Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 90
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl V 53 Stromaæxli í meltingarvegi (GIST) á íslandi 1990-2003, meinafræði, faraldsfræði og einkenni Geir Tryggvason1, Þórarinn Kristmundsson2, Magnús K. Magnússoiv . Hjört- ur G. Gíslason2, Jón G. Jónasson1-4-5 'Meinafræðideild, 2skurðdeild og 3 9blóðmeinafræði- og erfða- og sam- eindalæknisfræðideild Landspítala, ''Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 'læknadeild HÍ geirt@landspitali.is Inngangur: GIST er algengasta bandvefskímsæxlið (mesenchym- al tumor) í meltingarvegi. Greiningarskilyrði er jákvæð mótefna- litun fyrir viðtakanum c-kit. Petta er fyrsta rannsóknin sem lýsir meinafræði æxla, nýgengi sjúkdómsins og einkennum sjúklinga í heilli þjóð. Efniviður og aðfcrðir: ÖII bandvefskímsæxli sent greinst hafa á landinu á árunum 1990 til 2003 voru rannsökuð. Öll c-kit jákvæð æxli voru skilgreind sem GIST. Upplýsingar um aldur, einkenni, staðsetningu og stærð æxla og meinvarpa, dánarorsakir og lifun sjúklinga voru skráðar. Niðurstöður: Alls fundust 57 GIST æxli á þessu 14 ára tímabili. Tuttugu og fjórar konur og 33 karlar. Nýgengið var 1,1 á 100.000 á ári (1,4 fyrir karla og 0,9 fyrir konur). Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 66,9 ár (23,9-89,5 ár). Flest æxlin voru staðsett í rnaga (61,4%) og smágirni (29,8%) en komu einnig fyrir í vélinda, botnlanga og endaþarmi. Meðalstærð æxlanna var 4,6 cm (0,4-20 cm). Æxli utan maga (non-gastric) voru marktækt stærri en í maga (6,5 cm á móti 3,3 cm). Um 39% æxla lentu í NIH flokki 3 og 4 (stærri og með fleiri mítósur). Æxli í vélinda og endaþarnti lentu eingöngu í NIH flokki 4. Algengasta einkenni æxlanna var bráð og langvinn magablæðing (46%), þar á eftir kviðverkir (32%) og síðan þreifanlegt æxli (13%). Stór hluti fannst fyrir tilviljun við aðrar aðgerðir (28%). Átta æxli af 57 sýndu illkynja hegðun (meinvörp). Bæði vélindaæxlin og annað af endaþarmsæxlunum ásamt fjórum af 17 smágirnisæxlum og tveimur af 35 magaæxlum voru illkynja. Margþátta aðhvarfsgreining leiddi í ljós að æxlis- stærð og mítósufjöldi eru breytur sem hafa marktæk tengsl við illkynja hegðun. Ályktanir: Nýgengi GIST er 1,1 tilfelli/100.000/ári. Staðsetning utan maga er áhættuþáttur fyrir illkynja hegðun æxlis. Ekkert æxli sem lenti í NIH flokkum 1 og 2 sýndi illkynja hegðun. Helmingur æxla í flokki 4 sýna illkynja hegðun. Stærð og mítósufjöldi hafa sterk tengsl við illkynja hegðun. Blæðing frá meltingarvegi er algengasta einkenni GIST. V 54 Eistnakrabbamein á íslandi 1955-2002. Meinafræðileg rannsókn Bjarni A. Agnarsson'-4, Tómas Guðbjartsson2, Guðmundur Vikar Einars- son2-4, Kjartan Magnússon3, Ásgeir Thoroddsen2, Jón Þór Bergþórsson1-5, Rósa Björk Barkardóttir1, Laufey Ámundadóttir5, Jóhannes Björnsson14 ■Rannsóknastofa í meinafræði, 2þvagfæraskurðdeild og 3krabbameinslækn- ingadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5íslensk erfðagreining bjarniaa@landspitali. is Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að athuga meinafræðilega þætti kímfrumuæxla í eistum sem greinst hafa á íslandi 