Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 27
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl 0,82 en meðal SDS hæðar var -1,68 við 36 mánaða aldur. Allir einstaklingarnir eiga við mismikla þroskahömlun að stríða. Eistu höfðu ekki gengið niður hjá neinum drengjanna við fæðingu og fimm fóru í aðgerð. Fjórir einstaklingar hafa verið meðhöndlaðir með vaxtarhormóni, þrír með góðum árangri á vöxt og fitudreifingu en einn án árangurs. Einn hefur farið í aðgerð vegna sjúklegrar offitu með sæmilegum árangri. Alyktanir: Nýgengi Prader-Willi heilkennis á íslandi er hærra en tölur um nýgengi erlendis gefa til kynna. Hafa ber í huga að mjög fáar niðurstöður rannsókna á nýgengi PWS hafa verið birtar erlendis. Birtingarmynd heilkennisins er svipuð hérlendis og ann- ars staðar. E 09 Insúlínháð sykursýki barna á íslandi. Árangur með- ferðar á göngudeild Rannveig Linda PórisdóUir', Ragnar Bjarnason2, Elísabet Konráðsdóttir2, Árni V. Þórsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2göngudeild sykursjúkra bama og unglinga, Barnaspítala Hringsins amiv@landspitali.is Inngangur: Insúlínháð sykursýki er langvinnur, ólæknandi sjúk- dómur sem haldið er í skefjum með insúlíngjöf, mataræði og aðgát í hreyfingum. Lýst er árangri meðferðar hjá íslenskum ung- mennum með insúlínháða sykursýki á göngudeild sykursjúkra barna og unglinga, sem hefur verið starfrækt síðastliðin 10 ár. Efniviður og aðferðir: Að fengnum tilskildum leyfum voru sjúkra- skýrslur allra sjúklinga deildarinnar sem greindust á Islandi á tímabilinu 1.1.1994-1.8.2004 kannaðar. Tekin var þverskurðarat- hugun á tímabilinu 15.3-14.7.2004 og niðurstöður mælinga við síðustu komu barnanna til deildarinnar voru skráðar. Samtals 83 sjúklingar, 43 drengir og 40 stúlkur. Niðurstöður: Meðalgildi HbAlc hjá börnum og unglingum í þver- skurði 15.3. til 14.7. 2004 var 8,18±1,31%. Stúlkur voru hærri en drengir, 8,30±1,33% á móti 8,08±1,29 %, en þó ekki marktækt (p=0,46). Meðalaldur var 13,26±3,78 ár. Marktæk hækkun var á HbAlc eftir aldri (p=0,003) og tímalengd frá greiningu (p=0,006). Fylgni var milli HbAlc og hækkandi insúlínskammta (p=0,015). Marktæk hækkun var á insúlínskömmtum samanborið við aldur (p<0,05). Tíu börn (12%) fengu slæm blóðsykurföll á tímabilinu 15.3. til 14.7. 2004. Meðalgildi HbA|c við greiningu var 11,1 ±2,2%. Meðalgildi SDS (standard deviation score) fyrir hæð drengja við greiningu var0,46±l,07 og stúlkna -0,06±1,38 (p=0,047). Ekki var hlutfalls- lega marktækur munur á hæð SDS fjórum árum eftir greiningu (p>0,05). Marktæk þyngdaraukning var hjá báðum kynjum fjórum árum eftir greiningu og mun meiri hjá stúlkum en drengjum (p<0,05). Fimm börn (4,5%) greindust með vanvirkni á skjaldkirlli á tímabilinu 1994-2004. Ályktanir: í samantekt sýna niðurstöður rannsóknarinnar að stjórnun blóðsykurs hjá sykursjúkum börnum og unglingum á Islandi gengur vel miðað við niðurstöður sem birtar hafa verið frá mörgum öðrum löndum. Rannsóknin staðfesti það sem komið hefur fram í flestum erlendum rannsóknum að unglings- stúlkur eiga erfiðara með sykurstjórn