Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 92

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 92
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VlSINDARÁÐSTEFNA HÍ mennum, 224 piltum og 1181 stúlku. Ólík afstaða kynjanna var skoðuð með Mann-Whitney prófi og var lógistísk fjölbreytuað- hvarfsgreining notuð til að skýra notkun getnaðarvarna. Niðurstöður: Stúlkur voru almennt jákvæðari gagnvart notkun getnaðarvarna en piltar og síður tilbúnar til að taka áhættu. í>ær áttu fremur vini sem höfðu jákvæða afstöðu til notkunar getn- aðarvarna og foreldra sem veittu þeim stuðning. Bæði kynin voru líklegri að nota getnaðarvarnir ef þau gerðu sér grein fyrir alvarleika þungunar og höfðu þá afstöðu að auðvelt væri að gera áætlun um notkun getnaðarvarna. Stúlkur voru líklegri til að nota getnaðarvarnir ef þær voru eldri þegar þær hófu kynlíf (OR 5,42; 95% CI 3,01-9,78), voru á föstu (OR 2,28; 95% C1 1,58-3,30), töldu kynheilbrigðisþjónustuna góða (OR 1,62; 95% CI 1,12- 2,36), trúöu ekki á að taka áhættu (OR 8,73; 95% C1 3,66-20,79) og foreldrum þeirra var kunnugt um notkunina (OR 2,17; 95% CI 1,09-4,30). Ályktanir: Neikvæðari afstaða pilta til notkunar getnaðarvarna og minni stuðningur eru þættir sem huga þarf að í forvarnarstarfi þeirra. Kynlífsreynsla stúlkna á ungum aldri er áhættuþáttur varðandi notkun getnaðarvarna. Skoða þarf nánar áhrifaþætti meðal pilta. V 59 Notkun getnaðarvarna meðal kvenna fyrir og eftir fóstureyðingu Sóley S. BenderUJ, ReynirT. Geirsson2-1 'Hjúkrunarfræöideild HÍ, 2læknadeild HÍ, ’kvennasvið LSH ssb@hUs Inngungur: Rannsóknir á upplýsingum úr umsóknunt um fóst- ureyðingu hafa sýnt að meirihluti (56-68%) íslenskra kvenna sem sótti um fóstureyðingu á tímabilinu 1976-1996 notaði ekki getn- aðarvarnir þegar getnaður varð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að taka viðtöl við konur sem sækja um fóstureyðingu, fyrir og eftir aðgerð, og bera notkun getnaðarvarna meðal unglings- stúlkna saman við konur í eldri aldurshópum. Efniviður og aðferðir: Af 210 konum í rannsóknarúrtaki tóku 202 þátl og var 148 fylgt eftir að aðgerð lokinni. Viðtal fyrir aðgerð fór fram á kvennadeild Landspítala nokkrum dögum fyrir aðgerð en hið síðara var símleiðis um 4-6 mánuðum síðar. Sérstakur spurn- ingalisti var þróaður fyrir rannsóknina. Konum var skipt í aldurs- hópana 14-19, 20-24 og 25-43 ára og skoðað hver væri hlutfallsleg notkun getnaðarvarna fyrir aðgerð, við getnað og eftir aðgerð. Niðurstöður: Alls voru 46% yngri en 20 ára. Langflestar (85%) voru búsettar á Reykjavíkursvæðinu. Stúlkur yngri en 20 ára höfðu ólíka notkun getnaðarvarna almennt og þegar getnaður varð, í samanburði við eldri konur. Þær höfðu almennt sjaldnar notað öruggar getnaðarvarnir og þegar getnaður varð. Hærra hlutfall kvenna í öllum aldurshópum notuðu öruggar getnaðar- varnir 4-6 mánuðum eftir fóstureyðingu heldur en fyrir aðgerð. Ályktanir: Getnaðarvarnanotkun kvenna undir tvítugu var slæ- legri fyrir og við getnað. Unglingsstúlkur geta átt erfiðara nteð að nálgast öruggar getnaðarvarnir heldur en