Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 93
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
meiri streitu en aðrar starfsstéttir, 3) samband streitu og heil-
brigðistengdrar hegðunar og 4) hvaða stuðningi starfsfólk óskar
eftir í starfi.
Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þversniðskönnun. Úrtakið
var allir starfsmenn (N=131) lyflækningasviðs II Landspítala.
Streituþættir voru mældir á kvarðanum 0 (aldrei) til 5 (daglega).
Niðurstöður: Þátttakendur voru 53 (40,5%) og skiptust í þrjá
hópa: hjúkrunarfræðinga (60%), sjúkraliða (21%) og aðra (19%).
Streita í starfi var nokkur og fundu hjúkrunarfræðingar oftar fyrir
streitu en aðrir starfshópar (3,1+0,87 vs. 2,5+0,83; P=0,026).
Meginstreituþættir voru: skortur á starfsfólki (3,31+0,98; a=0,81),
tímaskortur tengdur hjúkrun sjúklings (3,24+0,76; a=0,92), tíma-
bil fyrir og við andlát sjúklings (2,79+0,59; a=0,82) og samskipti
við sjúklinga og aðstandendur (2,76+0,49; a=0,78). Þeir sem
fundu fyrir meiri streitu fundu einnig fyrir fleiri Iíkamlegum ein-
kennum (r=0,363; P=,009), þeir sváfu verr (r=0,343; P=,013) og
drukku oftar áfengi (r=0,290; P=0,056) (P< 0,1).
Ályktanir: Þátttakendur finna fyrir nokkurri eða mikilli streitu í
starfi. Þeir þættir sem einkum valda streitu eru: skortur á starfsfólki,
tímaskortur og tímabil fyrir og við andlát sjúklings. Þátttakendur
óska eftir stuðningi í starfi, svo sem handleiðslu, stuðningi nánasta
samstarfsfólks og stuðningi fagfólks (sjúkrahúsprests, sálfræðings
og félagsráðgjafa). Einnig óska þeir eftir stærra húsnæði, bættri
vinnuaðstöðu og nrinna vinnuálagi.
V 62 Fræðsluþarfir verðandi feðra og viðhorf þeirra til
föðurhlutverksins
Helgu Gottf'rcðsdóttir
Háskóli íslands, Heilsugæslan í Reykjavík
helgagot@hi.is
Inngangur: Ein afdrifaríkasta breyting sem verður í lífi fólks er
fæðing barns. Meðgangan er ekki eingöngu tími mikilla líkam-
legra breytinga hjá verðandi mæðrum heldur er hún jafnframt tími
aðlögunar og undirbúnings fyrir nýtt hlutverk, foreldrahlutverkið.
í dag er litið á meðgöngu og fæðingu sem sameiginlega reynslu
verðandi foreldra og undirstrikar tilkoma laga um fæðingarorlof
þessa hugmyndafræði hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar
var að lýsa fræðsluþörfum þeirra feðra sem eiga von á sínu fyrsta
barni og öðlast skilning á viðhorfunr þeirra til föðurhlutverksins.
Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem felst í því að skoða
fræðsluþarfir verðandi feðra og þátttöku þeirra í meðgönguvernd.
Efniviður og aðferðir: Kenningaþróun við þessa rannsókn er
aðleiðsla en til upplýsingasöfnunar voru tekin viðtöl við rýni-
hópa. Viðtölin voru vélrituð og niðurstöður skoðaðar í ljósi
fyrirbærafræðinnar. Þátttakendur voru 15 verðandi feður og var
meðgöngulengd kvenna þeirra 27-37 vikur. Þeir voru allir á líkum
aldri og bjuggu í Reykjavík.
