Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 61
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA H I
Efniviður og aðferðir: Fjörutíu og níu sjálfboðaliðar (25 fengu
lyf og 24 lyfleysu) sem fengið hafa ítrekað munnangur gáfu upp-
lýst samþykki um að taka þátt í tvíblindri rannsókn með lyfleysu
viðmiði og voru túpur randomiseraðar. Sjálfboðaliðar með járn-,
fólat- eða B12 vítamínskort voru undanskildir. Hlaup (með dox-
ycyklíni eða lyfleysu) var borið á sárin fjórum sinnum á dag í þrjá
daga og sjálfboðaliðar skráðu í dagbók óþægindi eða sársauka og
hvort sárið hyrfi.
Niðurstöður: Hlaupið með lyfi og lyfleysu ollu ekki marktækum
óþægindum hjá sjúklingum. Það tolldi vel á slímhúð og myndaði
þar verjandi himnu, þar sem báðir hópar lýstu minnkun í sárs-
auka eftir að hlaupið var borið á sár. Eftir meðferð í þrjá daga
höfðu sár gróið hjá 70% sjálfboðaliða sem fengu lágskammta
doxycyklín, samanborið við aðeins 25% hjá þeim sem fengu lyf-
leysu. Stytting tímans sem tók sárið að gróa reyndist marktæk
(p<0,005). Engir sjálfboðaliðar fengu yfirsýkingu.
Ályktanir: Notkun lágskammta doxycyklíns sem MMPs hindra
hefur græðandi áhrif og hraðar lækningu munnangurs án þess
að valda marktækum hliðarverkunum. Lágskammta doxycyklín
hlaup er því vænlegt til að meðhöndla ítrekað munnangur.
E 108 In vitro áhrif valdra fjölsykra úr íslenskum fléttuteg-
undum á angafrumur ónæmiskerfisins
Scssel ja Ómarsdóttir', Jóna Freysdóttir2, Elín Soffía Ólafsdóttir1
'Lyfjafræðideild Hl. 2Naturimm ehf.
sesselo@hi.is
Inngangur: Fléttur framleiða aðallega fjórar gerðir fjölsykra;
oi-glúkön, þ-glúkön, galaktómannön og heteróglýkön. Margar
fléttufjölsykrur hafa sýnt áhugaverða líffræðilega verkun en oft
hafa þær ekki verið nægilega vel upphreinsaðar og skilgreindar.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif 11 valdra fjöl-
sykra úr íslenskum fléttum í in vitro angafrumulíkani til að meta
tengsl milli byggingar og verkunar.
Efniviður og aðferðir: Fjölsykrurnar voru úrhlutaðar, einangrað-
ar, upphreinsaðar og byggingaákvarðaðar með þekktum aðferð-
um. Fjölsykrurnar í styrknum 100 pg/ml voru prófaðar í in vitro
angafrumulíkani þar sem mónócýtar voru einangraðir úr blóði og
látnir þroskast í óþroskaðar angafrumur. Óþroskaðar angafrumur
voru síðan ræktaðar með/án fjölsykranna og látnar þroskast yfir í
þroskaðar angafrumur. Hluta af flotinu úr angafrumuræktinni var
safnað og seytun frumuboða mæld með ELISA. Jafnframt voru
þroskaðar angafrumur sem ræktaðar voru með/án sykranna rækt-
aðar áfram með óreyndum T-frumum.
Niðurstöður: Mikil breidd var í svörun sykranna. Fyrstu niður-
stöður benda til þess að línuleg glúkön og heteróglýkön auki
IL-10 seytun angafrumnanna á meðan að sykrur þar sem að gal-
aktómannan er meginuppistaðan í byggingunni fái angafrumur
frekar til að seyta IL-12p70. Pað virðist jafnframt ekki vera sömu
sykrurnar sem hafa áhrif á IL-12p40 og IL-12p70 seytun anga-
frumnanna.
Ályktanir: Greininlegt er að svörun þessara 11 fjölsykra er mjög
mismunandi. Sumar fjölsykrurnar eru líklegir kandídatar til þess
að ræsa ónæmiskerfið á meðan aðrar virðast bæla ónæmissvar.
