Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 29
AGRIP ERINDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl Efniviður og aðferðir: Á árinu 1997 var gerð þversniðskönnun meðal helmings allra íslenskra skólabarna á aldrinum 15 og 16 ára. Svarendur fylltu út spurningalista í skólastofum og var svar- hlutfallið 91% (n=3872). Rannsóknin byggist á upplýsingum frá svarendum um ýmiss konar ofbeldishegðun, félags- og lýðfræði- legan bakgrunn, félagslegan stuðning, álagsþætti og lífsstíl. Tengsl ofbeldishegðunar við skýringarbreytur voru athuguð með hjálp aðhvarfsgreiningar. Niðurstöður: Meirihluti þátttakenda viðurkenndi að hafa beitt ofbeldi á síðastliðnum 12 mánuðum. Piltar voru líklegri en stúlk- ur til að beita ofbeldi (OR=5,6; 95% CI: 4,7-6,6). Þátttakendur sem höfðu upplifað 4-12 neikvæða lífsviðburði á síðastliðnu ári voru líklegri til að beita ofbeldi en þeir sem höfðu upplifað færri eða enga slíka viðburði (OR=3,0; 95% CI: 2,2.-4,2). Unglingar sem reyktu sígarettur beittu mun oftar ofbeldi en unglingar sem ekki reyktu (OR=2,5; 95% CI: 1,2.-2,2.). Þeir unglingar sem höfðu neytt áfengis oftar en 20 sinnum á lífsleiðinni voru meira en helmingi líklegri til að beita ofbeldi samanborið við þá sem aldrei höfðu neytt áfengis (OR=2,5; 95% CI: 1,8-3,4). Þá var ofbeld- ishegðun algengari á meðal unglinga sem töldu sig eiga frekar erfitt með að fá stuðning frá foreldrum sínum samanborið við þá sem áttu auðvelt með það (OR=l,7; 95% CI: 1,2-2,3). Þeir ung- lingar sem oft upplifðu reiði voru nær helmingi líklegri til að beita ofbeldi en þeir sem sjaldan reiddust (OR=l,8; 95% CI: 1,4-2,5). Ályktanir: Rannsóknin gefur til kynna að hlutfall ofbeldisfullrar hegðunar á meðal íslenskra skólabarna var hátt og hægt var að draga út ákveðna þætti sem tengdust ofbeldi. Þeir þættir sem voru marktækt tengdir ofbeldisfullri hegðun voru kyn, stuðningur frá for- eldrum, streituvaldandi þættir, reiði, reykingar og notkun áfengis. E 15 Hugur og heilsa. Forvörn þunglyndis Eiríkur Örn Arnarson* 1'2, Inga Hrefna Jónsdóttir3, Hulda Sólrún Guömunds- dóttir4, Lára Halldórsdóttir5, Hafdís Kjartansdóttir6, Arnfríður Kjartansdóttir7, Brynjólfur Brynjólfsson8, Fjóla Dögg Helgadóttir1, W. Ed Craighead9 ‘Sálfræðiþjónusta endurhæfingarsviði Landspítala, 2læknadeild HI, 3Reykja- lundur, 4Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar, 5Skólaskrifstofa Reykjavíkur, 6Skóla- skrifstofa Reykjanesbæjar, 7Félagsþjónusta Akureyrar, 8Skólaskrifstofa Garðabæjar, ''sálfræðideild Coloradoháskóla, Boulder eirikur@tandspitali.is Inngangur: Á Vesturlöndum er algengi meiriháttar þunglyndis (MDD) á aldrinum 15-21 ára talið 15-22%. Forvarnarnámskeiðið Hugur og heilsa miðar að því að koma í veg fyrir þróun meiri- háttar þunglyndis meðal ungmenna. Þeir eru taldir í áhættu sem aldrei hafa greinst með MDD, en með talsverð þunglyndisein- kenni og skýringarstíl sem einkennist af döprum þankagangi. Námskeiðið Hugur og heilsa byggir á kenningum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og er sniðið til að koma í veg fyrir þróun þunglyndis þeirra sem ekki hafa upplifað MDD. Markmið er að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskast og að fylgjast með geðslagi þátttakenda á námskeiði og í tvö ár á eftir. Efniviður og aðferðir: Kvarðarnir CDI og CASQ voru lagðir fyrir nema í 9. bekk í grunnskólum. Þeir sem voru með talsvert mörg einkenni á CDI og