1955-2002. Efniviður og aðferðir: Öll sýni voru endurskoðuð með smásjár- skoðun og flokkuð samkvæmt skilmerkjum WHO. Meinafræði- legir þættir voru athugaðir og stig útbreiðslu við greiningu metið og kannað hvort samband væri milli tegundar æxlis og stigunar. Niðurstöður: Alls greindust 214 sjúklingar á tímabilinu. Ald- ursstaðlað nýgengi reyndist vera 6,1 á 100.000 og hafði aukist sexfalt á rannsóknatímabilinu. Seminoma greindust hjá 55% (meðalaldur 38 ár) og non-seminoma greindust hjá 45% sjúk- linga (meðalaldur 29 ár) en þau skiptust í blönduð kímfrumuæxli (33%), embryonal carcinoma (8%), teratoma (3%) og yolk sac tumor (n=l). Af blönduðu kímfrumuæxlunum var algengasta samsetningin teratoma + embryonal carcinoma (teratocarcinoma (n=17) og teratoma + embryonal carcinoma + yolk sac tumor (n=13). í 33 blönduðum æxlum voru tvær æxlisgerðir, í 25 æxlum þrjár æxlis- gerðir, í 11 æxlum fjórar æxlisgerðir og í einu æxli fimm æxlisgerð- ir. Seminomaþáttur var í 27 æxlum og choriocarcinoma þáttur í átta æxlum. Non-seminoma æxlin greindust á marktækt hærra stigi en seminoma æxlin (p<0,001). Þannig voru 81% seminoma æxla bundin við eistað við greiningu (stig I), í 17% sjúklinga hafði æxlið dreifst til eitla (stig II og III) en aðeins 2% sjúklinga höfðu fjarmeinvörp utan eitla (stig IV) við greiningu. Hvað non-seminoma sjúklingana varðar greindust aftur á móti 56% sjúklinga á stigi 1,24% á stigi II eða III og 20% á stigi IV. Enginn munur var á stigun milli mismunandi gerða non-seminoma æxla. Marktæk tengsl reyndust vera milli bæði dreps og æðaíferðar í frumæxlinu og meinvarpa við greiningu (p=0,002). Ályktanir: Marktæk (sexföld) aukning hefur orðið á kímfrumu- æxlum á Islandi á rannsóknartímabilinu og greinast seminoma hjá um það bil 9 ára eldri sjúklingum en non-seminoma. Flokkun æxla er svipuð og gerist á öðrum Vesturlöndum. Meinafræðilegir þættir í kímfrumuæxlum á íslandi sem stuðla að hærra stigi við greiningu eru non-seminoma æxli, drep og æðaíferð í frumæxlinu. V 55 Algengi þunglyndiseinkenna hjá íslenskum börnum í 9. og 10. bekk og tengsl þeirra við helstu lýðfræðilegu þætti Guðrún Kristjánsdóttir12, Guðný Arnardóttir1, Járnbrá Hrund Gylfadóttir1 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali gkrist@hi.is Inngangur: Þunglyndi á unglingsárum er heilsufarsvandamál sem valdið getur þjáningum fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Ómeðhöndlað þunglyndi getur haft verulega truflandi áhrif á líf og þroska unglinga. Staðfest er að þunglyndi barna og unglinga er sterkur fyrirboði þunglyndis á fullorðinsárum. Því er tilgangur þessarar rannsóknar að skoða algengi þunglyndiseinkenna og tíðni þeirra eftir kyni, aldri og lýðfræðilegum þáttum, svo sem búsetu, menntun foreldra og fjölskylduforms. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á spurningakönnun á tilviljunarlandsúrtaki 3913 íslenskra skólabarna í 9. og 10. bekk. Svörun reyndist 91 %. Við mat á þunglyndiseinkennum var stuðst við þunglyndiskvarða Pearlins og félaga sem inniheldur 10 spurn- ingar þar sem möguleg stig eru 0-30. 90 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.