Skimun á virkni náttúruefna í in vitro angafrumulíkani er aðferð
sem hægt er að nota til að velja áhugaverð efnasambönd til að
skoða frekar í dýralíkönum.
E 109 Gallað mannan bindilektín getur stuðlað að rauðum
úlfum (SLE) í íslenskum ættum
Sædís Sævarsdóttir'2, Helga Kristjánsdóttir3, Gerður Gröndal3, í>óra Vík-
ingsdóttir2, Kristján Steinsson3, Helgi Valdimarsson12
‘Læknadeild H f, 2ónæmisfræðideild Landspítala, -’Rannsóknastofa í gigtsj úk-
dómum
saedis@landspitali. is
Inngangur: Uppsöfnun apoptótískra frumuleifa getur stuðlað að
rauðum úlfum (systemic lupus erythematosus, SLE) með mynd-
un sjálfsmótefna. Mannan bindilektín (MBL) er prótein sem
getur hreinsað frumuleifar, sýkla og mótefnafléttur með virkj-
un komplímentkerfisins. Galli í byggingu MBL er algengur og
erfðafræðilega vel skilgreindur. Honum fylgir lágt magn af virku
próteini í sermi. Gallað MBL hefur ásamt skorti á komplíment-
þætti C4A (C4AQ0) verið tengt aukinni áhættu á SLE ntiðað við
óskyld viðmið.
Ef'niviöur og aðferðir: MBL magn var mælt í sermi, stökkbreyt-
ingar í MBL geni greindar (rauntíma PCR) og C4 samsætur
ákvarðaðar með próteinrafdrætti í níu SLE ættum með 24 SLE
sjúklinga, 83 fyrsta stigs (1°) og 23 annars stigs (2°) ættingja án
SLE. Óskyld viðmið voru 30 venslamenn (makar og inngiftir).
Niðurstöður: Tíðni galla í MBL geni var 36% hjá sjúklingum,
26% hjá 1° og 13% hjá 2° ættingjum (p=0,057) en tíðni C4AQ0
var svipuð. Sjúklingar höfðu oftar bæði C4AQ0 og MBL galla
(p=0,03). Jafnframt var marktækur munur á MBL magni sjúk-
linga og ættingja (p=0,006). Venslamenn höfðu hins vegar svipaða
tíðni gallaðs MBL og sjúklingar, en enginn þeirra hafði bæði sam-
settan MBL galla og C4AQ0. Fjórar af ættunum níu höfðu lægri
tíðni gallaðs MBL samanborið við venslamenn og voru hinar
fimm ættirnar athugaðar sérstaklega. í þeim var gallað MBL
algengara í sjúklingum (64%) en 1° (38%) og 2° (0%) ættingjum
(p=0,0002), og allir SLE sjúklingar höfðu annaðhvort C4AQ0 eða
gallað MBL (p=0,0005). MBL magn SLE sjúklinga var jafnframt
lægra en ættingja í þessum ættum (p<0,001). Ekki voru merki um
eyðingu á MBL (consumption).
Ályktanir: Gallað MBL getur stuðlað að SLE hjá einstaklingum
nteð ættlægan sjúkdóm, óháð sem og til viðbótar við C4AQ0.
MBL kann því að vernda gegn SLE.
Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarnámssjóði RANNÍS.
E 110 Efnasmíð og rannsóknir á glúkósamínu- og kítósykru-
afleiðum með bakteríuhamlandi eiginleika
Ögniundur Viðar Rúnarsson1, Jukka Holappa2, Tapio Nevalainena2, Pasi
Soininen2, Martha Hjálmarsdóttir3, Tomi Járvinen2, Þorsteinn Loftsson1,
Már Másson'
‘Lyfjafræðideild HÍ, 2University of Kuopio, Finnlandi, ’Tækniháskóli
Islands
ovr@hi.is
Inngangur: Kítósykrur skiptast í kítósan og kítín en skilgreiningin
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 61