Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 51
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I vöxt þegar leið á tímabilið. í gögnum fundust 18 einstaklingar (3% látinna) sem hugsanlega hefðu getað gefið líffæri en voru ekki greindir (50% létust fyrstu tvö ár tímabilsins). A tímabil- inu voru líffæri gefin á öðrum deildum hérlendis í sex tilvikum. Líffæragjafar á tímabilinu voru því samtals 32, eða 2,9± 1,9 árlega. Áætlaður fjöldi líffæra sem var gefinn var 103, eða 9,4±6,0 árlega. Árlegur meðalfjöldi á biðlista eftir nálíffærum var 7,7±3,0 og sem fékk ígræðslu 3,3±1,9. Ályktanir: Hér á landi hefur mestur fjöldi líffæragjafa verið á svæ- finga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi en þar er skurð- deild heila- og taugasjúkdóma og stærsta slysamóttaka landsins. Þeir sem gætu hugsanlega orðið líffæragjafar en eru ekki greindir eru fáir. Árlegur fjöldi líffæragjafa er aðeins lægri en annars stað- ar á Norðurlöndum. Líffæragjafir héðan virðast samsvara þörfum íslendinga fyrir líffæri. Hugsanlegt áhyggjuefni er að aðstandend- ur virðast oftar neita beiðnum um líffæragjafir. E 79 Áhrif æðaherpandi katekólamína á smáæðablóðflæði í brisi, lifur og þörmum í septísku losti Gísli H. Sigurðsson'. Vladimir Krejci2, Luzius Hiltebrand2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, Háskólasjúkrahúsinu í Bern, Sviss gislihs@landspitali. is Inngangur: Æðaherpandi katekólamín eru oft notuð til að hækka blóðþrýsting í losti en lítið er vitað um áhrif þeirra á smáæða- blóðflæði í brisi, lifur og þörmum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að mæla áhrif fenýlefríns, adrenalíns og noradrenalíns á hjartaútfall (cardiac index), regional blóðflæði (superior mesent- eric artery flow; SMA) og smáæðablóðfæði (microcirculatory flow, MBF) í kviðarholslíffærum í septísku losti. Efniviður og aðferðir: Átta svín voru svæfð og lögð í öndunar- vél. Septískl lost var framkallað með faecal peritonitis. Smá- æðablóðflæði (LDF) var mælt með laser Doppler flæðimæli í maga-, smáþarma- og ristilslímhúð svo og í lifur og brisi. Hvert dýr fékk í slembiröð (random order) crossover design, fenýlefrín, adrenalín og noradrenalín í skömmtum sem hækkuðu meðal blóðþrýsting (MAP) um 20 mmHg. Hvert lyf var gefið í 30 mín- útur en eftir það var 40-60 mínútna aðlögunartími þar sem MAP og CI voru látin jafna sig áður en næsta lyf var gefið. Helstu niðurstöður: Fenýlefrín (2 mcg/kg/mín) hækkaði MAP um 20 mmHg en hafði lítil sem engin áhrif á CI, SMA eða MBF. Á hinn bóginn hækkaði CI bæði við gjöf adrenalíns (0,75 mcg/kg/mín) og noradrenalíns (1,0 mcg/kg/mín) um rúmlega 40% en SMA flæði minnkaði um 11% við gjöf adrenalíns og um 26% við gjöf noradr- enalíns. Bæði lyfin drógu einnig úr MBF í smáþörmum og brisi. Ályktanir: Pótt adrenalín og noradrenalín hækki blóðþrýsting og auki hjartaútfall beina þau blóðflæði frá mikilvægum líffærum eins og þörmum og brisi. Fenýlefrín sem hækkar blóðþrýsting á svipaðan hátt og adrenalín og noradenalín virðist ekki hafa slík áhrif. Þar sem fenýlefrín er hreinn alfa agónisti er