Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2004, Blaðsíða 42
ÁGRIP ERINDA / XII. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 52 Þróun á tjáningarferjum fyrir DNA bólusetningu hesta ViIhjáliiHir Svansson1, Guðbjörg Ólafsdóttir1, Eliane Marti2, Sigurbjörg Porsteinsdóttir1 ‘Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2Dpt. of Clinical Veterinary Medicine, University of Berne, Sviss vsvanss@mail. rhi.hi. is Inngangur: Tilraunir á músum hafa sýnt að hægt er stýra ónæm- issvari inn á Thl braut með DNA bóluefnum. Sumarexem í hrossum er ofnæmissjúkdómur á Th2 braut sem orsakast af biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Komið hefur verið upp til- raunalíkani í hestum þar sem notast er við hurnan serum albumin (HSA) próteinið og gen þess til þróunar á DNA bólusetningaferj- um. Markmið verkefnisins er að þróa öflugar tjáningaferjur fyrir hross sem beina ónæmissvari á Thl braut. Efniviður og aöferðir: Unnið hefur verið með fjórar mismunandi ferjur; ferju A (pcDNA3.1-GS/HSA), ferju B (pcDNA3.1V5- His6/HSA), ferju C (pcDNA3.1-IA/HSA) og ferju D (gWiz-lA/ HSA). Tjáning ferja in vitro var athuguð með lipofectamín gena- leiðslu og ónæmisþrykki. Ferja A og B voru reyndar í hestum og tveir hestar sprautaðir með hvorri ferju ítrekað undir húð og í vöðva. Samanburðarhestar voru bólusettir undir húð með HSA próteini í alum ónæmisglæði. Sérvirk IgG, IgG undirflokka og IgE mótefni voru mæld í ELISA-prófi og boðefnin, IL-4 og y- IFN með rauntíma PCR með þ-actin sem viðmið. Niðurstöður: í kjölfar genabólusetningar með ferjum A og B var ónæmissvörun borin saman við hesta sem bólusettir voru með HSA/alum og höfðu þróað HSA ofnæmi. Bólusetning með ferj- unum gaf mjög veika eða enga ónæmissvörun þrátt fyrir ítrekaðar bólusetningar. Þessi veika svörun reyndist heldur ekki nægilega Thl miðuð og við ögrun eða eflingu með próteinbólusetningu mynduðu hestarnir ofnæmi. Ljóst er að ferjur A og B örva ekki nægilega kröftugt Thl miðlað ónæmissvar. Ferja C var hönnuð með því að setja efliröð (Intron A) inn á ferju B aftan við CMV- stýrilinn. Slíkar efliraðir hafa reynst vera mjög áríðandi fyrir góða tjáningu. Prátt fyrir efliröðina var ferja C verr tjáð í hestafrumum úr húð, lungum og þörmum en ferja B. Því var HSA genið sett inn á ferju af öðrum uppruna, ferju D, sem einnig hefur efliröð IA. Ferja D hefur öflugri tjáningu en B í COS-7 frumum. Verið er að bera tjáningu allra ferjanna fjögurra saman í mismunandi hestafrumulínum. Alyktanir: Tvær tjáningarferjur hafa verið reyndar í hestum og hafa ónæmisviðbrögð ekki verið nægilega Thl miðluð til að verja hestana ofnæmi. Bæta þarf ferjurnar til að efla Thl ónæmissvar, til dæmis með því að auka tjáningu þeirra í hestavefjum. Þakkir: Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og RANNÍS. E 53 Eru tengsl á milli tíðni keisaraskurða og burðarmáls- dauða á íslandi undanfarin 15 ár? Guðný Jónsdóttir', Ragnheiður I. Bjarnadóttir2, Reynir Tómas Geirsson1-2, Alexander Smárason3 ‘Læknadeild HÍ, 2kvennasvið Landspítala, 3Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri reynirg@landspitali. is Inngangur: Tíðni keisaraskurða hefur víða tvö- eða þrefaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði hafi lækkað. Á Islandi hefur tíðnin aukist verulega, en burðarmálsdauði lækkað á sama tíma. Heildartölur um burðarmálsdauða gefa þó tak- markaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum fullburða barna. Tengsl aukinnar tíðni keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá fullburða börnum á íslandi á tímabilinu 1989-2003 voru athuguð. