Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 46
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
Helstu niAurstöAur: Ekki reyndist marktækur munur á þátt-
takendum og þeim sem ekki tóku þátt hvað varðar kyn, aldur
og búsetu foreldra, kyn og aldur barns og tíma frá því barnið
greindist með krabbamein (p£.()5). Meðalstig heilsutengdu þátt-
anna lækkaði hjá báðum kynjum frá því fyrir meðferð og þar til
meðferð lauk. Tölfræðilega marktækur bati mældist á: a) depurð
mæðra frá T2 til T3 (p<.03), b) kvíða feðra frá T1 til T3 (pc.Ol),
og c) streitu feðra frá T2 til T3 (p<.02). Foreldrar upplifðu gagn-
kvæman stuðning af þátttöku og fannst hjálplegt að lesa skilaboð
annarra og skrifa eigin. Bæði kynin notuðu hópinn til að lesa skila-
boð frá öðrum en það voru fyrst og fremst mæður sem skrifuðu
skilaboð til hópsins.
Alyktanir: Niðurstöður benda til kynjamunar á heilsutengdum
þáttum, upplifun á gagnkvæmum stuðningi og notkun á tölvu-
tengdum stuðningshópi. Tölvutengdur stuðningshópur getur nýst
báðum kynjum og verið kostur fyrir þá sem búa utan höfuðborg-
arsvæðisins. Styrkja mætti meðferðina með því að hafa umræður
stýrðari í kynjaskiptum hópum.
E 64 Byrgjum brunninn ... Um heimilisofbeldi gegn börnum
á íslandi
Geir Gunnlaugsson', Jónína Einarsdóttir2
'Miðstöð heilsuverndar barna, 2ntannfræðiskor félagsvísindadeildar HÍ
Geir.Gunnlaugsson@hr.is
Inngangur: Foreldrum er ætlað að veita börnum sínum gott upp-
eldi og beita þau aga af varúð. Hvað teljast hæfilegar refsingar við
uppeldi barna er þó menningarlega bundið og í sumum nágranna-
ríkjum okkar talið sjálfsagt að beita líkamlegum refsingum í upp-
eldisskyni. Börn yngri en fjögurra ára eru talin vera í mestri hættu
fyrir því að vera beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu forsvarsmanna.
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hugmyndir íslendinga
til uppeldis barna í því skyni að styrkja forvarnarstarf hvað varðar
líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum.
Efniviður og aðfcrðir: Söfnun gagna fólst í að kanna íslenskar
sögulegar heimildir og rannsóknir sagnfræðinga og fagfólks um
uppeldi, refsingar og heimilisofbeldi gegn börnum.
Helstu niöurstööur: Hugmyndir um börn og hvað sé heppilegt
uppeldi hefur breyst í tímans rás. Fyrsta uppeldislöggjöfin frá
1746 skyldaði foreldra og aðra uppalendur til að refsa börnum
með líkamlegu ofbeldi. Aðferðir sem byggjast á því að höggva,
hýða, hirta, hæða, hóta, hafna, hrista og hræða eru nú til dags ekki
aðeins taldar vera óheppilegar, heldur geta þær verið refsiverðar
samkvæmt núgildandi lögum. Skortur er á upplýsingum um eðli
og umfang heimilisofbeldis gegn börnum á Islandi.
Ályktanir: Þörf er á heildstæðri áætlun hér á landi til að efla
fyrsta, annars og þriðja stigs þverfaglegt forvarnastarf um heimil-
isofbeldi gegn börnum. Löggjöf þarf að vera markviss. Huga þarf
að félags- og efnahagslegum aðstæðum foreldra og barna, auka
faglega þekkingu þeirra sem vinna með börnum og fjölskyldum
og efla fræðslu til barna og foreldra. Einnig þarf að styrkja starf
þeirra sem vinna með börnum er hafa orðið fyrir ofbeldi og skapa
aðstæður sem gefa þeim og aðstandendum þeirra bestu mögulega
meðferð þegar í óefni er komið.
E 65 Félags- og lýðfræðilegir þættir tengdir álagi í foreldra-
hlutverki. Niðurstöður landskönnunar meðal íslenskra for-
eldra
Rúnar Vilhjálmsson. Guðrún Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðideild HI
runarv@hi.is
Inngangur: Foreldrar geta átt við ýmiss konar vanlíðan að stríða
vegna álags (life strain) í foreldrahlutverki. Tilgangur rannsókn-
arinnar var að athuga breytileika í foreldraálagi með tilliti til
félags- og lýðfræðilegra þátta sem vísbendingar eru um að geti
komið við sögu í þessu sambandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á undirúrtaki 872
íslenskra foreldra barna undir 18 ára, er tóku þátt í heilbrigðis-
könnun meðal fullorðinna Islendinga (N=1924) sem valdir voru
með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Heimtur í könnuninni voru
69%.
Niðurstöður: Foreldrar undir 55 ára aldri, foreldrar á stærri heim-
ilum, útivinnandi foreldrar og mæður, einkum einstæðar og tekju-
lágar, urðu frekar en aðrir foreldrar fyrir einstökum álagsþáttum
í foreldrahlutverki og foreldraálagi í heild.
Ályktanir: Þótt foreldraálag geti talist algengt er því misskipt
meðal foreldra. Þekking á umfangi og ástæðum foreldraálags
stuðlar að auknum skilningi á lýðgeðheilsu fullorðinna.
E 66 Klínískt notagildi streitukvarða fyrir fólk með sykur-
sýki
Arún K. Sigurðardóttir1. Rafn Benediktsson1-2-3
'Læknadeild HÍ, 2innkirtladeild Landspítala, 3Hjartavernd
arun@unak.is
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að um 15%
allra sem hafa sykursýki stríði við klínískt þunglyndi og hátt í
30% við geðræna truflun af ýmsum toga. Streitukvarði í sykur-
sýki „Problem Areas in Diabetes (PAID)“ var þýddur og stað-
færður með leyfi höfunda. Kvarðar sem mæla þekkingu og mat á
sjálfshæfi voru einnig notaðir í rannsókninni en tilgangur hennar
var að athuga áreiðanleika og réttmæti kvarða sem og að greina
streitu fólks með sykursýki.
Efniviður og aðferðir: Að fengnu leyli Vísindasiðanefndar fékk
101 einstaklingur með sykursýki tegund 1 afhenta spurningalista.
Nothæfir listar voru 84 (83,2% svarhlulfall). HbAlc gildi einstak-
linganna var mælt sama dag og þeir svöruðu spurningalistum.
Niðurstöður: Islensk þýðing PAID var áreiðanleg og réttmæt og
streita meðal íslenskra einstaklinga með sykursýki var svipuð og
erlendis. Meðaltalið var 22,14 (sf 14,44) þar sem 80 var versta gildið.
Spurningar með hæsta svörun og þá um leið mestri streitu tengdust
meðal annars eftirfarandi atriðum; ótta við lágan blóðsykur,
hræðslu við framtíð vegna aukaverkana sykursýki og það að hafa
ekki skýr markmið með sykursýkismeðferðinni. Bakgrunnsbreytur
sem höfðu mest tengsl við streitu voru lítil menntun og það að búa
einn. Fleiri streitustig tengdust hærra HbAlc gildi.
Ályktanir: Klínískt gildi streitukvarða er mikið, hann er einungis
20 spurningar og hver þeirra fjallar um mjög afmarkaða þætti lífs
46 Læknaiílaðið/fylgirit 50 2004/90