líklegt að beta-2 áhrif adrenalíns og noradrenalíns í háum skömmtum valdi æðavíkkun í öðrum þýðingarminni vefjum, svo sem húð og vöðv- um, og beini því blóðflæði frá kviðarholslíffærum í sepsis. Samstarfsverkefni LSH, HÍ og UniBE #4 E 80 Áhrif TGF-þ1 á tjáningu viðloðunarsameinda og efnatogaviðtaka á óreyndum (naive) T-frumum Súlrún Mclkorkn Maggadóttir1'3, Brynja Gunnlaugsdóttir2-3, Björn Rúnar Lúövíksson1-2-3 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 3ónæmisfræðideild rannsóknarstofnunar Landspítala brynja@landspitali.is Inngangur: Stjórnun á íferð T-frumna í vefi er flókið samspil við- loðunarsameinda, boðefna og viðtaka þeirra. TGF-(31 er þekkt fyrir mótandi áhrif á ónæmiskerfið en áhrif þess á viðloðun og sækni T-frumna umdeild. Við könnuðum því áhrif TGF-þl á tján- ingu viðloðunarsameinda og efnatogaviðtaka á óreyndum CD4+ og CD8+ T-frumum. Efniviður ug aðferðir: CD3+/CD45RA+ (naive) T-frumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði með neikvæðu vali (n=5). Tjáning viðloðunarsameindanna aE- og P7-integrina auk efnatoga- viðtakanna CXCR3 og CCR4 var metin í frumuflæðisjá fyrir og eftir 96 klukkustunda ræsingu með anti-CD3 (10 p.g/ml) með/án hjálparræsingar (anti-CD28 (10 pg/ml)) og með/án TGF-þl(10 ng/ml). Niðurstöður: TGF-þl jók verulega tjáningu aE-integrins á ræst- um CD4+ og CD8+ T-frumum (p<0,02), en meirihluti CD8+ frumnanna (89%) varð aE+. Hins vegar jók TGF-þl lítið hlutfall ræstra (37+ T-frumna og eingöngu meðal CD8+ (p<0,05). Við við- bót anti-CD28 urðu ofangreind áhrif hverfandi. Slík sundurleitni í tjáningu aE- og (37-integrina kemur á óvart því þau mynda eina starfhæfa einingu, aEþ7. TGF-pi jók hlutfall CD8+ T-frumna sem tjáðu bæði integrinin, aEp7 (p<0,05), en eingöngu ef frumurnar voru ræstar með anti-CD28, auk anti-CD3. Slíkra áhrifa gætti ekki meðal CD4+ T-frumna. Að lokum dró TGF-pi úr tjáningu efnatogaviðtakanna CXCR3 (Th,) og CCR4 (Th2) meðal ræstra aE+ T-frumna. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að TGF-pl geti aðskilið stýrt tjáningu aE- og P7-integrina á óreyndum CD4+ og CD8+ T- frumum. Ennfremur virðist næmi T-frumna fyrir þessum áhrifum TGF-pi og áhrifunum á tjáningu efnatogaviðtakanna mótast af svipgerð T-frumunnar og ræsingarmáta. Slík mótandi áhrif TGF- pi gætu reynst mikilvæg við meðferð T-frumu miðlaðra sjálfsof- næmissjúkdóma. E 81 Eru kverkeitlar uppeldisstöðvar fyrir T-eitilfrumur sem orsaka sóra? Aron Freyr Lúðvíksson1, Ragna Hlín Porleifsdóttir1, Hekla Sigmundsdóttir1, Hannes Petersen2. Helgi Valdimarsson' lLæknadeild og ónæmisfræðideild HI, 2HNE-deild Landspítala helgiv@landspitali.is Bakgrunnur: Sóri (psoriasis) er T-frumu miðlaður sjálfsofnæm- issjúkdómur sem einkennist af offjölgun keratínócýta. Til að komast út í húð þurfa T-frumur að tjá húðsæknisameindina CLA, auk annarra viðloðunarsameinda og kemokín viðtaka. Streptókokkasýkingar í hálsi hafa verið tengdar byrjun og versn- un á sóra og sumum sjúklingum virðist batna eftir kverkeitlatöku. Læknablaoið/fylgirit 50 2004/90 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.