Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 85
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VlSINDARÁÐSTEFNA Hl fyrir hjúpgerð I og IgG fyrir hjúpgerðir 1 og 5 voru hærri í PPS hópnum. Tíðni B-minnisfrumna var sambærileg hjá hópunum. Álykfanir: Ungbörn sem bólusett eru með PncT hafa enn ónæm- isminni fyrir hjúpgerðum bóluefnisins við 7 ára aldur, Endurbólu- setning með PPS við 13 mánaða aldur eyðir ekki B-minnisfrum- um í börnum sem áður voru bólusett með PncT. V 39 Áhrif ónæmisglæðanna MF-59, CpG, LT-R72 og L.T-K63 á ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumó- kokkafjölsykrum með slímhúðar- og stungubólusetningu Brendu C. Adarna1'2, Hávard Jakobsen1'2, Emanuelle Trannoy3, Giuseppe del Giudice'’, Ingileif Jónsdóttir1-2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ,’Aventis Pasteur, Frakk- landi og IRIS, 4Chiron Srl, Ítalíu mgileif@landspitali.is Inngangur: Við höfum áður sýnt að bóluefni (Pnc-TT) úr pneumó- kokkafjölsykrum (PPS) tengdum við burðarpróteinið tetanus toxóíð (TT) geta vakið mótefnasvar í nýburamúsum og verndað þær gegn pneumókokkasýkingum, Ónæmisglæðirinn LT-K63 var öruggur og jók mótefnasvarið ef hann var gefinn með Pnc-TT, undir húð eða með nefdropum. Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn voru áhrif ónæmisglæð- anna MF-59, CpG-ODN, LT-R72 og LT-K63 (viðmið), á mótefna- svar nýburamúsa gegn Pnc-TT prófuð, en þeir eru taldir öruggir til notkunar í mönnunt, Niðurstöður: Marktæk hækkun PPS-mótefna varð þegar CpG, LT-R72 eða LT-K63 voru gefnir með Pnc-TT bæði undir húð og um nef, Ónæmisglæðarnir juku myndun IgG2a og IgG3 mótefna, sem Thl-frumur hvetja, og var aukningin sambærileg við stungu- og slímhúðarbólusetningu. Auking á IgGl sem Th2 frumur hvetja var meiri eftir bólusetningu undir húð en aukning á IgG2b, sem TGFIJ hvetur, var meiri eftir bólusetningu um nef. MF-59 jók PPS-mótefnasvar marktækt einungis þegar bólusett var undir húð, Áhrif ónæmisglæðanna á mótefni gegn TT- og PPS- hlutum bóluefnisins voru sambærileg, og áhrifin voru sambærileg á svör- un gegn PncTT bóluefnum af hjúpgerðum 1 og 19F. Ályktanir: Við drögum þá ályktun að ónæmisglæðar geti aukið fjöl- sykrusértækt mótefnasvar nýbura með próteintengdum fjölsykr- um, og CpG og LT-afbrigði séu virk bæði við stungu undir húð og í nefdropum. LT-K63 er algerlega afeitraður, öruggur og mjög virkur ónæmisglæðir og virðist ákjósanlegur til bólusetningar nýbura til varnar gegn sýkingum af völdum fjölsykruhjúpaðra baktería, V 40 Virkni og verndandi eiginleikar nýs próteintengds fjölsykrubóluefnis pneumókokka, Pnc6B-FHA, í nýfæddum músum Brendu Ciervo Aclnrnii Hávard Jakobsen'-2, Jean-Francois Haeuw’, Ultan F. Power’, Camille Locht4, Ingileif Jónsdóttir1'2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, -’Centre d'Immunologie Pierre-Fabre, Frakklandi, JInstitute Pasteur-Lille, Frakklandi ingileif@landspitali. is Inngungur: Próteintengd fjölsykrubóluefni geta vakið ónæmis- svar snemma á ævinni, Tetanus toxóíð-tengd fjölsykrubóluefni pneumókokka (Pnc-TT) vekur verndandi ónæmi gegn pneumó- kokkasýkingum. Nýtt bóluefni úr 6B-fjölsykru tengdri við pró- teinið FHA var smíðað, en FHA er einn aðalsýkiþáttur B. pert- ussis og hafa samstarfsaðilar okkar sýnt fram á ónæmisglæðandi eiginleika þess og aukna mótefnamyndun gegn próteinum sem voru gefin samtímis, einkum í lípósómum, með bólusetningu um nef. Við höfum áður sýnt að virkni og vernd Pnc6B-FHA var sambærileg við Pnc6B-TT við bólusetningu fullorðinna músa undir húð, Slímhúðarbólusetning með Pnc6B-FHA án ónæmis- glæðis vakti mótefnamyndun og vernd gegn blóðsýkingu. Þessa niðurstöður hvöttu okkur til að rannsaka nýja bóluefnið Pnc6B- FHA í nýfæddum músum og bera saman við Pnc6B-TT, Eftiiviður og aðferðir: Nýfæddar mýs voru bólusettar þrisvar með 2 eða 5 pg af Pnc6B-FHA eða Pnc6B-TT, undir húð eða með nefdropum. Mótefni í sermi voru mæld með ELISA, Mýsnar voru sýktar um nef með pneumókokkum af hjúpgerð 6B og fargað til að meta vernd gegn blóðsýkingu og lungnasýkingu með talningu bakteríuþyrpinga. Niðurslöður: Bæði Pnc6B-FHA og Pnc6B-TT (bæði 2 og 5 pg) vöktu marktæka myndun PPS-sérstækra mótefna, bæði með bólu- setningu undir húð og um nef, án þess að ónæmisglæðar væru gefnir með, Vernd fékkst gegn blóðsýkingu en ekki gegn lungna- sýkingu. Ályktanir: Við drögum þá ályktun að FHA sé gott burðarprótein fyrir pneumókokkafjölsykrur og ónæmisvekjandi og verndandi eiginleikar Pnc6B-FHA I nýburamúsunt sambærilegir við Pnc6B- TT, Slímhúðarbólusetning með prótein-tengdum fjölsykrum virð- ist raunhæf leið til að vernda nýbura gegn sýkingum af völdum fjölsykruhjúpaðra baktería. V 41 Bólusetning sandhverfu (Scophthalmus maximus L.) gegn kýlaveikibróður og vetrarsárum Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Mngnadóttir, Bjarn- heiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum biyndisb@hi.is Inngangur: Bakteríusjúkdómar hafa valdið töluverðum usla t eldi sandhverfu (Scophthalnms maximus L.) í Evrópu. Meðal þeirra baktería sem einangrast hafa úr sjúkri sandhverfu eru týpískir og atýpískir stofnar Aeromonas salmonicida og sýnt hefur verið fram á með tilraunasýkingum að sandhverfa er næm fyrir Moritella viscosa (Mv). A. salmonicida undirt. achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður í ýmsum fisktegundum og Mv veldur vetrar- sárum í laxfiskum og þorski (Gadus morhua L.). Fjölgilda laxa- bóluefnið Alphaject 5200 hefur verið notað til að bólusetja lax (Salmo salar L.) gegn Asa og Mv, Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort Alphaject 5200 gæti varið sandhverfu gegn Asa og Mv sýkingum og að meta hliðarverkanir bólusetningarinnar. Eftiiviður og aðferðir: Sandhverfa (50g) var bólusett með Alpha- ject 5200 við 14°C og 13 vikurn síðar var fiskurinn sýktur rneð Asa eða Mv við 9°C. Sandhverfa sprautuð með saltdúa eða olíu- ónæmisglæði var notuð sem viðmið, Fylgst var með fiskinum í fimm vikur eftir sýkingu og sýking staðfest með einangrun viðkom- Læknablaðið/fylcíirit 50 2004/90 85 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.