Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Side 108
AGRIP VEGGSPJALDA / XII. VISINDARAÐSTEFNA Hl V 104 Eru tengsl milli mangan- og koparinnihalds í heyi og uppkomu riðuveiki í sauðfé á íslandi? Þorkell Jóhannesson1, Kristín Björg Guðmundsdóttir2, Tryggvi Eiríksson3, Jakob Kristinsson'. Sigurður Sigurðarson2 ‘Rannsóknastofa ílyfja- og eiturefnafræði Lyfjafræðistofnun HÍ.2rannsókna- deild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum að Keldum, 3Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholti kristigu@hi.is Inngangur: Kannað var hvort misvægi milli spormálmanna mang- ans (Mn) og kopars (Cu) gæti skipt máli fyrir uppkomu riðu á íslandi. Efniviður og aðferðir: Heysýnum (rúllubaggar, 172 sýni) var safn- að á 47 bæjum af uppskeru áranna 2001, 2002 og 2003 og Mn og Cu ákvarðað. Bæjum var skipt í fjóra flokka. Fyrsti flokkur: níu riðulausir bæir á riðulausum svæðum. Annar flokkur: sautján riðulausir bæir á riðusvæðum. Priðji flokkur: tólf fjárskiptabæir (riða komið upp eftir 1980, en síðar skipt um fé). Fjórði flokkur: níu riðubæir (riða í gangi á rannsóknatímabilinu). Niðurstöður: Péttni mangans í heysýnum frá bæjum þar sem riða hefur aldrei komið upp (1. og 2. flokkur) var marktækt meiri en í heysýnum frá bæjum í 3. eða 4. flokki. Þéttni mangans í heysýnum í 1. flokki var marktækt meiri en í öllum hinum flokkunum. Þéttni mangans í heysýnum í 2. flokki var marktækt meiri en í 4. flokki, en ekki marktækt meiri en í 3. flokki. Þéttni kopars var staðtölu- lega hin sama í öllum flokkum. Alyktanir: Mikil þéttni mangans í heyi eða hátt Mn/Cu hlutfall gæti haft varnandi verkun gegn uppkomu riðu. Ein helsta smitleið riðu, sem er talin vera príonsjúkdómur, er um meltingarveg. Mn virðist flýta fyrir innferð príonpróteina í frurnur, en Cu seinka. Varnandi verkun Mn á uppkomu riðu gæti því verið bundin við þekjufrumur í meltingarvegi. V 105 Sýkingar af völdum einfruma sníkjudýra í ásetnings- gimbrum með áherslu á tegundasamsetningu og árstíða- sveiflu hnísla (Eimeria spp.) í hjörðinni Karl Skírnisson', Berglind Guðmundsdóttir1, Hákon Hansson2 ’Tilraunastöö HI í meinafræði að Kelduni, 2Ásvegi 31,760 Breiðdalsvík karlsk@hi.is Inngangur: Um árabil hafa alvarlegar niðurgangssýkingar hrjáð lömb í Fossárdal í Suður Múlasýslu á haustin og hafa sum lamb- anna drepist þrátt fyrir ýmsar lyfjagjafir. Sláturlömb hafa sum hver fengið skitu eftir nokkra daga dvöl á láglendi. Sama er að segja um ásetningsgimbrar og síðheimtunga sem oft veikjast þó ekki fyrr en húsvist er hafin. Efniviöur og aðferðir: Sníkjudýrasýkingar voru rannsakaðar í 10 ásetningsgimbrum í 23 skipti frá september 2002 til júlí 2003. Til viðbótar voru athuguð 11 lömb sem fengu skitu á haustmán- uðum. Niðurstöður: Þolhjúpar Gianiia sp. fundust í öllum ásetnings- lömbunum og í flestum viðbótarlambanna, þolhjúpar Crypto- sporídium sp. voru sjaldséðir en amaban Entamoeaha ovis fannst í hverju einasta sýni. Tíu hníslategundir Eimería spp. fundust í hjörðinni. Algengast var að finna allar tegundirnar í hverju lambi. Sumar voru algengastar framan af vetri, aðrar um miðjan vetur og enn aðrar sýndu toppa undir vor. Alyktanir: Engin einhlít skýring fannst á orsökum skitu í haust- lömbum á bænum. Sum þeirra lamba sem runnu út í sótt eftir nokkra daga á túni voru með mikið magn Giardia þolhjúpa í saur. Flest lömbin fengu misalvarlega hníslasótt í október sem varði fram í nóvember og jafnvel desember hjá sumum lambanna. Langflest lömbin jöfnuðu sig af sjálfsdáðum. Þakkir: Verkefnið hlaut styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins. V 106 Iðrahníslar í hreindýrskálfum. Lýsing áður óþekktrar tegundar og endurlýsing á Eimeria mayeri Bcrglind Guðniiindsdóttir, Karl Skírnisson Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum karlsk@hi.is Inngangur: Einfrumu sníkjudýr af ættkvíslinni Eimeria eru nefnd hníslar. Við óhagstæðar aðstæður geta sýkingar magnast upp og dýrin, einkum þó ungviði, fengið niðurgang sem gengur undir nafninu hníslasótt. Fimm tegundum iðrahnísla hefur verið lýst í hreindýrum Rangifer tarandus. Allar fundust þær á árunum 1935-1939 í norðvestur Rússlandi. Lýsingar flestra þeirra eru þó það ófullkomnar að sérfræðingar sem hafa rekist á hnísla við sníkjudýraathuganir á hreindýrum í Skandinavíu, á Grænlandi og í Kanada hafa ekki treyst sér til að segja hvaða tegundir hafa verið þar á ferðinni. Efniviður og aðferðir: Forfeður íslenskra hreindýra komu frá Finnmörku í Noregi fyrir ríflega tveimur öldum. Rannsóknir hafa sýnt að hreindýr þar um slóðir eru sýkt af iðrahníslum. Þar sem hníslar fylgja gjarnan hýslum sínum hvert á land sem er var ákveðið að kanna hvort íslensk hreindýr væru smituð af hníslum. Væri sú raunin mætti ganga út frá því að hníslarnir hefðu borist til íslands þegar við innflutning dýranna 1787 og ekki dáið út þótt svo að íslenski hreindýrastofninn hafi komist í útrýmingarhættu á fyrri hluta 20. aldarinnar. Niðurstöður: Sumarið 2003 var safnað 193 saursýnum úr hreindýrs- kálfum sem héldu til á Heinabergsdal á Mýrum, á Gerpissvæðinu og á Snæfellsöræfum og leitað í þeim að hníslum. Alyktanir: Þolhjúpar tveggja misstórra tegunda fundust. Minni hnísillinn Eimeria mayeri fannst á öllum svæðunum en var alls staðar sjaldgæfur. Stærri tegundin fannst í sitt hvorum kálfinum á Snæfellsöræfum og á Heinabergsdal. Þar var á ferðinni áður óþekkt tegund. Lokið hefur verið við lýsingu hennar og hlaut hún nafnið Eimeria rangiferis n.sp. Grein um efnið bíður prentunar í Journal of Parasitology. I henni er einnig að finna endurlýsingu á Eimeria mayeri. Þakkir: Nýsköpunarsjóður námsmanna og Umhverfisstofnun styrktu verkefnið. 108 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.