Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 51
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I
vöxt þegar leið á tímabilið. í gögnum fundust 18 einstaklingar
(3% látinna) sem hugsanlega hefðu getað gefið líffæri en voru
ekki greindir (50% létust fyrstu tvö ár tímabilsins). A tímabil-
inu voru líffæri gefin á öðrum deildum hérlendis í sex tilvikum.
Líffæragjafar á tímabilinu voru því samtals 32, eða 2,9± 1,9 árlega.
Áætlaður fjöldi líffæra sem var gefinn var 103, eða 9,4±6,0 árlega.
Árlegur meðalfjöldi á biðlista eftir nálíffærum var 7,7±3,0 og sem
fékk ígræðslu 3,3±1,9.
Ályktanir: Hér á landi hefur mestur fjöldi líffæragjafa verið á svæ-
finga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi en þar er skurð-
deild heila- og taugasjúkdóma og stærsta slysamóttaka landsins.
Þeir sem gætu hugsanlega orðið líffæragjafar en eru ekki greindir
eru fáir. Árlegur fjöldi líffæragjafa er aðeins lægri en annars stað-
ar á Norðurlöndum. Líffæragjafir héðan virðast samsvara þörfum
íslendinga fyrir líffæri. Hugsanlegt áhyggjuefni er að aðstandend-
ur virðast oftar neita beiðnum um líffæragjafir.
E 79 Áhrif æðaherpandi katekólamína á smáæðablóðflæði
í brisi, lifur og þörmum í septísku losti
Gísli H. Sigurðsson'. Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2
'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild,
Háskólasjúkrahúsinu í Bern, Sviss
gislihs@landspitali. is
Inngangur: Æðaherpandi katekólamín eru oft notuð til að hækka
blóðþrýsting í losti en lítið er vitað um áhrif þeirra á smáæða-
blóðflæði í brisi, lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að mæla áhrif fenýlefríns, adrenalíns og noradrenalíns á
hjartaútfall (cardiac index), regional blóðflæði (superior mesent-
eric artery flow; SMA) og smáæðablóðfæði (microcirculatory
flow, MBF) í kviðarholslíffærum í septísku losti.
Efniviður og aðferðir: Átta svín voru svæfð og lögð í öndunar-
vél. Septískl lost var framkallað með faecal peritonitis. Smá-
æðablóðflæði (LDF) var mælt með laser Doppler flæðimæli í
maga-, smáþarma- og ristilslímhúð svo og í lifur og brisi. Hvert
dýr fékk í slembiröð (random order) crossover design, fenýlefrín,
adrenalín og noradrenalín í skömmtum sem hækkuðu meðal
blóðþrýsting (MAP) um 20 mmHg. Hvert lyf var gefið í 30 mín-
útur en eftir það var 40-60 mínútna aðlögunartími þar sem MAP
og CI voru látin jafna sig áður en næsta lyf var gefið.
Helstu niðurstöður: Fenýlefrín (2 mcg/kg/mín) hækkaði MAP um
20 mmHg en hafði lítil sem engin áhrif á CI, SMA eða MBF. Á hinn
bóginn hækkaði CI bæði við gjöf adrenalíns (0,75 mcg/kg/mín) og
noradrenalíns (1,0 mcg/kg/mín) um rúmlega 40% en SMA flæði
minnkaði um 11% við gjöf adrenalíns og um 26% við gjöf noradr-
enalíns. Bæði lyfin drógu einnig úr MBF í smáþörmum og brisi.
Ályktanir: Pótt adrenalín og noradrenalín hækki blóðþrýsting og
auki hjartaútfall beina þau blóðflæði frá mikilvægum líffærum
eins og þörmum og brisi. Fenýlefrín sem hækkar blóðþrýsting
á svipaðan hátt og adrenalín og noradenalín virðist ekki hafa
slík áhrif. Þar sem fenýlefrín er hreinn alfa agónisti er líklegt að
beta-2 áhrif adrenalíns og noradrenalíns í háum skömmtum valdi
æðavíkkun í öðrum þýðingarminni vefjum, svo sem húð og vöðv-
um, og beini því blóðflæði frá kviðarholslíffærum í sepsis.
