Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 65
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
E 119 Framför í fyrirbyggjandi beinvernd hjá einstaklingum
á langtímasykursterameðferð
Sólveig Pétursdóttir', Unnsteinn I. Júlíusson2, Friðrik Vagn Guðjónsson3,
Björn Guðbjörnsson' J
'Læknadeild HÍ, 2HeiIbrigðisstofnun Þingeyinga, -’Heilsugæsla Akureyrar,
4rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum Landspítala
bjomgu@landspitali.is
Bakgrunnur: Beineyðandi áhrif langtímasykursteranotkunar
er viðurkennd staðreynd í dag. Klínískar leiðbeiningar þar sem
skilgreint er hvernig haga skuli fyrirbyggjandi meðferð gegn
steraorsakaðri beinþynningu hafa verið birtar af landlækni. Þrátt
fyrir mikla umfjöllun og góða greiningar- og meðferðarmöguleika
sýna rannsóknir hérlendis og erlendis að beinvernd er ekki full-
nægjandi hjá sjúklingum á langtímasykursterameðferð. Markmið
þessarar rannsóknar er að kanna hvernig staðið er að beinvernd
hjá þessum sjúklingahópi hér á landi. Ennfremur að athuga hvort
orðið hefur breyting frá 1995-96 þegar svipuð rannsókn var fram-
kvæmd á sama landsvæði og þessi rannsókn nær til.
Efniviður og aðferðir: Einstaklingar sem fengið höfðu lyfið predn-
isólón afgreitt í apótekum í Eyjafjarðar- og Pingeyjarsýslunum á
tímabilinu 01.01.2002-31.12.2003 fengu sent kynningarbréf og
spurningakver sem þeir voru beðnir um að svara. Áður höfðu
þeir einstaklingar sem ekki áttu lögheimili í sýslunum verið úti-
lokaðir frá þátttöku. Eingöngu þeir sem voru að minnsta kosti í
þrjá mánuði á samfelldri prednisólónmeðferð eða höfðu fengið
endurtekna meðferðarkúra sem námu þremur mánuðum á ári á
umræddu rannsóknartímabili voru teknir með í rannsóknina.
Niðurstöður: Alls svöruðu 183 einstaklingar (66%) spurninga-
kverinu og þar af uppfýlltu 118 einstaklingar þátttökuskilyrðin
samanber hér að ofan. Meðalaldur þeirra var 64 ár (19-90ára).
Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru gigtarsjúkdómar (50%)
og lungnasjúkdómar (19%). 51 einstaklingur (43%) hafði sögu um
beinbrot og 21 hafði brotnað eftir að sykursterameðferðin hófst
(18%).
Alls höfðu 62 þátttakenda (53%) farið í beinþéttnimælingu
með DEXA-mæli og höfðu 14 þeirra greinst með beinþynningu og
voru þeir allir á beinverndandi lyfjum. Níu af 14 (64%) sem voru
með beingisnun samkvæmt DEXA-mælingu voru á beinverndandi
lyfjameðferð. Fjörutíu og einn einstaklingur (meðalaldur 63 ár) tók
S;7,5 mg af prednisólóni á dag og af þeim voru 18 á beinverndandi
lyfjum (44%), þar af voru 15 á bisfosfónötum. Einungis fjórir þátt-
takendur af þessum 41 tóku beinvemdandi lyf sem fyrsta stigs for-
vöm, á meðan aðrir hófu meðferðina sem annars eða þriðja stigs
forvörn.
Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að mikil vakning hafi
orðið á meðal heilbrigðisstarfsmanna með tilliti til beinverndar
hjá sjúklingum er þurfa langtímasykursterameðferð. Pað má
hins vegar gera enn betur í því að tryggja öllum fyrsta stigs bein-
verndandi forvörn strax í upphafi sykursterameðferðar og eru
heilbrigðisstéttir eindregið hvattar til dáða hvað þetta varðar.