eldri konur. Eftir fóstureyðingu batnaði notkun getnaðarvarna verulega. Lengri eftirfylgni þarf til að fá heildstæðari mynd af getnaðarvarnanotk- un eftir fóstureyðingu. V 60 Með barn á brjósti. Áhrifaþættir á gang brjóstagjafa og þá tfmalengd sem börn eru höfð á brjósti Hildur Slj>uröurdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ hildusig@hUs Inngungur: Samkvæmt nýjustu stefnu alþjóðaheilbrigðisstofnun- ar (WHO) er lögð áhersla á að börn séu höfð eingöngu á brjósti í sex mánuði og lengur með annarri fæðu. Nýlegar íslenskar rann- sóknir gefa til kynna að við getum bætt okkur hvað þetta varðar. Tilgangur rannsóknarinnar er forprófun á spurningalistum sem ætlað er að mæla áhrifaþætti á þá tímalengd sem börn eru höfð á brjósti. Efniviöur og aðferðir: Valið var kerfisbundið tilviljunarúrtak 140 kvenna er fæddu á tímabilinu janúar-febrúar 2003 á Landspítala. Gagnasöfnun með spurningalistum fór frarn í tveimur hlutum, 1-2 mánuðum eftir fæðingu og um ári síðar. Fyrri spurninga- listinn innihélt spurningar um bakgrunn, árangur og reynslu af brjóstagjöf, viðhorf til þjónustu, sjálfsálitakvarða Rosenbergs og einnig var prófuð íslensk útgáfa af sjálfsöryggiskvarða tengdum brjóstagjöf. Seinni spurningalistinn mældi meðal annars reynslu af brjóstagjöf, viðhorf til þjónustu og upplýsingar um tímalengd þá sent börn voru höfð á brjósli. Niðurstöður og úlyktanir: Svarhlutfall í fyrri hluta rannsóknar- innar var 60% (n=84) og 63% (n=53%) í seinni hlutanum. BSES kvarðinn reyndist áreiðanlegur með Cronbachs alpha 0,91. Þáttagreining sýndi einnig sterka innbyrðis fylgni á milli breytna sem hlóðu hátt á einn þátt og því notast við meðalskor í úrvinnslu gagna. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmdust fyrri rann- sóknunt. Eftirfarandi þættir sýndu jákvæða fylgni við þá tíma- lengd sem börn voru höfð á brjósti: sjálfsöryggi við brjóstagjöf (BSES) (P<0,01); áætluð tímalengd brjóstagjafa sem konan setur sér á meðgöngu (P<0,01); konan segir brjóstagjöfina vera ánægju- lega (P<0,01), og árangursríka reynslu (P<0,01) og að konan segist trúa á mikilvægi brjóstagjafar (P<0,01). Þættir sern höfðu neikvæða fylgni við tímalengd brjóstagjafa voru: vandamál/erfið- leikar við brjóstagjöf (P<0,05), ónóg mjólkurmyndun (P<0,05) og aldur barns þegar það byrjar að fá ábót við brjóstagjöf. Með smávægilegum formbreytingum eru spurningalistarnir taldir áreiðanleg mælitæki til frekari rannsókna á þáttum sem áhrif hafa á gang og tímalengd brjóstagjafa. V 61 Streita (starfi og heilbrigðistengd hegðun starfsfólks sem annast fólk með krabbamein Birnu G. Flygi'iirin|> Hjúkrunarfræðideild HÍ bgf@hi.is Inngangur: Streita í starfi hefur hlotið aukna athygli rannsakenda þar sem rannsóknir leiða í ljós neikvæð áhrif hennar á vellíðan og heilsu starfstólks. Umönnun sjúklinga með krabbamein hefur verið tengd ákveðnum streituþáttum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna: 1) Hvaða þættir valda streitu í starfi, 2) hvort hjúkrunarfræðingar finni fyrir 92 Læknabladið/fyloirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.