Samstarfsverkefni LSH, HÍ og UniBE #4
E 80 Áhrif TGF-þ1 á tjáningu viðloðunarsameinda og
efnatogaviðtaka á óreyndum (naive) T-frumum
Súlrún Mclkorkn Maggadóttir1'3, Brynja Gunnlaugsdóttir2-3, Björn Rúnar
Lúövíksson1-2-3
'Læknadeild HÍ, 2rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 3ónæmisfræðideild
rannsóknarstofnunar Landspítala
brynja@landspitali.is
Inngangur: Stjórnun á íferð T-frumna í vefi er flókið samspil við-
loðunarsameinda, boðefna og viðtaka þeirra. TGF-(31 er þekkt
fyrir mótandi áhrif á ónæmiskerfið en áhrif þess á viðloðun og
sækni T-frumna umdeild. Við könnuðum því áhrif TGF-þl á tján-
ingu viðloðunarsameinda og efnatogaviðtaka á óreyndum CD4+
og CD8+ T-frumum.
Efniviður ug aðferðir: CD3+/CD45RA+ (naive) T-frumur voru
einangraðar úr naflastrengsblóði með neikvæðu vali (n=5).
Tjáning viðloðunarsameindanna aE- og P7-integrina auk efnatoga-
viðtakanna CXCR3 og CCR4 var metin í frumuflæðisjá fyrir og
eftir 96 klukkustunda ræsingu með anti-CD3 (10 p.g/ml) með/án
hjálparræsingar (anti-CD28 (10 pg/ml)) og með/án TGF-þl(10
ng/ml).
Niðurstöður: TGF-þl jók verulega tjáningu aE-integrins á ræst-
um CD4+ og CD8+ T-frumum (p<0,02), en meirihluti CD8+
frumnanna (89%) varð aE+. Hins vegar jók TGF-þl lítið hlutfall
ræstra (37+ T-frumna og eingöngu meðal CD8+ (p<0,05). Við við-
bót anti-CD28 urðu ofangreind áhrif hverfandi. Slík sundurleitni
í tjáningu aE- og (37-integrina kemur á óvart því þau mynda eina
starfhæfa einingu, aEþ7. TGF-pi jók hlutfall CD8+ T-frumna sem
tjáðu bæði integrinin, aEp7 (p<0,05), en eingöngu ef frumurnar
voru ræstar með anti-CD28, auk anti-CD3. Slíkra áhrifa gætti
ekki meðal CD4+ T-frumna. Að lokum dró TGF-pi úr tjáningu
efnatogaviðtakanna CXCR3 (Th,) og CCR4 (Th2) meðal ræstra
aE+ T-frumna.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að TGF-pl geti aðskilið
stýrt tjáningu aE- og P7-integrina á óreyndum CD4+ og CD8+ T-
frumum. Ennfremur virðist næmi T-frumna fyrir þessum áhrifum
TGF-pi og áhrifunum á tjáningu efnatogaviðtakanna mótast af
svipgerð T-frumunnar og ræsingarmáta. Slík mótandi áhrif TGF-
pi gætu reynst mikilvæg við meðferð T-frumu miðlaðra sjálfsof-
næmissjúkdóma.
E 81 Eru kverkeitlar uppeldisstöðvar fyrir T-eitilfrumur sem
orsaka sóra?
Aron Freyr Lúðvíksson1, Ragna Hlín Porleifsdóttir1, Hekla Sigmundsdóttir1,
Hannes Petersen2. Helgi Valdimarsson'
lLæknadeild og ónæmisfræðideild HI, 2HNE-deild Landspítala
helgiv@landspitali.is
Bakgrunnur: Sóri (psoriasis) er T-frumu miðlaður sjálfsofnæm-
issjúkdómur sem einkennist af offjölgun keratínócýta. Til að
komast út í húð þurfa T-frumur að tjá húðsæknisameindina
CLA, auk annarra viðloðunarsameinda og kemokín viðtaka.
Streptókokkasýkingar í hálsi hafa verið tengdar byrjun og versn-
un á sóra og sumum sjúklingum virðist batna eftir kverkeitlatöku.
Læknablaoið/fylgirit 50 2004/90 51