Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Qupperneq 38
AGRIP ERINDA / XII VÍSINDARÁÐSTEFNA H I Efniviður og aðferðir: Á árunum 1997-2000 var gerð kerfisbundin framskyggn (prospective) heilablóðfallsskráning á sjúklingum sem innlagðir voru á Landspítala Hringbraut. Jafnframt var gögnum safnað um heilablóðfallssjúklinga sem innlagðir voru á árunum 1993-1996. Niðurstöður: Á umræddum átta árum (1993-2000) lögðust alls 2090 sjúklingar inn með heilablóðfall eða TIA og byggjast nið- urstöður á 1729 sjúklingum (929 körlum og 800 konum), sem gögnum hefur verið safnað um. Meðalaldur sjúklinga var 70 ára, hæstur hjá sjúklingum með heiladrep (72 ára) en lægstur hjá heilablæðingarsjúklingum (64 ára). Heiladrep höfðu 71%, heila- blæðingar 13% og TIA 16%. Dánartíðni (1997-2000) var 10% við heiladrep og 36% við heilablæðingar. Hækkandi aldur, gáttatif, hjartabilun og hærri blóðsykurgildi höfðu áhrif á dánartíðnina. Umræða: Um 220 sjúklingar komu árlega á Landspítala Hring- braut á tímabilinu 1993-2000 vegna heilablóðfalls eða TIA og fækkaði árlegum fjölda innlagna yfir tímabilið. Dánartíðni við 30 daga var 14% fyrir tímabilið 1997-2000, sem er góður árangur á alþjóðavísu. E 40 Frumulíkan af arfgengri heilablæðingu Snorri Páll Davíðsson1, Ástríður Pálsdóttir1, Elías Ólafsson2 ‘Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2taugadeild Land- spítala spd@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing erfist ríkjandi, ókynbundið og með mikla sýnd. Sjúkdómurinn orsakast af mýlildismyndun í mið- lagi veggja smárra slagæða heilans sem veldur því að veggirnir gljúpna og gefa sig. Mýlildið er myndað af stökkbreyttu cystatíni C þar sem leucini í stöðu 68 hefur verið skipt út fyrir glútamín. I arfberum kemur sjúkdómurinn að jafnaði fram milli tvílugs og fertugs og lýsir sér með endurteknum heilablæðingum, vitglöpum og lömun og dregur sjúklinga nær undantekningarlaust til dauða innan fárra ára frá fyrsta áfalli. Virkni stökkbreytts cystatíns C er nær óskert en stökkbreytingin raskar byggingu prótínsins nógu mikið til að því hættir til að mynda tvenndir, sérstaklega við hækk- að hitastig (39°C-41°C). Hvernig stökkbreytingin breytir meðferð frumna á cystatíni C er ekki vitað en vísbendingar hafa fengist með rannsóknum á fíbróblast frumum ræktuðum úr arfberum. Efniviöur «g aðferðir: Frumur úr arfbera voru litaðar með mót- efnum gegn cystatíni C annars vegar og frymisneti eða Golgi kerfi hins vegar og skoðaðar í confocal smásjá. Auk þess var prótín- þrykk (Western blot) gert á sprengdum frumunum til að leggja mat á útflutning cystatíns C. Tilraunir voru gerðar á frumum sem ræktaðar voru við 37°C og 41°C til að meta áhrif hitastigs en líka í viðurvist próteasómhindra til að leggja mat á virkni ubiquitín/ próteasóm kerfisins við niðurbrot stökkbreytta afbrigðisins. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður benda til þess að stökk- breyttu cystatíni C sé haldið eftir í frymisneti frumnanna eða sé að minnsta kosti flutt hægar út en villigerð. Innan frumna virðast tvær, fjórar, sex eða fleiri cystatín C sameindir geta bundist saman en slíks varð ekki vart utan frumna. Ubiquitín/próteasóm kerfið virðist brjóta stökkbreytt cystatín C niður til jafns við villigerð prótínsins. E 41 Afdrif sjúklinga með tímabundna heilablóðþurrð (TIA) Ágúst Hilmarsson', Haukur Hjaltason1’2, Elías Ólafsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild Landspítala agusthi@hi.is Inngangur: TIA eru tímabundin brottfallseinkenni sem stafa af truflun á blóðflæði til heilans. Samkvæmt erlendum rannsóknum tengist TIA aukinni hættu á heilaslagi og ótímabærum dauða. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru allir þeir sem leituðu á Landspítala Hringbraut vegna TIA á þriggja ára tímabili (1999- 2002) og voru skoðaðir af taugalæknum. Miðað er við fyrstu heim- sókn vegna TIA á tímabilinu. Sjúkraskýrslur sjúklinganna voru notaðar til að endurmeta greiningar með tilliti til birtra skilmerkja og ákvarða hverjir leituðu aftur á spítalann vegna heilaslags á rann- sóknartímanum. Skráð var hverjir fengu heilaslag á eftirfylgnitím- anum. Fjöldi þeirra sem lést var ákvarðaður úr þjóðskrá. Hclstu niðurstöður: Þeir 119 einstaklingar sem uppfylltu grein- ingarskilmerki fyrir TIA eru efniviður rannsóknarinnar. Þeir skiptast í 70 karla (59%) og 49 konur (41%). Meðalaldur karla var 68,2 ár (31-93). Meðalaldur kvenna var 70,1 ár (31-94). Meðaleftirfylgnitíminn var 2,8 ár (0,1-4,8). Á þeim tíma fengu 10 heilaslag (8,4%): eftir 0-3 mánuði (2), eftir 3 mánuði til 1 árs (3), eftir 1 til 2 ár (3) og 2-4 ár (2). Átta létust (6,7%). Ályktanir: Dauðsföll meðal sjúklinga í þessari rannsókn voru færri en lýst hefur verið í erlendum rannsóknum. Einnig var tíðni slags tiltölulega lág þótt erfiðara sé að túlka þær niðurstöður þar sem hér er ekki um þýðisrannsókn (population based study) að ræða. Mikilvægt er að rannsaka frekar líkur á slagi og ótímabær- um dauða hjá TIA sjúklingum hér á landi. E 42 Tíðni hreyfitaugungahrörnunar (Amyotrophic Lateral Sclerosis eða ALS) á íslandi á 10 ára tímabili Grétar Guðmundsson12, Finnbogi Jakobsson1-2, Elías Ólafsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2taugalækningadeild Landspítala gretar@landspitali.is Inngangur: Rannsóknin kannar tíðni hreyfitaugungahrörnunar (Amyotrophic Lateral Sclerosis, ALS) á Islandi á 10 ára tímabili (1994 til 2003). ALS er sjúkdómur í miðtaugakerfi þar sem efri og neðri hreyfitaugungar hrörna. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm og reiknað er með að flestir sjúklinganna hafi komið til greiningar hjá taugalæknum. Efniviður og aðferðir: Sjúklingarnir eru fundnir úr gögnum tauga- lækningadeildar Landspítala og með upplýsingum úr sjúklinga- bókhaldi Landspítala. Einnig er leitað til starfandi taugalækna og annarra lækna til að fá frekari upplýsingar. Helstu niðurstöður: Á rannsóknartímanum greindust 58 ein- staklingar með ALS hér á landi. 53% voru konur. Meðalaldur við greiningu var 65,1 ár (dreifing 38-86). Algengustu einkenni við greiningu voru frá neðri útlimum 45%. heilastofni 33%, efri útlimum 14%. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tíðni ALS hér á landi sé svipuð og í nágrannalöndunum. Þessar nið- urstöður eru mikilvægar meðal annars til þess að skipuleggja 38 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.