Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 72
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
Et'niviður og aðferðir: Sýni úr 143 stökum brjóstakrabbameins-
æxlum, metýleringarsérhæft PCR, mögnun örraðasvæða og
rafdráttur, FISH (fluorescence in situ hybridization), litun með
MSllO mótefni, CDGE (const. denat. gel electr.) og raðgreining.
Niðurstöður: BRCAl met. greindist í ~9% æxlissýna og AI á
BRCAl í 37,4% og á BRCA2 í 31,1% sýna. Sterk tengsl fundust
á milli AI á BRCAl og BRCA2. Átta af 13 metýleruðum æxlum
sýndu AI á BRCAl. Af þessum átta sýndu sex annaðhvort úrfell-
ingu á BRCAl, stóra úrfellingu á litningi 17 eða mikinn litninga-
óstöðugleika. Tíu af 13 met. sýnum höfðu minnkaða BRCAl
próteintjáningu og 38% metýleraðra æxla báru p53 stökkbr.
BRCAl met. sýndi marktæk tengsl við tap á estrogenviðtaka og
AI á BRCAl sýndi marktæk tengsl við tap á ER og PGR hor-
mónaviðtökum.
Ályktanir: í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á AI á BRCAl, tap
á hormónaviðtökum, tap á BRCAl próteintjáningu og háa tíðni
p53 stökkbreytinga í æxlum BRCAl arfbera benda niðurstöður
okkar eindregið til að svipgerð æxla með BRCAl metýleringu sé
mjög lík svipgerð æxla með BRCAl stökkbreytingu.
V 03 Áhrif lækkaðs súrefnisþrýstings á ræktun og litninga-
gerð eðlilegs og illkynja brjóstvefs
Hilmar Viðarsson', Margrct Stcinarsdottir2, Jón Gunnlaugur Jónasson3-4,
Hildur Júlíusdóttir2, Halla Hauksdóttir2, Hólmfríður Hilmarsdóttir1, Kristín
Halldórsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir1-5
'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands,
2litningarannsóknadeild rannsóknastofu í meinafræði, -’rannsóknastofa í
meinafræði Landspítala, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands,
5læknadeild HÍ
margst@landspitali. is
Inngangur: Súrefnisþurrð verður í fösturn æxlum þegar þau stækka.
Því hefur verið haldið fram að krabbameinsfrumur, sérstaklega p53
stökkbreyttar, þoli betur súrefnisskort en eðlilegar frumur. í fyrri
rannsóknum okkar sést að frumur með mjög mikið litningabrengl
greinast oftar í beinum heimtum en í ræktunum. Hugsanlegt er að
ræktunarskilyrðin henti ekki þessum afbrigðilegu frumum. Mark-
mið rannsóknarinnar var að athuga hvort auka mætti vöxt krabba-
meinsfrumna með ræktun við lágan ildisþrýsting og fjölga þannig
skiptingum frumna með mjög afbrigðilega litninga.
Efniviður og aðferðir: Pöruð sýni frá brjóstakrabbameinum og
eðlilegum brjóstvef úr sama brjósti voru ræktuð við eðlileg loft-
skilyrði (20%), 5% súrefnisþrýsting og algjöra súrefnisþurrð
(0%). Fjöldi frumna í skiptingu var metinn, gerð litningagreining
og leitað að p53 stökkbreytingum.
Niðurstöður: Krabbamein og eðlilegur vefur lifðu af súrefnis-
leysið. Engin merki sáust um betri vöxt krabbameinsfrumna við
lægri ildisþrýsting. Eðlilegar frumur svöruðu súrefnisskorti með
aukinni tjáningu á p53 og stöðvun í G1 fasa. í 12 sýnispörum
ræktuðum við 20% og 5% súrefnisþrýsting greindist afbrigðileg
litningagerð úr 6, en í 10 af 20 pörum sem ræktuð voru við 20%
og 0% súrefnisþrýsting. Litningabrengl fannst við lækkaðan ild-
isþrýsting sem ekki var við eðlileg súrefnisskilyrði og öfugt. TP53
stökkbreyting fannst í 7/32 (22%) sýnum. Af þeim fannst litning-
abrengl í fjórum, þar af tvö við lægri ildisþrýsting.
