Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 97
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
V 73 Áhrif vatnsextrakts úr fjallagrösum (Cetraria island-
ica) á frumuboðaseytun angafrumna in vitro og ónæmis-
vakasértæka liðbóigu í rottum
Sesselja Ómarsdóttir1, Hulda Klara Ormsdóttir', Jóna Freysdóttir2, Kristín
Ingólfsdóttir1, Elín Soffía Ólafsdóttir1
’Lyfjafræðideild HÍ, 2Lyfjaþróun hf.
sesselo@hi.is
Inngangur: Fjallagrös, Cetraria islandica (L.) Ach. (Parmeliaceae)
er ein fárra fléttutegunda sem notuð er í lækningalegum tilgangi.
Vatnsextrakt og hrein efni einangruð úr fjallagrösum hafa sýnt
áhugaverða líffræðilega verkun. Markmið þessarar rannsóknar
var að magnákvarða fjögur helstu innihaldsefni fjallagrasaext-
rakts og kanna áhrif þess í in vitro angafrumulíkani og í in vivo
liðbólgulíkani í rottum.
Efniviður og aðfcrðir: Vatnsextrakt var framleitt með því að
sjóða mulin fjallagrös í fimm mínútur og frostþurrka flotið. RP-
HPLC var notað til að magngreina prótólichesterínsýru og fúmar-
prótócetrarínsýru og 'H og I3C-NMR til að magngreina isolichenan
og lichenan. Vatnsextraktið var prófað í angafrumulíkani þar sem
að mónócýtar voru einangraðir úr blóði og látnir þroskast í óþrosk-
aðar angafrumur, Óþroskaðar angafrumur voru síðan ræktaðar
rneð extraktinu og látnar þroskast áfram í þroskaðar angafrumur.
Floti af frumurækt var safnað og seytun frumuboða mæld með
ELISA. Vatnsextraktið var einnig prófað t ónæmisvakasértæku
liðbólgulíkani í rottum þar sem bólga var framkölluð í vinstra hné
rottnanna. Rotturnar voru svo sprautaðar með fjallagrasaextrakti
eða saltvatnslausn s.c, þrisvar í viku í sex vikur og umfang liðbólg-
unnar mælt.
Niðurstöður: Angafrumur sem ræktaðar voru með vatnsextrakti úr
fjallagrösum: háum styrk (200 og 100 pg/ml) seyttu auknu rnagni af
IL-10 (2,6 og 2,1 ng/ml) og minna magni af IL-12 (14 og 13 ng/ml)
miðað við grunngildi. Einnig minnkaði bólga í ónæmisvakasértækri
liðbólgu í rottunum sem fengu 2,5 mg/kg af extrakti þrisvar í viku.
Ályktanir: Vatnsextrakt úr fjallagrösum hefur áhrif á þroskun anga-
frumna þannig að þær seyta bólguhemjandi boðefnum og virðist
hafa bólgueyðandi áhrif í liðbólgulíkani í rottum. Tekist hefur að
magnákvarða fjögur helstu innihaldsefnin í fjallagrasavatnsextrakti.
V 74 Fjölsykrur úr ormagrösum (Thamnolia vermicularis
var. subuliformis) og áhrif þeirra á frumufjölgun miltisfrumna
og frumuboðaseytun miltisfrumna og kviðarholsmakróvaka
úr rottum in vitro
Scssclja Ómarsdóttir1, Jóna Freysdóttir2, Berit Smestad Paulsen’, Elín
Soffía Ólafsdóttir1
'Lyfjafræðideild HÍ, ’Lyfjaþróun hf„ ’Dept. of Pharmacognosy, Institute of
Pharmacy, University of Oslo
sesselo@hi.is
Inngangur: Fléttur eru hægvaxta samlífsverur sem samanstanda
af svepp og þörungi. Margar fjöisykrur úr sveppum og fléttum
hafa sýnt áhrif á ýmsa þætti ónæmiskerfisins. Markmið þessarar
rannsóknar var að einangra og byggingarákvarða fjölsykur úr
ormagrösum og rannsaka in vitro áhrif þeirra á frumufjölgun
miltisfrumna og frumuboðaseytun miltisfrumna og kviðarhols-
makróvaka úr rottum.
