Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 89
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H(
V 50 Algengi svefnraskana og svefnheilkenna f Parkinsons
velki
Sigiirluug SvL'inhjörnsdóllir 2, Elsa Eiríksdóttir2, Þórarinn Oíslason1'2
‘Lœknadeild Hf, 2Landspítali
sigurls@landspi(ali. is
Inngangur: Truflanir á svefni eru algengar hjá sjúklingum með
Parkinsons veiki. Orsakirnar eru margþættar, meðal annars rösk-
un á samsetningu svefnsins með hlutfallslegri skerðingu á djúp-
svefni, truflun á hreyfingum í svefni og tíð næturþvaglát. Heildar-
algengi svefnraskana meðal Parkinsons sjúklinga eða eðli þeirra
hefur þó ekki verið vel kortlagt. Markmið þessarar rannsóknar
var að kanna heildaralgengi svefnvandamála hjá Parkinsons sjúk-
lingum á íslandi miðað við staðlaðan samanburðarhóp.
Aðfcrðlr og cfniviður: Sendur var sex liða svefnspurningalisti til
377 einstaklinga með Parkinsons veiki og jafnstórs samanburð-
arhóps. Svörun var 52% hjá Parkinsons hópnum en 51% hjá
samanburðarhópi. Meðalaldur Parkinsons hópsins var 70 ára og
53% svarenda voru karlar.
Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að svefnvandamál eru allt
að fjórfalt algengari meðal Parkinsons sjúklinga en hjá viðmið-
unarhópi. Við samanburð hópanna voru eftirtalin einkenni mark-
tækt algengari meðal Parkinsons sjúklinga: Brotakenndur svefn,
dagsyfja, REM svefnhegðun, fótaóeirð, ofskynjanir í svefnrofun-
um, svefnlömunartilfinning og einkenni um kæfisvefn.
Umræða: Svefnraskanir eru algengar hjá sjúklingum með Parkin-
sons veiki. Skert svefngæði, dagsyfja og heilkenni, svo sem REM
hegðunarsvefn, fótaóeirð og kæfisvefn virðast marktækt algengari
hjá þeim en hjá viðmiðunarhópi. Hafa ber þó í huga að heild-
arþátttaka í þessari rannsókn var einungis 52%.
V 51 Vísindi á Landspítala. Innlendur og erlendur saman-
burður
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1, Anna Sigríður Ouðnadóttir2. IJjurni Þjóðlcifs-
son3
•Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar, 2Bókasafn og 3LYF-1, Landspítala
bjart@mi.is
Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala
fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburð við innlendar stofnanir
og faggreinar. Ennfremur er vísindavirkni íslands borin saman
við önnur lönd.
Efniviður og aöferðir: Notaðar voru „bibliometriskar11 aðferðir til
að mæla magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina
sem birtist í tímaritum skráðum á Institute of Scientific Information
(ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í greinar skráðar í
gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir
Landspítala, íslenska erfðagreiningu (ÍE) og Hjartavernd.
Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Landsframleiðsla á
ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala,
102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á
fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi
forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heil-
brigðis- og læknisfræði 2001.
Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klínískri lækn-
isfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal
22 OECD landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíf-
fræði,
Tilvitnunir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk lækn-
isfræði er I fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir
í hverja grein en heimsmeðaltal er 4,1. Sameindalíffræði og erfða-
fræðí er 110. sæti á heimslista. Oerð var könnun á fjölda tilvitnana
hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu 14 vísindamenn
yfir 1000 tilvitnanir og þar af þrír yfir 5000. Allar tilvitnanir voru
taldar óháð höfundaröð.
Ályktanir: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala
stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og að spítalinn er
greinilega öflugasta þekkingarfyrirtækið á íslandi.
V 52 Notagildi geislavirks efnasambands og blás litarefnis
til að finna varðeitil (sentinel node) f konum með brjósta-
krabbameln
Eystcinn Pctursson', Þorvaldur Jónsson2
'Isótópastofa, 2skurðlækningadeild LSH
eysteinn@landspitati.is
Inngungur: Einungis 20-40% kvenna með brjóstakrabbamein
reynast með meinvörp í holhandareitlum. Sé hægt að finna og
skoða „varðeitilinn" (VL) sem fyrstur tekur við frumum frá
æxlinu á að vera unnt að hlífa 60-80% kvenna við frekari eitla-
töku sé VL án meinvarps.
Efnlviður og uðfcrðir: 33 konur á aldrinum 32-85 ára (meðaltal
59 ár), sem ákveðið var að þyrftu aðgerð með töku allra holhand-
areitla. Geislavirku WmTc-nanocolloíði (NC) var sprautað grunnt
undir húð yfir þreifanlegu æxli í 20 sjúklinga. í 13 sjúklinga með
óþreifanlegt æxli var sprautað eftir vísbendingu frá ómskoðun
í leitarstöð KÍ. Síðan voru teknar myndir með gammamynda-
vél að framan og frá hlið. Þegar geislavirkni hafði safnast á
afmarkaðan stað var hann merktur á húðina með vatnsheldu
bleki. Samdægurs fór sjúklingur I aðgerð sem hófst með því að
sprautað var bláu litarefni undir húð og fylgst með því safnast í
eitil; síðan mæld geislavirkni á svæðinu með handhægum geisla-
mæli og allir geislavirkir eitlar fjarlægðir og sendir í frystiskurð.
Síðan aðrir eitlar fjarlægðir ásamt frumæxlinu. Allur fjarlægður
vefur að lokum skoðaður vandlega, vefjameinafræðilega.
Niðurstööur: í 27 sjúklingum sást vel afmörkuð samsöfnun á NC.
í þremur sjúklingum sást ekki ákveðin afmörkuð upphleðsla.
Merkt var þó á húðina þar sem líklegast þótti að eitlar væru til
staðar. í aðgerð fundust geislavirkir eitlar í öllum sjúklingum
svarandi til merkinga á húð. Blálitaður eitill fannst I 29 sjúk-
lingum. Geislavirkur/blár eitill var án æxlisvaxtar 121 sjúklingi. í
þremur þessara fannst krabbamein í öðrum eitlum, það er VL gaf
falska vísbendingu. í einum þessara sjúklinga var þó stórt mein-
varp nálægt VL og kann að hafa breytt sogæðaflæðinu í þessum
sjúklingi sem í raun hefði ekki farið í rútínu varðeitilsleit, í 7 af
þeim 12 sjúklingum sem voru með mein í VL voru aðrir eitlar án
meins.
Ályktanir: Varðeitilsleit með geislavirku nanokolloíði og bláu
litarefni virðist áreiðanleg aðferð.
LÆKNAULAt)IÐ/FYL01RIT 50 2004/90 89