- ori mótefni var marktækt lægra í Reykjavík 36% samanborið við 62% í Uppsölum og 69% í Tartu (p<0,0001). Marktæk fylgni fannst milli jákvæðra H. pylori mót- efna og reykinga, offitu og lágrar líkamshæðar hjá körlum en ekki var munur milli setra í þessum breytum. Niðurstaða og ályktun: Rannsóknin kortleggur þekkta fylgni milli efnahagslegrar þróunar og algengis H. pylori sýkingar. Helstu smitleiðir virðast fylgja vanþróun og tengdum þáttum. Reykingar geta stuðlað að smiti með því að sígarettum sé deilt. Lág líkams- hæð getur stafað af vannæringu vegna H. pylori sýkingar á við- kvæmu vaxtarskeiði. Lágt algengi Cag-A stofna á íslandi getur stafað af virkari upprætingu meingena stofna á íslandi. Tartu Reykjavík Uppsalir 24 Læknab laðið/fylgirit 50 2004/90 Hclgu Erlcndsdóttir'. Magnús Gottfreðsson2, Karl G. Kristinsson1 'Sýklafræðideild og 2smitsjúkdómadeild Landspítala helgaerl@landspitali.is Inngangur: Ifarandi sýkingar af völdum Streptococcus pyogenes (streptókokka af flokki A) geta verið mjög skæðar. Nýlegar rann- sóknir benda til að nýgengi þessara sýkinga hafi aukist síðast- liðinn áratug. Faraldsfræði þessa sjúkdóms hefur aðallega verið rannsökuð í völdum hópum eða í faröldrum, en hins vegar hefur skort rannsóknir sem ná yfir heila þjóð yfir lengri tíma. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, liðvökva- og mænuvökvaræktana á sýklafræðideildum LSH og FSA á 28 ára tímabili, 1975-2002. Sjúklingar með ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A voru skráðir. Einnig dagsetning sýking- ar, aldur, kyn, sýkingarstaður og afdrif. Ef sjúklingurinn lést innan sjö daga frá jákvæðri ræktun var sýkingin talin dánarorsök. Niðurstööur: Á árunum 1975-2002 greindust 176 Islendingar með 179 ífarandi sýkingar af völdum streptókokka af flokki A. Börn (<16 ára) voru 41 (23%) og fullorðnir 135 (77%). Fjöldi sýkinga var breytilegur milli ára, flestar árið 1993 (16) og 2001 (19). Ef rannsóknartímanum (28 ár) er skipt í fjögur tímabil greindust 11 sýkingar á fyrsta tímabilinu, 40 á öðru, 54 á þriðja og 74 á síðustu sjö árunum. Þetta svarar til nýgengisins 0,7; 2,4; 2,9 og 3,8 sýking- ar á 100.000 íbúa/ár þessi sömu tímabil. Eitt barn lést, en heildar- dánartíðni meðal fullorðinna var 15,5%. Hún var 20-23% fyrstu þrjú tímabilin, en féll niður í 6,9% síðasta tímabilið (p=0,03). Ályktanir: Tíðni ífarandi sýkinga af völdum streptókokka af flokki A hefur aukist til muna síðastliðna þrjá áratugi, þótt fjöld- inn sé breytilegur milli ára. Ekki verður með vissu staðfest hvort þessa aukningu megi rekja til betri rannsóknaraðferða eða hvort um raunverulega aukningu sé að ræða. Á sama tíma hafa mark- tækt færri látist úr þessum sýkingum, sem gefur til kynna að bætt sjúkdómsgreining geti átt þátt í því. E 03 Stofngreiningar á meningókokkum á íslandi 1977- 2004 með fjölgena raðgreiningu (MLST) Magnús Gottfrcðsson'. Matthew A. Diggle2, David I. Lawrie2, Helga Erlendsdóttir1, Hjördís Harðardóttir1, Karl G. Kristinsson1, Stuart C. Clarke2 'Landspítali, 2Scottish Meningococcus and Pneumococcus Reference Laboratory, Glasgow, UK magnusgo@landspitali.is Inngangur: Ifarandi sýkingar með Neisseria meningitidis (meningó- kokkum) eru algengari á íslandi en víða í nágrannalöndunum og eru orsakir þess óljósar. Stofngreiningar sem byggja á fjölgena raðgreiningu (Multi Locus Sequence Typing, MLST) hafa marga kosti umfram eldri aðferðir. Áhugavert er að nota þessa tækni til að rannsaka hvort stofnar sem hér eru í umferð eru frábrugðnir þeirn sem algengastir eru í öðrum löndum. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.