Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Page 93
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ meiri streitu en aðrar starfsstéttir, 3) samband streitu og heil- brigðistengdrar hegðunar og 4) hvaða stuðningi starfsfólk óskar eftir í starfi. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða þversniðskönnun. Úrtakið var allir starfsmenn (N=131) lyflækningasviðs II Landspítala. Streituþættir voru mældir á kvarðanum 0 (aldrei) til 5 (daglega). Niðurstöður: Þátttakendur voru 53 (40,5%) og skiptust í þrjá hópa: hjúkrunarfræðinga (60%), sjúkraliða (21%) og aðra (19%). Streita í starfi var nokkur og fundu hjúkrunarfræðingar oftar fyrir streitu en aðrir starfshópar (3,1+0,87 vs. 2,5+0,83; P=0,026). Meginstreituþættir voru: skortur á starfsfólki (3,31+0,98; a=0,81), tímaskortur tengdur hjúkrun sjúklings (3,24+0,76; a=0,92), tíma- bil fyrir og við andlát sjúklings (2,79+0,59; a=0,82) og samskipti við sjúklinga og aðstandendur (2,76+0,49; a=0,78). Þeir sem fundu fyrir meiri streitu fundu einnig fyrir fleiri Iíkamlegum ein- kennum (r=0,363; P=,009), þeir sváfu verr (r=0,343; P=,013) og drukku oftar áfengi (r=0,290; P=0,056) (P< 0,1). Ályktanir: Þátttakendur finna fyrir nokkurri eða mikilli streitu í starfi. Þeir þættir sem einkum valda streitu eru: skortur á starfsfólki, tímaskortur og tímabil fyrir og við andlát sjúklings. Þátttakendur óska eftir stuðningi í starfi, svo sem handleiðslu, stuðningi nánasta samstarfsfólks og stuðningi fagfólks (sjúkrahúsprests, sálfræðings og félagsráðgjafa). Einnig óska þeir eftir stærra húsnæði, bættri vinnuaðstöðu og nrinna vinnuálagi. V 62 Fræðsluþarfir verðandi feðra og viðhorf þeirra til föðurhlutverksins Helgu Gottf'rcðsdóttir Háskóli íslands, Heilsugæslan í Reykjavík helgagot@hi.is Inngangur: Ein afdrifaríkasta breyting sem verður í lífi fólks er fæðing barns. Meðgangan er ekki eingöngu tími mikilla líkam- legra breytinga hjá verðandi mæðrum heldur er hún jafnframt tími aðlögunar og undirbúnings fyrir nýtt hlutverk, foreldrahlutverkið. í dag er litið á meðgöngu og fæðingu sem sameiginlega reynslu verðandi foreldra og undirstrikar tilkoma laga um fæðingarorlof þessa hugmyndafræði hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa fræðsluþörfum þeirra feðra sem eiga von á sínu fyrsta barni og öðlast skilning á viðhorfunr þeirra til föðurhlutverksins. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem felst í því að skoða fræðsluþarfir verðandi feðra og þátttöku þeirra í meðgönguvernd. Efniviður og aðferðir: Kenningaþróun við þessa rannsókn er aðleiðsla en til upplýsingasöfnunar voru tekin viðtöl við rýni- hópa. Viðtölin voru vélrituð og niðurstöður skoðaðar í ljósi fyrirbærafræðinnar. Þátttakendur voru 15 verðandi feður og var meðgöngulengd kvenna þeirra 27-37 vikur. Þeir voru allir á líkum aldri og bjuggu í Reykjavík. Niðurstöður: í viðtölunum voru greind nokkur þemu. Mest áber- andi voru: kvíði og áhyggjur, hjálparleysi, að hafa ekki stjórn og gleði og tilhlökkun. Verðandi feður eru leitandi í hugmyndum sínum um föðurhlutverkið þar sem viðhorf og væntingar til feðra hafa breyst á síðustu áratugum. í viðtölunum var þeim tíðrætt um neikvæða orðræðu samfélagsins sern felst aðallega í umfjöllun um aukin útgjöld vegna réttinda feðra til fæðingaroriofs. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa ljósmæðrum tilefni til að skoða umönnun og fræðslu sem þær veita á meðgöngu og undirstrika að verðandi feður hafa þörf fyrir upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á þeirra forsendunr. V 63 Hverfandi áhrif árstíða á andlega og líkamlega líðan sjónskertra Sigurveig Gunnarsdóttir', Guðmundur Viggósson2, Jóhann Axelsson', Þór Eysteinsson1 2Læknadeild HÍ, Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2Sjónstöð íslands thoreys@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga viðbrögð sjónskertra við árstíðabreytingum. Efniviður og aðferðir: Alls voru 40 þátttakendur valdir úr skrám Sjónstöðvar íslands með tilliti til sjónskerðingar þeirra og hún flokkuð eftir flokkunarkerfi alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í fimm aðskilda flokka. Rannsakaðir voru átta hópar einstaklinga með mismunandi orsakir blindu eða sjónskerðingu: achromatops- ia, heilatengd sjónskerðing, retinitis pigmentosa, anophthalmia, sjóntaugarrýrnun og gláka, fyrirburaaugnveiki, aldursháð hrörn- un miðgrófar og blinda vegna tréspíradrykkju. Sami athugandi las spurningalista sem greinir vetrarþunglyndi og metur árstíða- sveiflu, Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ), fyrir alla þátttakendur og skráði svör. Niðurstöður: Meðalárstíðasveifla alls hópsins var 2,08 ± 2,41. Kynjamunur var ómarktækur. Hjá 35% þátttakenda mældist eng- in árstíðasveifla. Enginn marktækur munur var á árstíðasveiflu þátttakenda með skert sjónskyn og með ekkert sjónskyn. Hins vegar var marktæk neikvæð fylgni milli aldurs og árstíðasveiflu þátttakenda. Enginn þátttakenda mældist með árstíðasveiflu sem samræmist skilgreiningu á vetrarþunglyndi. Ályktanir: Árstíðasveifla sjónskertra reyndist til muna lægri en hjá tilviljunarúrtaki íslensku þjóðarinnar, þar sem meðaltal árstíðasveiflu reyndist 55 og aðeins 10% sýndu enga árstíðasveiflu (Magnússon og Stefánsson, 1993). Algengi vetrarþunglyndis hjá sjáandi reyndist 3,6% en ekkert meðal sjónskertra. Þessar niður- stöður samrýmast þeirri tilgátu að óskert sjón sé forsenda árstíða- sveiflu og þar rneð vetrarþunglyndis. V 64 Vellíðan og heilsa fyrsta árið eftir missi ástvinar. Rann- sókn á fullorðnum íslendingum Arndís Jónsdóttir1-2, Guðrún Kristjánsdóttir1-2, Rúnar Vilhjálmsson1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir sýna að missir ástvinar geti haft í för með sér langvinna röskun á heilsu og vellíðan. Rannsókn þessi beind- ist að tengslum missis ættingja (maka, barns, fjölskyldumeðlims) eða vinar og andlegrar og líkamlegrar heilsu og vellíðunar ein- staklinga á fyrsta árinu eftir slíkan missi. Efniviður og aðferðir: Af tilviljunarúrtaki 1924 18-75 ára íslend- inga reyndust 711 hafa orðið fyrir missi ástvinar eða náins vinar Læknablaðið/fyloirit 50 2004/90 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.