E 120 Aldursstöðluð beinbrotatíðni í Eyjafirði
Jón Torfi Halldórsson11, Þorvaldur Ingvarsson', Björn Guðbjörnsson24
'Slysadeild og 2beinþéttnimóttaka FSA, ’Heilsugæslustöðin á Akureyri,
■•rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum Landspítala
bjorngu@landspitali. is
Inngangur: Beinbrot er algeng komuástæða á bráðamótttöku.
Eðli og tíðni beinbrota eru mismunandi eftir aldri og kyni. Með-
ferð þeirra er oft kostnaðarsöm og þau skerða lífsgæði. Hækkandi
meðalaldur þjóðarinnar vekur spurningar um framtíðarskipulag
heilbrigðisþjónustunar. Það er því mikilvægt að hafa áreiðanlegar
upplýsingar um aldursstaðlaða beinbrotatíðni, en þær liggja ekki
fyrir hérlendis.
Efniviður og aðferðir: Á 12 mánaðar tímabili (01.09.01-31.08.02)
var upplýsingum safnað saman um öll beinbrot sem skráð voru hjá
slysadeild FSA. Ennfremur var leitað í útskriftargreiningum allra
legudeilda. íbúar í Eyjafirði 01.12.02 voru 21.627. Upplýsingar
um aldursdreifingu voru fengnar hjá Hagstofu íslands.
Niðurstöður: Alls greindust 668 beinbrot, þar af 449 hjá Eyfirð-
ingum (67%), sem samsvarar að nýgengi beinbrota við Eyjafjörð
sé 208/10.000/ár. Beinbrot voru algengari meðal karla (59%) en
kvenna (41%). Nýgengi brota var hæst meðal einstaklinga 80
ára og eldri (542/10.000/ár) og meðal barna á aldrinum 10-19
ára (392/10.000/ár). Lægst var nýgengið hjá konum á aldrin-
um 30-39 ára (38/10.000/ár), en hæst meðal elstu kvennanna
(845/10.000/ár). Karlar höfðu hins vegar hæslu brotalíðnina
meðal 10-19 ára drengja (533/10.000/ár) og lægstu hjá 50-59 ára
körlum (117/10.000/ár). Beinþynningarbrot gætu verið meira en
helmingur allra brota eftir fimmtugt og yfir 80% allra brota hjá
80 ára og eldri.
Ályktun: Rannsóknin staðfestir aldursbreytilegt nýgengi bein-
brota og að ungir karlar hafi háa beinbrotatíðni, sem líklega
skýrist af atvinnutengdri áhættu eða háskalegri hegðun. Frekari
rannsóknir, þar sem beinþéttni þeirra sem brotna er metin, eru
nauðsynlegar til að unnt sé að draga ályktanir um sambandið á
milli beinbrota og beinþynningar hér á landi.
E 121 Áhættuþættir meiðsla í knattspyrnu
Árni Árnason'2J, Stefán B. Sigurðsson2, Ái'ni Guðmundsson, Ingar Holme',
Lars Engebretsen'. Roald Bahr'
'Oslo Sports Trauma Research Center, Norwegian University of Sport and
Physical Education, Osló, 2Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar HÍ, -'sjúkra-
þjálfunarskor læknadeildar HÍ
arnarna@hi.is
Inngangur: Meiðsli í knattspyrnu eru algeng en lítið er vitað um
orsakir meiðslanna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
hvort flokka mætti ákveðna þjálffræðilega þætti sem áhættuþætti
meiðsla í knattspyrnu.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru leik-
menn frá 17 af 20 knattspyrnuliðum í tveimur efstu deildum
karla á íslandi, samtals 306 leikmenn. Áður en keppnistímabilið
1999 hófst svöruðu leikmenn spurningalista um fyrri meiðsli.
Eftirfarandi þættir voru einnig prófaðir: hæð, þyngd, fitupró-
senta, hámarkssúrefnisupptaka, hreyfanleiki með tilliti til vöðva-
Læknabladid/fylgirit 50 2004/90 65