Ályktanir: Lækkaður ildisþrýstingur örvaði ekki vöxt krabba-
meinsfrumna með afbrigðilega litningagerð umfram eðlilegar
frumur. Frumur með p53 stökkbreytingu virtust vaxa heldur
betur og sýna meiri litningabrengl við lágan ildisþrýsting.
V 04 RannsóknágenatjáninguíBflCA2999de/5frumulínum
með DNA örflögutækni
Olafur Andri Stefánsson1-* 2-3, Hlynur Sigurgíslason2, Sigríður Valgeirsdóttir2,
Jórunn Erla Eyfjörð1-3
'Krabbameinsfélag Islands, 2NimbleGen Systems, 3læknadeild HÍ
jorunn@krabb.is
Inngangur: Arfberar stökkbreytinga í BRCA2 geni eru í aukinni
áhættu á að fá krabbamein af þekjuvefsuppruna í brjóst, blöðru-
hálskirtil og fleira. Sýnt hefur verið fram á mun á genatjáningu
í æxlisvef úr arfberum BRCA breytinga borið saman við æxli
án slíkra breytinga. Hér eru frumulínur með og án ákveðinnar
stökkbreytingar í BRCA2 geni notaðar til rannsókna á áhrifum á
genatjáningu allra þekktra gena mannsins.
Efniviður og aðferðir: Brjóstaþekjufrumulínur: A176 (með
BRCA2 999del5) og Th69 (án BRCA breytinga). RNA var
einangrað úr frumulínum, öfugumritað í cDNA sem síðan var
umritað í cRNA og biotinmerkt. Loks var cRNA þáttaparað við
Human Whole Genome örflögur frá Nimblegen Systems. Til að
bera saman tjáningarmynstur frumulínanna var metinn ákvörð-
unarstuðull (R2) með línulegu aðhvarfi og gerður tölulegur sam-
anburður á tjáningarmynstri sýnanna.
Niðurstöður: Samanburður á tjáningarmynstri A176 og Th69
með línulegu aðhvarfi gaf til kynna mun milli þeirra (R2=0,9). Að
meðaltali voru yfir tvöfalt fleiri gen ólíkt tjáð milli frumulínanna
tveggja miðað við samanburð milli mismunandi sáninga sömu
frumulínu. Um 4000 gen sýndu meira en tvöfaldan mun á tján-
ingu milli frumulína, um 300 gen sýndu meira en fjórfaldan mun
og um 10 gen sýndu yfir áttfaldan mun á genatjáningu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til ólíkrar genatjáningar í
frumulínunum A176 og Th69 sem mögulega rná rekja til BRCA2
stökkbreytingar. Þau gen sem sýna ólíka tjáningu ntilli frumulína
má nota til áframhaldandi samanburðar á genatjáningu, til dæmis
með nýjum DNA örflögum með völdum þreifurum.
V 05 Breytingar á litningi 3 og framvinda æxlisvaxtar í nag-
dýrum og mönnum
Þúrgunnur Eyfjörð Pctursdóttir1. Unnur Þorsteinsdóttir3, Jón Gunnlaugur
Jónasson14, Páll Helgi Möller2, Chen Huiping5, Jóhannes Björnsson1, Val-
garður Egilsson1, Stefan Imreh6, Sigurður Ingvarsson5
'Rannsóknastofa í meinafræði og 2skurðdeild Landspítala, 3íslensk erfða-
greining, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 5Tilraunastöð
Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, "Microbiology and Turnor Biology
Center (MTC), Karolinska Institutet, Stokkhólmi
thorgep@landspitali.is
Inngangur: Litningur 3 er afbrigðilegur í æxlum. Á Karolinska
Institutet var þróað próf til að finna litningasvæði sem innihalda
æxlisbæligen. Prófið byggir á því að þegar músa/manna örfrumu-
blendingar eru látnir vaxa í ónæmisbældum músum, þá þurfa
72 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90