en piltar. Hæðarvöxtur var eðlilegur hjá báðum kynjum við greiningu og fjórum árum síðar. Marktækt meiri þyngdaraukning kom fram hjá stúlkum miðað við drengi þegar liðin voru fjögur ár frá greiningu sykursýki. E 10 Congenital adrenal hyperplasia. Nýgengi, algengi og faraldsfræði erfðaþátta á íslandi í 35 ár, 1967-2002 Einar Þór Hatberg1, Sigurður Þ. Guðmundsson3, Árni V. Þórsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, ’lyflækningadeild Landspítala arniv@landspitali. is Inngangur: Congenital adrenal hyperplasia (CAH) er sjúkdómur orsakaður af galla í tjáningu ensíma sem taka þátt í myndun bark- stera. Meira en 95% sjúkdómstilfella má skýra með galla í geninu sem tjáir 21 hýdroxýlasa. CAH erfist víkjandi og hefur ýmsar birt- ingarmyndir allt frá því að geta valdið dauða á fyrstu dögum eftir fæðingu í vægari form. Nýgengi sjúkdómsins í flestum löndum Evrópu er 1:10.000-1:15.000 af lifandi fæðingum. Markmið rann- sóknarinnar er að kanna algengi/útbreiðslu sjúkdómsins á íslandi og erfðafræðilegar orsakir hans. Ennfremur að kanna meðferðar- form, afdrif sjúklinga og fylgikvilla sjúkdómsins eða meðferðar. Efniviðtir og aðferðir: Að fengnum leyfum voru sjúkraskrár kannaðar frá sjúkrahúsum í Reykjavík og Akureyri. Upplýsingar voru fengnar frá öllum sérfræðingum í innkirtlafræðum og í við- tölum við sjúklinga eða foreldra. Áreiðanleiki var kannaður með útskrift af 17-OH prógesterón-mælingum síðustu þriggja ára. Þátttakendum var sent bréf til kynningar. Pátttöku samþykktu 95% sjúklinga. Blóðsýnum til erfðarannsóknar var safnað frá þátttakendum. Niðurstöður: Greining var staðfest hjá 39 einstaklingum, 23 konum og 16 körlum. Algengi 1. des. 2002 var 12,8:100.000. Á tímabilinu fæddust 26 einstaklingar með CAH (12 stúlkur, 14 drengir). Nýgengi sjúkdómsins er því 1:6.005 af lifandi fæddum. Salttapandi formið (ST) greindist hjá 13 (nýgengi 1:12.009) sem er 33,3% sjúklinga. Tvö ung börn hafa látist. Enginn íslendingur fannst með salttapandi formið eldri en 33 ára. Alls hafa 26 lokið hæðarvexti. Meðal SDS ( standard deviation score) fyrir hæð var -1,4±1,1SD. Meðal þyngdarstuðull (BMI, body mass index) var 29,5±8,0 SD. Tíu hafa eignast barn (38,5%). Ályktanir: CAH er algengara á íslandi (1:6005) en í nágrannalönd- um og marktækt hærra en í Svíþjóð (1:9.800) p<0,003. Dreifing kynja er jöfn. Salttapandi formið fannst hjá 33,3% íslendinga með CAH (Svíþjóð 85%, Finnland 50%). Veruleg vaxtarskerðing og ofþyngd fannst hjá fullvöxnum sjúklingum sem trúlega er bæði afleiðing sjúkdómsins og meðferðar. Rannsókn á erfðaþáttum stendur nú yfir. Kembileit hjá nýburum er fyrirhuguð á íslandi sem mun auka öryggi og bæta horfur barna með CAH. E 11 Áhrif hreyfingar á magn líkamsfitu hjá 9 og 15 ára börnum Þórarinn Sveinsson', Sigurbjörn Á. Arngrímsson2, Kristján Þ. Magnússon3, Erlingur Jóhannsson2 'Rannsóknastofa í hreyfivísindum HI, 2Iþróttafræðasetur Kennaraháskóla íslands, 3Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík thorasve@hi.is Læknabladið/fylgirit 50 2004/90 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.