Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 72
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Et'niviður og aðferðir: Sýni úr 143 stökum brjóstakrabbameins- æxlum, metýleringarsérhæft PCR, mögnun örraðasvæða og rafdráttur, FISH (fluorescence in situ hybridization), litun með MSllO mótefni, CDGE (const. denat. gel electr.) og raðgreining. Niðurstöður: BRCAl met. greindist í ~9% æxlissýna og AI á BRCAl í 37,4% og á BRCA2 í 31,1% sýna. Sterk tengsl fundust á milli AI á BRCAl og BRCA2. Átta af 13 metýleruðum æxlum sýndu AI á BRCAl. Af þessum átta sýndu sex annaðhvort úrfell- ingu á BRCAl, stóra úrfellingu á litningi 17 eða mikinn litninga- óstöðugleika. Tíu af 13 met. sýnum höfðu minnkaða BRCAl próteintjáningu og 38% metýleraðra æxla báru p53 stökkbr. BRCAl met. sýndi marktæk tengsl við tap á estrogenviðtaka og AI á BRCAl sýndi marktæk tengsl við tap á ER og PGR hor- mónaviðtökum. Ályktanir: í ljósi þess að sýnt hefur verið fram á AI á BRCAl, tap á hormónaviðtökum, tap á BRCAl próteintjáningu og háa tíðni p53 stökkbreytinga í æxlum BRCAl arfbera benda niðurstöður okkar eindregið til að svipgerð æxla með BRCAl metýleringu sé mjög lík svipgerð æxla með BRCAl stökkbreytingu. V 03 Áhrif lækkaðs súrefnisþrýstings á ræktun og litninga- gerð eðlilegs og illkynja brjóstvefs Hilmar Viðarsson', Margrct Stcinarsdottir2, Jón Gunnlaugur Jónasson3-4, Hildur Júlíusdóttir2, Halla Hauksdóttir2, Hólmfríður Hilmarsdóttir1, Kristín Halldórsdóttir1, Helga M. Ögmundsdóttir1-5 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 2litningarannsóknadeild rannsóknastofu í meinafræði, -’rannsóknastofa í meinafræði Landspítala, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 5læknadeild HÍ margst@landspitali. is Inngangur: Súrefnisþurrð verður í fösturn æxlum þegar þau stækka. Því hefur verið haldið fram að krabbameinsfrumur, sérstaklega p53 stökkbreyttar, þoli betur súrefnisskort en eðlilegar frumur. í fyrri rannsóknum okkar sést að frumur með mjög mikið litningabrengl greinast oftar í beinum heimtum en í ræktunum. Hugsanlegt er að ræktunarskilyrðin henti ekki þessum afbrigðilegu frumum. Mark- mið rannsóknarinnar var að athuga hvort auka mætti vöxt krabba- meinsfrumna með ræktun við lágan ildisþrýsting og fjölga þannig skiptingum frumna með mjög afbrigðilega litninga. Efniviður og aðferðir: Pöruð sýni frá brjóstakrabbameinum og eðlilegum brjóstvef úr sama brjósti voru ræktuð við eðlileg loft- skilyrði (20%), 5% súrefnisþrýsting og algjöra súrefnisþurrð (0%). Fjöldi frumna í skiptingu var metinn, gerð litningagreining og leitað að p53 stökkbreytingum. Niðurstöður: Krabbamein og eðlilegur vefur lifðu af súrefnis- leysið. Engin merki sáust um betri vöxt krabbameinsfrumna við lægri ildisþrýsting. Eðlilegar frumur svöruðu súrefnisskorti með aukinni tjáningu á p53 og stöðvun í G1 fasa. í 12 sýnispörum ræktuðum við 20% og 5% súrefnisþrýsting greindist afbrigðileg litningagerð úr 6, en í 10 af 20 pörum sem ræktuð voru við 20% og 0% súrefnisþrýsting. Litningabrengl fannst við lækkaðan ild- isþrýsting sem ekki var við eðlileg súrefnisskilyrði og öfugt. TP53 stökkbreyting fannst í 