Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 57
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl TGG GAA AGG). Tuttugu viðmiðunarstofnar voru notaðir til að staðfesta tegundasérvirkni prímeranna. Niðurstöður: Allir viðmiðunarstofnarnir (Pi= 14, Pn=6) voru rétt greindir með PCR aðferðinni. Að meðaltali var 8,1 klínískur stofn greindur úr hverju sýni. Þrátt fyrir að allar konur hefðu einkenni þungunartannholdsbólgu fannst Pi ekki, en 292 af 300 stofnum reyndust vera Pn og 8 stofnar greindust ekki til tegundar með PCR aðferðinni. Ályktanir: Rannsókn okkar sýndi að tannhold þungaðra kvenna var nokkuð heilbrigt og staðfesti fyrri niðurstöður um að Pn er algeng í heilbrigðu tannholdi ungra kvenna og að Pi finnst ekki. Pn virðist tengjast þungunartannholdsbólgu. E 96 Rannsókn mannleifa úr fornleifauppgreftri á Skelja- stöðum í Þjórsárdal Sventl Richter, Sigfús Þór Elíasson, Sigurjón Arnlaugsson Tannlækningastofnun, Tannlæknadeild Háskóla Islands svend@simnet.is Inngangur: Á Skeljastöðum í Pjórsárdal fóru fram fornleifarann- sóknir 1931 og 1939. Grafnar voru upp beinagrindur 66 manna. Aldur mannleifanna byggist á aldursgreiningu gosösku úr Heklu frá 1104 sem aflagði byggð í Þjórsárdal. Jón Steffensen, sem gerði merkar mannfræðirannsóknir á Skeljastaðaþýðinu, telur að um sé að ræða beinagrindur af fimm kornabörnum, tveimur börnum og 59 fullvöxnum mönnum. Efniviður og aðferðir: Hæf til mælinga var 51 höfuðkúpa. Við ald- ursákvörðun voru notaðar sex aðferðir byggðar á þroska tanna og ein á lokun beinsauma kúpu. Kyngreining fullorðinna byggðist á kyneinkennum kúpu, kjálka og í einstaka tilfellum pelvis. Skráð var slit á tönnum, fjarlægð frá glerungsbrún að kjálkabeini, bein- garðar, áverkar og sjúklegar breytingar. Niðurstöður: í hópnum reyndust þrír einstaklingar vera £17 ára, tveir 18-20, ellefu 26-35, 29 voru 36-45 ára og sex >46 ára. Þrettán reyndust vera konur, átta sennilega konur, 17 karlar, fjórir sennilega karlar og sjö með óþekkt kynferði. Af 915 tönnum í 49 einstaklingum var meðaltannslit 1,9 þar sem 0 merkir ekkert slit, 1 slit í glerungi, 2 í tannbeini og 3 inn í kvikuhol. Tíðni torus pal- atinus var 41% og torus mandibularis 51%. Enginn kynjamunur var á tíðni beingarða. Fjarlægð frá glerungsbrún að kjálkabeini var almennt mikil og jókst eftir aldri. Ályktanir: Niðurstöður á aldri og kynferði eru nánast þær sömu og Jón Steffensen og Hildur Gestsdóttir fengu í rannsóknum sínum. Nokkur munur reyndist milli rannsóknaraðferða. Mikið tannslit kann að skýrast af mataræði. Tíðni torus mandibularis og palatinus reyndist nokkuð lægri en niðurstöður rannsókna annarra, en mun algengari en nú á dögum. Óvarlegt er að álykta að mikil fjarlægð frá glerungsbrún að kjálkabeini (beintap) stafi eingöngu af tannvegssjúkdómum. Hluta skýringar er að leita í eruption tanna við tannslit. E 97 Breytingar á sjónlagi í einstaklingum 50 ára og eldri á fimm ára tímabili. Reykjavíkuraugnrannsókn Elínborg Guðmundsdóttir', Ársæll Arnarsson* 1, Friðbert Jónasson1, Hiroshi Sasaki2, Kazuyuki Sasaki2 'Augndeild Landspítala, 2augndeild Kanazawa Medical University, Uchin- ada, Japan elinbgud@landspitali.is Inngangur: Reykjavíkuraugnrannsókn er viðamikil rannsókn á augnheilsu einstaklinga 50 ára og eldri og fylgst er með breyt- ingum á fimm ára tímabili. í þessum hluta rannsóknarinnar eru skoðaðar breytingar á sjónlagi á þessum fimm árum hjá einstak- lingum 50 ár og eldri. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak úr þjóðskrá 1700 einstaklinga í Reykjavík 50 ára og eldri. Þeir gengust undir ítarlega augnskoðun 1996 og aftur 2001. Af 1379 einstaklingum sem náðist í 1996 komu 1045 til skoðunar og fimm árum síðar mættu 846 þeirra aftur til ítarlegrar skoðunar. Sjónlag var mælt með Nidek ARK 900 sjálfvirkum sjónlagsmæli. Teknar voru myndir af augasteini með sk. Scheimflug tækni og skoðað hvort ský væri til staðar. Lengd augans var mæld nteð Nidek Echoscan 800. Niðurstöður: Niðurstöður eru kynntar fyrir hægra auga. í ald- urshópnum 50-59 ára og 60-69 ára varð aukning á fjærsýni um 0,41 Dioptríu og 0,34 Dioptriur á þessu fimm ára tímabili. í ein- staklingum 70 ára og eldri varð væg aukning á nærsýni um 0,02 Dioptríur. I einstaklingum sem höfðu ský á augasteini af gráðu 2 og 3 við grunnskoðun varð aukning á nærsýni um 0,65 Dioptríur. Kyn, menntun, reykingar, hornhimnuþykkt, hæð eða BMI höfðu ekki marktæk áhrif á breytingarnar. Á þessu fimm ára tímabili varð aukning á sjónskekkju á móti reglunni um 0,13 Díoptríur. Ályktanir: Hjá einstaklingum 50-70 ára fer fjærsýni vaxandi með aldri en eftir 70 ára aldur verður vart dálítillar minnkunar á fjær- sýni. Ský á augasteini hefur marktæk áhrif á þessar breytingar og hjá einstaklingum með ský af gráðu 2 og 3 við grunnrannsókn sást talsverð minnkun á fjærsýni (aukning á nærsýni). Breyting varð á sjónskekkju með aldri í átt að á móti reglunni. E 98 Á íslandi er þurr ellihrörnun ríkjandi lokastig og vota tegundin mun sjaldgæfari. Augnrannsókn Reykjavíkur Friðbert Jónasson1, Ársæll Arnarsson1, Þórður Sverrisson', Einar Stefáns- son', Haraldur Sigurðsson1, Ingimundur Gíslason1, Alan C. Bird2 'Augndeild Landspítala, 2Moorfields augnsjúkrahúsið í London fridbert@landspitali. is Inngangur: Við rannsökuðum aldurs- og kynbundið algengi og fimm ára nýgengi ellihrörnunar í augnbotnum Reykvíkinga sem voru 50 ára og eldri við upphaf rannsóknar. Efniviður og aðfcröir: Við notuðum slembiúrtak úr þjóðskrá, sama hlutfall fyrir hvern árgang og hvort kyn. Eitt þúsund fjöru- tíu og fimm einstaklingar voru rannsakaðir 1996, það er svar- hlutfall 75,8% og af þeirn sem enn lifðu árið 2001 voru 88,2% skoðuð aftur. Við tókum þrívíddarmyndir af augnbotnum. Lesið var úr myndum á Moorfields augnsjúkrahúsinu í London og Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.