neikvæðan skýringarstíl á CASQ án fyrri sögu um MDD í 9. bekk voru metnir með K-SADS viðtali. Þeir (N=72) sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku var dreift af handahófi í til- rauna- og viðmiðunarhópa. Þátttakendur í tilraunahópum tóku þátt í námskeiði sem sálfræðingar stýrðu. Hittust hópar í 14 skipti; tvisvar í viku í þrjár vikur og síðan vikulega í átta vikur. Niðurstöður: Við 6 og 12 mánaða eftirfylgd með greiningarviðtali kom í ljós að 3% þátttakenda í tilrauna- og 20% í samanburðar- hópi höfðu þróað MDD. Greint frá breytingum á skori hópa á CDI og fleiri fylgibreytum fyrir, eftir námskeið og við eftirfylgd. Ályktanir: Niðurstöður virðast benda til að sporna megi við þróun þunglyndis ungmenna. Ráðgert er að fylgjast með breyt- ingum einkenna þunglyndis, skýringarstíls og fleiri fylgibreytum rannsóknarhópa uns þátttakendur hafa náð 17 ára aldri. E 16 Möguleikar netsins í hjúkrunarmeðferð Erla Kolhrún Svavarsdóttir', Anna Ólafía Sigurðardóttir2, Sigrún Þórodds- dóttir3 1 Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2barnasvið og 3göngudeild krabbameinsveikra barna Landspítala eks@hi.is Krabbamein er ein megindánarorsök barna og unglinga hér á landi. Á hverju ári eru greind að meðaltali 12-14 börn undir 18 ára aldri með krabbamein. Fjölskyldur barna með krabbamein þurfa að aðlagast heilbrigðisástandi barnsins. Þó er ekki vitað hvernig hjúkrunarfræðingar hér á landi geta aðstoðað fjölskyld- urnar við að aðlagast aðstæðum og nýta þau bjargráð sem mögu- legt er að bjóða uppá í þeim tilgangi að minnka vanlíðan foreldra. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif hjúkrunarfræðslu- meðferðar (nursing intervention) sem þróuð var fyrir foreldra barna og unglinga með krabbamein. Hugmyndafræðilegur bak- grunnur rannsóknarinnar var Calgary fjölskyldumeðferðarlíkan- ið (Wright & Leahey, 2000). Meðferðin var þróuð og prófuð sem hluti af stærri landsrannsókn fyrir fjölskyldur hér á landi sem eiga nýgreint barn eða ungling með krabbamein. Áhrif meðferðarinn- ar var prófuð á aðlögun, bjargráðum, þrautseigju og líðan foreld- ra. Sérstaða meðferðarinnar er meðal annars fólgin í fræðslu sem var veitt foreldrum á netinu. Rannsóknin miðar að því að hægt sé að meta hvort fræðslumeðferð á netinu skili sér í bættri aðlögun foreldra barna með krabbamein. Verið er að fylgja eftir þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fjarskipta- og upplýsingatækni í heiminum í dag. Leita þarf nýrra leiða til að veita heilbrigðisþjón- ustu á íslandi sem myndi auka gæði þjónustunnar, bæta heilsu skjólstæðinga og umönnunaraðila og auka hagsæld fyrir þjóðina í heild. Alls tóku 11 fjölskyldur þátt í rannsókninni en gögnum var safnað í tvö ár, frá árinu 2002 til 2004. Frumniðurstöður liggja nú fyrir meðal sjö mæðra og sex feðra. Gögnum var safnað á tveimur tímapunktum yfir sex mánaða tímabil. Meðferðin samanstóð af 60-90 mín stuðningsviðtali fyrir hverja fjölskyldu auk þess sem 137 blaðsíðna heimasíða var þróuð á netinu með fræðsluefni til fjölskyldnanna. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að líðan foreldra var marktækt betri eftir meðferðina en fyrir með- ferðina. Sú þekking sem skapast við þessa meðferðarrannsókn getur nýst sem ákveðið meðferðarform fyrir heilbrigðisstarfs- menn sem annast fjölskyldur barna- og unglinga með krabbamein hér á landi. Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.