7/32 (22%) sýnum. Af þeim fannst litning- abrengl í fjórum, þar af tvö við lægri ildisþrýsting. Ályktanir: Lækkaður ildisþrýstingur örvaði ekki vöxt krabba- meinsfrumna með afbrigðilega litningagerð umfram eðlilegar frumur. Frumur með p53 stökkbreytingu virtust vaxa heldur betur og sýna meiri litningabrengl við lágan ildisþrýsting. V 04 RannsóknágenatjáninguíBflCA2999de/5frumulínum með DNA örflögutækni Olafur Andri Stefánsson1-* 2-3, Hlynur Sigurgíslason2, Sigríður Valgeirsdóttir2, Jórunn Erla Eyfjörð1-3 'Krabbameinsfélag Islands, 2NimbleGen Systems, 3læknadeild HÍ jorunn@krabb.is Inngangur: Arfberar stökkbreytinga í BRCA2 geni eru í aukinni áhættu á að fá krabbamein af þekjuvefsuppruna í brjóst, blöðru- hálskirtil og fleira. Sýnt hefur verið fram á mun á genatjáningu í æxlisvef úr arfberum BRCA breytinga borið saman við æxli án slíkra breytinga. Hér eru frumulínur með og án ákveðinnar stökkbreytingar í BRCA2 geni notaðar til rannsókna á áhrifum á genatjáningu allra þekktra gena mannsins. Efniviður og aðferðir: Brjóstaþekjufrumulínur: A176 (með BRCA2 999del5) og Th69 (án BRCA breytinga). RNA var einangrað úr frumulínum, öfugumritað í cDNA sem síðan var umritað í cRNA og biotinmerkt. Loks var cRNA þáttaparað við Human Whole Genome örflögur frá Nimblegen Systems. Til að bera saman tjáningarmynstur frumulínanna var metinn ákvörð- unarstuðull (R2) með línulegu aðhvarfi og gerður tölulegur sam- anburður á tjáningarmynstri sýnanna. Niðurstöður: Samanburður á tjáningarmynstri A176 og Th69 með línulegu aðhvarfi gaf til kynna mun milli þeirra (R2=0,9). Að meðaltali voru yfir tvöfalt fleiri gen ólíkt tjáð milli frumulínanna tveggja miðað við samanburð milli mismunandi sáninga sömu frumulínu. Um 4000 gen sýndu meira en tvöfaldan mun á tján- ingu milli frumulína, um 300 gen sýndu meira en fjórfaldan mun og um 10 gen sýndu yfir áttfaldan mun á genatjáningu. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til ólíkrar genatjáningar í frumulínunum A176 og Th69 sem mögulega rná rekja til BRCA2 stökkbreytingar. Þau gen sem sýna ólíka tjáningu ntilli frumulína má nota til áframhaldandi samanburðar á genatjáningu, til dæmis með nýjum DNA örflögum með völdum þreifurum. V 05 Breytingar á litningi 3 og framvinda æxlisvaxtar í nag- dýrum og mönnum Þúrgunnur Eyfjörð Pctursdóttir1. Unnur Þorsteinsdóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson14, Páll Helgi Möller2, Chen Huiping5, Jóhannes Björnsson1, Val- garður Egilsson1, Stefan Imreh6, Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknastofa í meinafræði og 2skurðdeild Landspítala, 3íslensk erfða- greining, 4Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 5Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, "Microbiology and Turnor Biology Center (MTC), Karolinska Institutet, Stokkhólmi thorgep@landspitali.is Inngangur: Litningur 3 er afbrigðilegur í æxlum. Á Karolinska Institutet var þróað próf til að finna litningasvæði sem innihalda æxlisbæligen. Prófið byggir á því að þegar músa/manna örfrumu- blendingar eru látnir vaxa í ónæmisbældum músum, þá þurfa 72 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.