Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 49
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl
frystinguna, á meðan CD4+ T-frumur dóu frekar. Dauffrumum
(neutrophils) fækkaði marktækt við frystingu, en smáætum
(monocytes) fjölgaði hlutfallslega. Einnig kom í ljós að PHA
ræsing frumna kemur í veg fyrir neikvæð áhrif frystingarinnar á
frumufjölgun.
Alyktanir: Lifun einkjarna frumna er mjög há og tjáning CD yfir-
borðssameinda breytist lítið eftir frystingu með aðferðum sem
notaðar eru á RG. Þetta tryggir áreiðanlegar niðurstöður fram-
tíðarrannsókna á frystum efniviði.
E 73 Einföld skimun fyrir vannæringu meðal aldraðra á
Landspítala
Inga Þórsdóttir1, Pálmi V. Jónsson2-3, Anna E. Ásgeirsdóttir1, Ingibjörg
Hjaltadóttir2, Sigurbjörn Björnsson23, Alfons Ramel'
'Rannsóknastofa í næringarfræö og Háskóli íslands,2öldrunarsvið Landspít-
ala, -’læknadeild HÍ
ingathor@landspitali.is
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta næringarástand
aldraðra á öldrunarsviði Landspítala og notagildi tveggja aðferða
til að skima fyrir vannæringu meðal aldraðra og einnig að hanna
einfaldara tæki með því að sameina mikilvægustu spurningar frá
þessum aðferðum, „Mini Nutrition Assessment (MNA)“ og skim-
unartæki fyrir vannæringu sem þróað hefur verið á LSH (SVL).
Efniviður og aðferðir: Samtals voru 60 sjúklingar rannsakaðir
með tilliti til MNA og SVL (>65 ára). Næmi og sértæki MNA og
SVL var reiknað út frá niðurstöðu viðmiðunaraðferðar, það er
nákvæmu mati á næringarástandi (NMN) með sjö breytum sem
sameiginlega gefa til kynna næringarástand. Til að þróa einfalt
skimunartæki voru spurningar frá bæði MNA og SVL sem gáfu
marktækan mun milli vel- og vannærðra, samkvæmt NMN, próf-
aðar í margþáttagreiningu og línulegri aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: 58% sjúklinganna voru vannærðir samkvæmt NMN
og ekki greindist munur milli kynja. Líkamsþyngdarstuðull,
ósjálfrátt þyngdartap, nýleg skurðaðgerð og lystarleysi höfðu for-
spárgildi samkvæmt aðhvarfslíkani (R2=60,l%). Næmi og sértæki
einfaldaðs líkans var 89 og 88%, sem var hærra en fyrir MNA (77
og 36%) og SVL (89 og 60%).
Alyktanir: Samkvæmt fullu mati á næringarástandi er vannæring
algeng meðal sjúklinga á öldrunarlækningadeildum. Fjórar
spurningar nægja til skima fyrir vannæringu meðal aldraðra.
E 74 Samanburður á aldursbundnum breytingum á beinum
karla og kvenna 67-93 ára mælt með tölvusneiðmynda-
tækni
Gunnar Sigurðsson12, Thor Aspelund1, Birna Jónsdóttir1, Sigurður Sigurðs-
son1, Guðný Eiríksdóttir1, Aðalsteinn Guðmundsson1, Tamara B. Harris3,
Vilmundur Guðnason1, Thomas F. Lang4
'Hjartavemd, 2Landspftali, 3National Institute on Aging, Bethesda,
Maryland, JUniversity of California, San Francisco, USA
gmnars@lsh.is
Inngangur: Magnákvarðandi tölvusneiðmyndatækni (quanti-
tative computed tomography QCT) gerir mögulegt að aðgreina
frauðbein og skelbein og gerir kleift að mæla beint flatarmál
þverskurðar beina. Pessi aðferð hefur lítið verið notuð í stórum
faraldsfræðilegum hóprannsóknum til þessa. í Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar (AGES) hefur þessari tækni verið beitt til að
kanna kynjamun á aldurstengdu beintapi og breytingum á þver-
sniðsstærð beina.