Efniviður og aðferðir: Fjölsykrurnar voru úrhlutaðar með heitu
vatni og 0,5 M NaOH, einangraðar með etanólfellingum og día-
lýsu, hreinsaðar upp með jónskiptaskiljun, gelsíun og preparatíft
á GP-HPLC. Byggingarákvörðun á efnunum var gerð með 'H
og l3C-NMR, metanólýsu, metýleringsgreiningu á GC-MS og
nteð ensímhýdrólýsu. Kviðarholsmakróvakar og miltisfrumur og
voru fengnar úr rottum og þær ræktaðar með/án fjölsykranna.
Frumufjölgun miltisfrumna var ákvörðuð með því að mæla 3H-
thýmidín upptöku frumna í skiptingu með sindurteljara. Frumu-
boðaseytun miltisfrumna og kviðarholsmakróvaka var mæld með
ELISA.
Niðurstöður: Ormagrös framleiða að minnsta kosti þrjú flókin
heteróglýkön og eitt þ-glúkan af lentinan gerð, Allar fjölsykrurn-
ar, nema Ths-4, í styrknum 100 pg/ml juku frumufjölgun miltis-
frumna, Ths-4 og Ths-2 í styrknum 100 pg/ml og Ths-5 í styrkjun-
um 100 og 33 pg/ml juku marktækt IL-10 seytun miltisfrumna
en engin sykranna hafði áhrif á IL-4 seytun þeirra. Fjölsykran
Ths-4 (100 pg/ml) jók marktækt seytun TNF-a hjá kviðarhols-
makróvökum.
Ályktanir: Orntagrös framleiða fjölsykrur með óvenjulegar bygg-
ingar. Niðurstöður virkniprófana gefa til kynna að þessar fjölsykr-
ur hafi bæði áhrif á frumur ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfis-
ins. Frekari rannsóknir á þessum fjölsykrum og samanburður á
áhrifum þeirra og fleiri byggingargerða fléttufjölsykra á ónæmis-
kerfið mun vonandi leiða til aukins skilnings á sambandi á milli
bygginga og verkunar.
V 75 Lyfjaeiginleikar pólýketíðanna alnumycin og helio-
mycín
Evu Lind I lelgiidóllir1, Davíð R. Ólafsson2, Sigríður Ólafsdóttir2, Sveinbjörn
Gizurarson1,2
'Lyfjaþróun hf„ 2lyfjafræðideild HÍ
eth@lyf.is
Inngangur: Actinomycetes og Streptomycetes bakteríur fram-
leiða margar gerðir af annars stigs afurðum af flokki pólýketíða.
Algengt er að pólýketíð hafi lyfjavirkni og til þeirra teljast lyf eins
og erythromýcín, tetracýclín, lovastatín og simvastatín. Markmið
þessarar rannsóknar er að kanna hvort nýta megi pólýketíðin
alnumycín og heliomycín sem lyf. Alnumycin hindrar vöxt K562
hvítblæðisfrumna en þessi virkni bendir til þess að alnumycin
hafi sambærileg áhrif og naphthopyranomycín og því líklegt til að
gagnast sem lyf gegn krabbameini. Heliomycín hefur virkni gegn
ýmsum sveppum og bakteríum. Stefnt er að þvf að rannsaka lyfja-
eiginleika sameindanna í dýrum.
El'niviður «g aðferðir: Próaðar voru HPLC greiningaraðferðir
fyrir bæði alnumycín og heliomycín. Notuð var vatnsfælniskilja og
ACN/maurasýru/vatns blanda í ferðafasa. Greiningaraðferðirnar
voru notaðar til að mæla octanol/vatns dreifistuðul (Kow) efnanna
en hann gefur hugmynd urn fitusækni lyfjaefna.
Niðurstöður: HPLC greiningaraðferðirnar voru línulegar á bil-
inu 9,4 til 93,6 ng/mL og greiningarmörkin kringum 11,0 ng/mL,
Octanol-/vatns dreifistuðull sýndi að bæði efnin eru mjög fitu-
LÆKNABUAPIÐ/FYUaiRrr 50 2004/90 97