Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 68
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl tilliti til annarra umhverfisþátta og hjá kennurum og flugfreyjum hversu líkamlega erfiða þátttakendur meta vinnuna. Alyktanir: Hjúkrunarfræðingar greina frá minni streitu og jákvæð- ara starfsumhverfi en hinir hóparnir tveir. Þetta skýrist líklega af fjölþættara starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. E127 Lífsstíll og líðan flugfreyja, hjúkrunarfræðinga og kennara Hólmfríður K. Gunnarsdóttir12, Herdís Sveinsdóttir13, Jón Gunnar Bern- burg4, Kristinn Tómasson'2 'Rannsóknastofa í vinnuvernd, 2rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftir- litsins, ’hjúkrunarfræðideild Hl, Télagsvísindadeild HI hkg@ver.is Inngangur: Heilsa flugfreyja, hjúkrunarfræðinga og kennara hefur verið rannsökuð með aðaláherslu á krabbamein, frjósemis- heilbrigði og streitu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort lífsstíll hópanna væri mismunandi og gæti gefið vísbending- ar um tengsl vinnu og heilsufars í þremur kvennahópum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var 371 flugfreyja, 600 kvenkyns hjúkrunarfræðingar og 600 kvenkyns grunnskóla- kennarar. Sami spurningalisti var sendur til allra með undantekn- ingu af fáeinum sértækum spurningum fyrir hvern hóp. Spurt var meðal annars um lýðfræðileg atriði, samspil vinnu og fjölskyldu- lífs, heilsu og lífsstíl, kvensjúkdóma og tíðamynstur, meðferð og einkenni, vinnuaðstæður, fjarveru frá vinnu, áreitni og annað í vinnuumhverfinu. Aðhvarfsgreiningu var beitt til að meta meðal- talsmismun hópanna varðandi lífsstíl og áreitni að teknu tilliti til lýðfræðilegra breytna. Niðurstöður: Svörun var 66-69%. Hærra hlutfall flugfreyja en kennara og hjúkrunarfræðinga reykti, neytti áfengis vikulega og stundaði reglulega líkamsrækt. Flugfreyjur voru að meðaltali ívið hávaxnari en mun léttari en hinir hóparnir og höfðu minni áhyggjur af mataræði sínu. Kynferðisleg áreitni var mun algengari meðal þeirra en hinna. Ályktanir: Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti í vinnuum- hverfi þessara hópa og mismunandi lífsstíl þeirra. Að þessu ber að gefa gaum þegar heilsufar þeirra er skoðað. E 128 Reynsla sjúklinga og aðstandenda þeirra af langtíma- meðferð með heimaöndunarvél og súrefni Þorbjörg Sólcy Ingadóltir', Helga Jónsdóttir2 ^Landspítali Fossvogi, 2hjúkrunarfræðideild HÍ helgaj@hi.is Inngangur: Rannsóknin lýsir reynslu sjúklinga og fjölskyldna þeirra af tæknilegri aðstoð við öndun í svefni með eða án súrefnis. Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað í þróun meðferðarinnar og er sífellt fleiri sjúklingum gefinn kostur á henni. Pekking á reynslu sjúklinganna af meðferðinni er nauðsynleg til að koma í veg fyrir óþarfa erfiðleika og ný heilsufarsvandamál. Tækni í heilbrigðis- kerfinu er skilgreind sem hvers konar tæki og tækni sem notuð er til sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Hjúkrunarfræðinga greinir á um hvernig beita megi tækni á forsendum umhyggju sem kjarna hjúkrunarstarfsins. Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra af tæknilegri meðferð til öndunaraðstoðar í svefni? Efniviður og aðferðir: Eigindleg rannsókn sem byggir á túlkandi fyrirbærafræði og frásögugreiningu. Úrtak var þægindavalið og samanstóð af sex sjúklingum á aldrinum 40-70 ára, ásamt fimm mökum og einni dóttur. Gagnasöfnun byggðist á tveimur einnar klukkustundar löngum opnum viðtölum við hvert par þátttak- enda. Gagnagreining fólst í frásögugreiningu. Niðurstöður: Fjölbreytileg upplifun á áhrifum meðferðar: Algjör lífsnauðsyn - tilgangslaust erfiði; Að vera í höndum fagfólks - mikilvægi samkenndar og skilnings; Að hlusta á skilaboð líkam- ans; Að vera heilbrigður í sjúklingshlutverkinu; Máttur tækninnar - erfitt að hafna meðferð og Fyrirhöfn í daglegu lífi - að hleypa í sig kjarki til að fara í vélina. Ályktanir: Að vera háður öndunaraðstoð í svefni var verulegt inngrip í líf þátttakenda. Meðferðin var þvingandi þrátt fyrir að hún bætti líðan og fyrir þá sem hún bætti ekki líðan hjá spruttu upp spurningar um tilgang hennar. Umhyggjusöm samskipti af hálfu heilbrigðisstarfsmanna og virðing fyrir einstaklingsbundn- um þörfum sjúklinga, einkum við upphaf meðferðar, voru lykilat- riði. E 129 Notkunarmynstur verkjalyfja á íslandi, lýsing á sölu, viðhorfum og þekkingu Anna Birna Almarsdóttir1, Ingibjörg Ösp Magnúsdóttir2 'Lyfjafræöideild HÍ, 2Actavis hf. annaba@hi.is Inngangur: Verkefni þetta var unnið að áeggjan vinnuhóps Landlæknisembættisins um kódeinverkjalyf. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka þróun í notkun verkjalyfja sem fást í lausasölu á íslandi og hugmyndir almennings um þessi lyf. Efniviður og aðferðir: Próun lyfja í ATC flokkum N og M var skoðuð á árunum 1993-2003. Fengnar voru sölutölur og gröf sett upp yfir þróun. Einnig var gerður samanburður við Norðurlöndin árin 1994-2002. Viðhorf og þekking almennings á verkjalyfjum voru rannsökuð í fjórum rýnihópum. Niðurstöður: Sala parkódíns hefur aukist mjög síðustu 10 ár, eða um 62%. Sala á íbúprófeni í lausasölu hefur aukist um 96% og sala kódeins í samsettum verkjalyfjum hefur aukist um 72%. ísland hafði minnsta sölu í verkja- og bólgueyðandi lyfjum miðað við Danmörku og Svíþjóð á árunum 1994-2002. ísland og Finnland höfðu minnstu sölu verkjalyfja í lausasölu en Danmörk hafði allt að tvöfalt hærri sölu allt tímabilið (1994-2002). Afstaða fólks til verkjalyfja reyndist misjöfn, en f fæstum tilfellum var hún neikvæð. Ef fólk hafði neikvæða afstöðu var það yfirleitt vegna slæmrar reynslu. Fólk vissi almennt ekki mikið um verkjalyf, það er að segja muninn á þeim og hvað þau gerðu. Flestir þátttakend- ur vissu þó eitthvað um aukaverkanir en ekki hættur. Þó nokkuð margir vissu ekkert um kódein en talað var um að misnotkun væri til staðar í þjóðfélaginu. Fólk þekkti mest seldu tegundir verkjalyfja. 68 Læknablaðid/fylgirit 50 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.