Efniviður og aðferðir: Öldrunarrannsóknarhópur Hjartaverndar
(upphaflega slembiúrtak), fyrstu 2300 þátttakendur á aldrinum
67-93 ára. Þessi rannsókn nær þó einungis til þeirra sem ekki tóku
lyf sem hafa áhrif á kalk- eða beinabúskap, alls 638 karlar og 568
konur. QCT var beitt á fyrsta og annan lendaliðbol og nærenda
lærleggs (frá acetabulum og niður fyrir trochanter) með eins
millimetra sneiðum. Línulegri aðhvarfsgreiningu var beitt við
útreikninga og leiðrétt fyrir hæð og þyngd.
Niðurstöður: Flatarmál þverskurðar hryggjarliðbola jókst um 4-
5%/10 ár, hélst óbreytt í lærleggshálsi en jókst um 2% á trochant-
er-svæði, jafnt í báðum kynjum. Beinþéttnin minnkaði um það bil
tvöfalt meira meðal kvenna en karla bæði í hrygg og mjöðm svo
og útreiknaður beinstyrkleiki.
Alyktanir: Kynjamunur á breytingu á styrk beina á efri árum
skapast fyrst og fremst vegna meira beintaps kvenna en ekki
vegna meiri ummálsaukningar beina meðal karla.
E 75 Tengsl beinstyrktarstuðuls (anabolic index) við bein-
þéttni meðal 70 ára íslenskra kvenna
Olafur S. Indriðason', Leifur Franzson2, Guðrún A. Kristjánsdóttir1, Díana
Óskarsdóttir', Gunnar Sigurðsson1
'Lyflækningadeild og 2Rannsóknarstofnun Landspítala
osi@tv.is
Inngangur: Bæði beinmyndunar- og beinniðurbrotsvísar sýna nei-
kvæða fylgni við beinþéttni (BMD). Markmið rannsóknarinnar
var að kanna tengsl BMD við hlutfall beinmyndunar- og bein-
niðurbrotsvísa.
Efniviður og aðferðir: Þetta var þversniðsrannsókn á 70 ára
konum af höfuðborgarsvæðinu. Við mældum BMD í mjóhrygg
og mjöðm (DEXA), beinmyndunarvísana osteókalsín (OC)
og alkalískan fosfatasa (ALP) í sermi og beinniðurbrotsvís-
inn krosstengd telópeptíð af gerð 1 kollageni í þvagi (UNTX).
Beinstyrktarstuðull (BSS) var reiknaður annars vegar sem OC/
UNTX (BSSO) og hins vegar sem ALP/UNTX (BSSA). Fyrir
þessa rannsókn voru þær konur útilokaðar er tóku lyf eða höfðu
sjúkdóma með áhrif á beinabúskap. Fylgnistuðull Spearmans og
línuleg aðhvarfsgreining voru notuð til að kanna tengsl breyta.
Niðurstöður: Af 418 konum sem boðið var, tóku 308 þátt. Eftir
útilokun voru 248 eftir í rannsókninni. Fylgni milli OC og UNTX
var sterk (r=0,61) en fylgni ALP við OC og UNTX var mun
minni, (r=0,16 og 0,19). OC hafði marktækt neikvæða fylgni við
BMD í mjóhrygg (r=-0,22; p<0,001) og mjöðm (r=-0,28; p<0,001)
sem og UNTX (r=-0,25; p<0,001; r=-0,32; p<0,001, í sömu röð)
en fylgni ALP við BMD var ekki marktæk. Hins vegar kom í Ijós
jákvæð fylgni BMD við bæði BSSO (r=0,18; p=0,009, mjóhryggur;
r=0,23; p=0,001, mjöðm) og BSSA (r=0,26; p<0,001, mjóhryggur;
r=0,30; p<0,001, mjöðm). Pó leiðrétt væri fyrir fitu- og fitulausum
massa og PTH var áfram neikvæð fylgni BMD við OC og UNTX
Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 49