Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Síða 89
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA H( V 50 Algengi svefnraskana og svefnheilkenna f Parkinsons velki Sigiirluug SvL'inhjörnsdóllir 2, Elsa Eiríksdóttir2, Þórarinn Oíslason1'2 ‘Lœknadeild Hf, 2Landspítali sigurls@landspi(ali. is Inngangur: Truflanir á svefni eru algengar hjá sjúklingum með Parkinsons veiki. Orsakirnar eru margþættar, meðal annars rösk- un á samsetningu svefnsins með hlutfallslegri skerðingu á djúp- svefni, truflun á hreyfingum í svefni og tíð næturþvaglát. Heildar- algengi svefnraskana meðal Parkinsons sjúklinga eða eðli þeirra hefur þó ekki verið vel kortlagt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna heildaralgengi svefnvandamála hjá Parkinsons sjúk- lingum á íslandi miðað við staðlaðan samanburðarhóp. Aðfcrðlr og cfniviður: Sendur var sex liða svefnspurningalisti til 377 einstaklinga með Parkinsons veiki og jafnstórs samanburð- arhóps. Svörun var 52% hjá Parkinsons hópnum en 51% hjá samanburðarhópi. Meðalaldur Parkinsons hópsins var 70 ára og 53% svarenda voru karlar. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að svefnvandamál eru allt að fjórfalt algengari meðal Parkinsons sjúklinga en hjá viðmið- unarhópi. Við samanburð hópanna voru eftirtalin einkenni mark- tækt algengari meðal Parkinsons sjúklinga: Brotakenndur svefn, dagsyfja, REM svefnhegðun, fótaóeirð, ofskynjanir í svefnrofun- um, svefnlömunartilfinning og einkenni um kæfisvefn. Umræða: Svefnraskanir eru algengar hjá sjúklingum með Parkin- sons veiki. Skert svefngæði, dagsyfja og heilkenni, svo sem REM hegðunarsvefn, fótaóeirð og kæfisvefn virðast marktækt algengari hjá þeim en hjá viðmiðunarhópi. Hafa ber þó í huga að heild- arþátttaka í þessari rannsókn var einungis 52%. V 51 Vísindi á Landspítala. Innlendur og erlendur saman- burður Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1, Anna Sigríður Ouðnadóttir2. IJjurni Þjóðlcifs- son3 •Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar, 2Bókasafn og 3LYF-1, Landspítala bjart@mi.is Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburð við innlendar stofnanir og faggreinar. Ennfremur er vísindavirkni íslands borin saman við önnur lönd. Efniviður og aöferðir: Notaðar voru „bibliometriskar11 aðferðir til að mæla magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina sem birtist í tímaritum skráðum á Institute of Scientific Information (ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í greinar skráðar í gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir Landspítala, íslenska erfðagreiningu (ÍE) og Hjartavernd. Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Landsframleiðsla á ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala, 102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heil- brigðis- og læknisfræði 2001. Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klínískri lækn- isfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal 22 OECD landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíf- fræði, Tilvitnunir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk lækn- isfræði er I fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeðaltal er 4,1. Sameindalíffræði og erfða- fræðí er 110. sæti á heimslista. Oerð var könnun á fjölda tilvitnana hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu 14 vísindamenn yfir 1000 tilvitnanir og þar af þrír yfir 5000. Allar tilvitnanir voru taldar óháð höfundaröð. Ályktanir: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Landspítala stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og að spítalinn er greinilega öflugasta þekkingarfyrirtækið á íslandi. V 52 Notagildi geislavirks efnasambands og blás litarefnis til að finna varðeitil (sentinel node) f konum með brjósta- krabbameln Eystcinn Pctursson', Þorvaldur Jónsson2 'Isótópastofa, 2skurðlækningadeild LSH eysteinn@landspitati.is Inngungur: Einungis 20-40% kvenna með brjóstakrabbamein reynast með meinvörp í holhandareitlum. Sé hægt að finna og skoða „varðeitilinn" (VL) sem fyrstur tekur við frumum frá æxlinu á að vera unnt að hlífa 60-80% kvenna við frekari eitla- töku sé VL án meinvarps. Efnlviður og uðfcrðir: 33 konur á aldrinum 32-85 ára (meðaltal 59 ár), sem ákveðið var að þyrftu aðgerð með töku allra holhand- areitla. Geislavirku WmTc-nanocolloíði (NC) var sprautað grunnt undir húð yfir þreifanlegu æxli í 20 sjúklinga. í 13 sjúklinga með óþreifanlegt æxli var sprautað eftir vísbendingu frá ómskoðun í leitarstöð KÍ. Síðan voru teknar myndir með gammamynda- vél að framan og frá hlið. Þegar geislavirkni hafði safnast á afmarkaðan stað var hann merktur á húðina með vatnsheldu bleki. Samdægurs fór sjúklingur I aðgerð sem hófst með því að sprautað var bláu litarefni undir húð og fylgst með því safnast í eitil; síðan mæld geislavirkni á svæðinu með handhægum geisla- mæli og allir geislavirkir eitlar fjarlægðir og sendir í frystiskurð. Síðan aðrir eitlar fjarlægðir ásamt frumæxlinu. Allur fjarlægður vefur að lokum skoðaður vandlega, vefjameinafræðilega. Niðurstööur: í 27 sjúklingum sást vel afmörkuð samsöfnun á NC. í þremur sjúklingum sást ekki ákveðin afmörkuð upphleðsla. Merkt var þó á húðina þar sem líklegast þótti að eitlar væru til staðar. í aðgerð fundust geislavirkir eitlar í öllum sjúklingum svarandi til merkinga á húð. Blálitaður eitill fannst I 29 sjúk- lingum. Geislavirkur/blár eitill var án æxlisvaxtar 121 sjúklingi. í þremur þessara fannst krabbamein í öðrum eitlum, það er VL gaf falska vísbendingu. í einum þessara sjúklinga var þó stórt mein- varp nálægt VL og kann að hafa breytt sogæðaflæðinu í þessum sjúklingi sem í raun hefði ekki farið í rútínu varðeitilsleit, í 7 af þeim 12 sjúklingum sem voru með mein í VL voru aðrir eitlar án meins. Ályktanir: Varðeitilsleit með geislavirku nanokolloíði og bláu litarefni virðist áreiðanleg aðferð. LÆKNAULAt)IÐ/FYL01RIT 50 2004/90 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.