Niðurstöður: í viðtölunum voru greind nokkur þemu. Mest áber-
andi voru: kvíði og áhyggjur, hjálparleysi, að hafa ekki stjórn og
gleði og tilhlökkun. Verðandi feður eru leitandi í hugmyndum
sínum um föðurhlutverkið þar sem viðhorf og væntingar til feðra
hafa breyst á síðustu áratugum. í viðtölunum var þeim tíðrætt um
neikvæða orðræðu samfélagsins sern felst aðallega í umfjöllun um
aukin útgjöld vegna réttinda feðra til fæðingaroriofs.
Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa ljósmæðrum tilefni til að skoða
umönnun og fræðslu sem þær veita á meðgöngu og undirstrika að
verðandi feður hafa þörf fyrir upplýsingar og ráðgjöf sem byggist
á þeirra forsendunr.
V 63 Hverfandi áhrif árstíða á andlega og líkamlega líðan
sjónskertra
Sigurveig Gunnarsdóttir', Guðmundur Viggósson2, Jóhann Axelsson', Þór
Eysteinsson1
2Læknadeild HÍ, Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Sjónstöð íslands
thoreys@hi.is
Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga viðbrögð
sjónskertra við árstíðabreytingum.
Efniviður og aðferðir: Alls voru 40 þátttakendur valdir úr skrám
Sjónstöðvar íslands með tilliti til sjónskerðingar þeirra og hún
flokkuð eftir flokkunarkerfi alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í
fimm aðskilda flokka. Rannsakaðir voru átta hópar einstaklinga
með mismunandi orsakir blindu eða sjónskerðingu: achromatops-
ia, heilatengd sjónskerðing, retinitis pigmentosa, anophthalmia,
sjóntaugarrýrnun og gláka, fyrirburaaugnveiki, aldursháð hrörn-
un miðgrófar og blinda vegna tréspíradrykkju. Sami athugandi
las spurningalista sem greinir vetrarþunglyndi og metur árstíða-
sveiflu, Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ),
fyrir alla þátttakendur og skráði svör.
Niðurstöður: Meðalárstíðasveifla alls hópsins var 2,08 ± 2,41.
Kynjamunur var ómarktækur. Hjá 35% þátttakenda mældist eng-
in árstíðasveifla. Enginn marktækur munur var á árstíðasveiflu
þátttakenda með skert sjónskyn og með ekkert sjónskyn. Hins
vegar var marktæk neikvæð fylgni milli aldurs og árstíðasveiflu
þátttakenda. Enginn þátttakenda mældist með árstíðasveiflu sem
samræmist skilgreiningu á vetrarþunglyndi.
Ályktanir: Árstíðasveifla sjónskertra reyndist til muna lægri
en hjá tilviljunarúrtaki íslensku þjóðarinnar, þar sem meðaltal
árstíðasveiflu reyndist 55 og aðeins 10% sýndu enga árstíðasveiflu
(Magnússon og Stefánsson, 1993). Algengi vetrarþunglyndis hjá
sjáandi reyndist 3,6% en ekkert meðal sjónskertra. Þessar niður-
stöður samrýmast þeirri tilgátu að óskert sjón sé forsenda árstíða-
sveiflu og þar rneð vetrarþunglyndis.
V 64 Vellíðan og heilsa fyrsta árið eftir missi ástvinar. Rann-
sókn á fullorðnum íslendingum
Arndís Jónsdóttir1-2, Guðrún Kristjánsdóttir1-2, Rúnar Vilhjálmsson1
'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali
gkrist@hi.is
Inngangur: Rannsóknir sýna að missir ástvinar geti haft í för með
sér langvinna röskun á heilsu og vellíðan. Rannsókn þessi beind-
ist að tengslum missis ættingja (maka, barns, fjölskyldumeðlims)
eða vinar og andlegrar og líkamlegrar heilsu og vellíðunar ein-
staklinga á fyrsta árinu eftir slíkan missi.
Efniviður og aðferðir: Af tilviljunarúrtaki 1924 18-75 ára íslend-
inga reyndust 711 hafa orðið fyrir missi ástvinar eða náins vinar
Læknablaðið/fyloirit 50 2004/90 93