Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 79
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Hlutverk Keldna í þessu verkefni eru annars vegar að tjá yfirborðsprótein MVV sem skráð eru af env-geni. Þessi prótein verða nýtt til að prófa ónæmisviðbrögð tilraunadýra. Tjáning próteinanna er tæknilega flókin meðal annars vegna þess að mRNA afrit af env-geni eru óstöðug og hafa ýmsa óæski- lega eiginleika hvað varðar mikla tjáningu. Þar að auki eru próteinafurðir gensins mjög óstöðugar og gríðarlega sykraðar. Hitt hlutverkið er að annast ýmsar ónæmisprófanir. Vonast er til að niðurstöður þessa verkefnis geti gefið upp- lýsingar sem nýst gætu við frekari rannsóknir á eðli lentiveira og þeim þáttum í ónæmiskerfi spendýra sem mikilvægir eru til varnar sýkingum af þeirra völdum. Efniviður og aðferðir: Við tjáningu á yfirborðspróteinum hafa meðal annars eftirfarandi aðferðir verið notaðar. 1. Genaleiðsla í spendýrafrumum, með og án hjálparþátta. 2. Tjáning í RTS kerfi sem er in vitro tjáningarkerfi byggt á þáttum úr E. coli. Við ónæmisprófanir er beitt ýmsum hefðbundum aðferðum á borð við ELISA, ónæmisþrykk og hlutleysandi mótefnapróf. Niðurstöður og ályktanir: Tjáning próteina hefur reynst mjög flókin og hefur ekki enn verið tjáð í verulegu magni. T-frumupróf hafa bent til örvunar af völdum bólusetningar en samanburður á aðferðum er ekki enn tiltækur. V 23 Stökkbreytigreining Vif próteins mæðivisnuveiru Sigríður Rut Franzdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Ólafur S. Andrésson, Val- geröur Andrésdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum valand@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveira (MVV) er af hópi lentiveira og náskyld HIV veirunni. Allar lentiveirur nema hrossaveiran EIAV bera vif gen og er afurð þess nauðsynleg fyrir sýkingargetu veir- anna. Nýlega kom í ljós að Vif prótein HIV-1 veiru ver erfðaefni hennar gegn afamíneringu cytidíns á meðan á víxlritun stend- ur með því að koma í veg fyrir innlimun cytidín deamínasans APOBEC3G og skyldra próteina úr myndunarfrumu í veiruagnir. APOBEC3 virðist vera að finna í öllum spendýrum og fyrri nið- urstöður hafa bent til þess að Vif prótein MVV verji veiruna gegn slíkum próteinum. Rannsóknin beindist að þessu hlutverki Vif. Efniviður og aðferðir: Stökkbreytingar voru innleiddar í vif genið með PCR aðferð og áhrif þeirra á veiruvöxt og afamíneringu víxlritunarafurða metin. Æðaflækjufrumur og fósturliðþelsfrum- ur úr kindum voru sýktar með stökkbreyttum veirustofnum og veirufjölgun metin með því að mæla veiru-RNA með rauntíma RT-PCR. Einnig var veiru cDNA klónað og raðgreint. Niðurstööur og ályktunir: Breytingar bæði á C- og N-helmingi Vif próteinsins höfðu áhrif á sýkingarhæfni veiranna sem rekja mátti til aukinnar tíðni G-A stökkbreytinga í veirunum en þær eru vísbendingar um afamíneringu cytidíns. Ein innleidd breyting á C-helmingi Vif hafði engin áhrif ein og sér en dró úr sýkingar- hæfni veiranna þegar hún var klónuð í veiru með breytl hylkis- prótein. Veirur með þessa breytingu urðu ekki fyrir afamíneringu og benda niðurstöðurnar til þess að Vif gegni fleiri en einu hlut- verki og að fleiri frumuþættir en cytidín deamínasar komi þar við sögu. V 24 Óvirkjun á AsaP1 úteitri fisksýkilsins Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes og áhrif breytinganna á sýkingarmátt bakteríunnar Helga Árnadóttir', Sarah Burr2, Valgerður Andrésdóttir1, Joachim Frey2, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1 'Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum, 2Institute for Veterinary Bacteriology, University of Bern, Sviss bjarngud@hi.is Inngangur: Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes (Asa) er Gram neikvæð baktería sem veldur kýlaveikibróður í laxfiskum og öðrum fisktegundum. Málmháði aspzincin peptíð- asinn AsaPl, er úteitur margra atýpískra A. salmonicida stofna og þar á meðal týpustofns undirtegundar achromogenes. AsaPl er úteitur sem uppfyllir lögmál Kochs og getur eitt og sér valdið einkennum kýlaveikibróður. Efniviður og aðferðir: AsaPl genið var klónað úr Asa lambda- safni. Virkniset peptíðasans var melt úr asaPl geninu og í staðinn komið fyrir geni sem veitir þol gegn kanamycini. Óvirka genið var flutt úr E. coli stofni S17.1 yfir í Asa 265/87 stofn með tengi- æxlun. PCR greining var notuð til að staðfesta hvort óvirka eða virka asaPl genið væri til staðar hjá Asa stofnum. SDS-PAGE rafdráttur, ensímvirknilitun og ónæmisþrykk á seyti og frumum voru notuð til að greina AsaPl ensímið. Laxaseiði voru bað- smituð eða sýkt með sprautun í kviðarhol. Fylgst var með dauða í mánuð og sýni tekin f bakteríuræktun og til vefjameinafræði- skoðunar. Kannað var hvort óvirka eða virka asaPl genið væri til staðar hjá einangruðum stofnum. Reiknaður var 50% bana- skammtur sprautusýktu stofnanna en dauði metinn í prósentum hjá baðsýktum fiski. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að í kjölfar tengiæxlunar skipti endurröðunarkerfi Asa bakteríunnar út villigerðargeninu fyrir óvirka genið og AsaPL stökkbrigðið voru einangruð. Smit beggja stofna var staðfest í sprautu- og baðsmituðum fiski. Fimmtíuprósent banaskammtur stökkbrigðis og villigerðar var sambærilegur. Fiskar sýktir með stökkbrigði voru lengur að deyja en þeir sem voru sýktir með villigerð stofnsins. Alyktun: AsaPl úteitur Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes er ekki nauðsynlegt til að bakterían sýki lax sem bendir til þess að sýkingamáttur hennar sé flókið ferli. V 25 Tjáning á líklegum ofnæmisvakagenum úr Culicoides mýflugum með veiruframleiðslu í skordýrafrumum Fórunn Sólcy Björnsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Guöhjörg Ólafsdóttir, Lisa Harwood, Eliane Marti. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, Department of Clinical Veterinary Medicine, University of Bern, Sviss lhomnnbj@hotmail.coin Inngangur: Sumarexem (SE) er ofnæmi í hrossum gegn próteini sem berst við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmið er vandamál í íslenskum hestum á erlendri grund en þessi ættkvísl mýflugna lifir ekki á íslandi. Rannsóknir sýna að hestar með sumarexem svara á sameiginlega ofnæmisvaka í mismunandi Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.