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla einbura >2500g sem fæddust með keisaraskurði og öll börn >2500g, án alvar- legra vanskapnaða, sem dóu burðarmálsdauða, voru fengnar úr fæðingaskráningunni og mæðra-/sjúkraskrám. Breytingar á sam- bandi keisaraskurðatíðni við burðarmálsdauða voru metnar með Pearsons fylgnistuðli. Niðurstöður: Alls fóru 8332 konur í keisaraskurð og 111 börn <2500g dóu burðarmálsdauða. Tíðni keisaraskurða jókst úr 10% í 16,1% (p<0,001), en burðarmálsdauði lækkaði ekki marktækt (meðaltal 2,01/1000). Lækkun burðarmálsdauða fylgdi ekki auk- inni tíðni keisaraskurða hjá fullburða börnum, en þegar heildar- tölur fyrir öll börn voru skoðaðar (1990-2003) var fylgni til staðar (r>0,55; p <0,04). Ályktanir: Aukin tíðni keisaraskurða leiðir ekki til fækkunar dauðsfalla hjá fullburða börnum. Burðarmálsdauði allra fæddra barna lækkar þó samfara fleiri keisaraskurðum. E 54 Árangur ráðgjafar um getnaðarvarnir fyrir fóstureyð- ingu á notkun getnaðarvarna eftir aðgerð Sóley S. Bender1 •2J, Reynir T. Geirsson2-1 'Hjúkrunarfræðideild HI, 2læknadeild HÍ, 3kvennasvið Landspítala ssb@hi.is Inngangur: Ráðgjöf um getnaðarvarnir hefur lítt verið rannsök- uð. Hugmyndafræðilegar forsendur gera ráð fyrir því að með einstaklingshæfðari þjónustu sé verið að stuðla að betri meðferð- arheldni í notkun getnaðarvarna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir fóstureyðingu hefði áhrif á notkun getnaðarvarna eftir aðgerð. EfniviAur og aAferðir: Konum var tilviljunarkennt raðað í til- rauna- (T) og samanburðarhóp (S). Alls voru 148 konur í tilrauna- hópi og 128 í samanburðarhópi. Tilraunahópurinn fékk sérstakt ráðgjafarviðtal um getnaðarvarnir fyrir aðgerð en samanburð- arhópurinn venjulega þjónustu. Tekin voru viðtöl við konur í báðum hópum um 4-6 mánuðum eftir aðgerðina og spurt um notkun getnaðarvarna. Niðurstöður: Enginn munur var á hópunum varðandi notkun getnaðarvarna eftir fóstureyðingu. Um 85% beggja hópa not- uðu getnaðarvarnir eftir aðgerð. Samkvæmt því hafði ráðgjöfin ekki áhrif. Hóparnir voru þó marktækt ólíkir hvaða varðaði aldur (meðalaldur T-hópur 22,1 ár; S-hópur 26,7 ár) og barn- eignir (ekkert barn 60% í T-hópi og 39% í S-hópi). Konur í T- hópi voru minna menntaðar, síður í sambúð eða giftar og höfðu sjaldnar farið í fóstureyðingu áður heldur en konur í S-hópnum. Algengustu getnaðarvarnir sem konur í báðum hópum notuðu eftir fóstureyðingu voru pillan (T-hópur 61%, S-hópur 58%) og hormónasprautan (T-hópur 12%,S-hópur 11%). Ályktanir: Ekki er unnt að draga afdráttarlausa ályktun af niður- 42 Læknablaðið/fylgirit 50 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.